Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spaugilegt

Vekjaraklukkan mín....

Mikið svakalega var ég bjartsýn þegar ég lýsti yfir tilhlökkun minni við að sofa út á laugardagsmorguninn.

Ég vaknaði þegar Snúður "vekjari" skellti sér á bringuna á mér óguðlega snemma. Sem betur fer er ég þeim eiginleikum búin að ég get oftast sofnað aftur eftir svona vakningu. Ég veit ekki hvað gekk á fyrir honum en eitthvað var hann ósáttur við að hafa mig uppi í rúmi.

Ég bjó til hummust fyrir helgina, notaði uppskrift hérna af mbl. Þvílíkur viðbjóður. Ég bjó þetta til eftir minni, þurfti að kaupa kjúklingabaunir og cumin, annað var til. Notaði extra virgin ólífuolíu eins og kokkurinn gerði hérna á mbl síðunni. Verð að viðurkenna að ég er ekki mjög hrifinn af bragðinu á henni. Þegar ég var komin með allt hráefnið skellti ég því í matvinnsluvélina og setti hana í gang. Smakkaði svo á afrakstrinum og var ekki hrifinn. Mér finnst hummus nefnilega góður, komst að þeirri niðurstöðu að ólífuolían væri ónýt og grunaði að kannski hefði ég gleymt einhverju úr uppskriftinni. Auðvita kom á daginn að ég gleymdi einhverju, sítrónusafanum. Samt sem áður var það ólífuolían sem gerði útslagið. Hún var nefnilega ónýt.

Gerði svo aðra tilraun til að búa til hummus á laugardaginn eftir vakninguna æðislegu. Var með öðruvísi niðursoðnar kjúklingabaunir, venjulega ólífuolíu og mundi eftir sítrónusafanum. Nammi, namm. Mikið ofboðslega var heimilisfólkið almennilegt þegar það smakkaði á vonda hummusnum og lýsti því yfir að hann væri fínn. Whistling

Þarf að fara í Hagkaup og kaupa fleiri dósir af þessum fínu kjúklingabaunum.

Þangað til næst.... 


Frábært....

Mikið svakalega er þetta myndband skemmtilegt. Get horft á það aftur og aftur.

Húrra fyrir framlagi Íslands í Eurovision.

Þangað til næst.... 


mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera að blogga....

Já er ekki best að taka sig til og reyna að blogga reglulega. Jú, mér finnst það.

Dagarnir eru ekki mikið frábrugðnir hver öðrum. Nema kannski síðastliðnar tvær vikur. Var hundveik. Með hita, beinverki og alles í síðustu viku. Ég hélt reyndar að ég væri komin með lungnabólgu þar sem ég var með þvílík andþyngsli og hrygldi í mér þegar ég andaði. Endaði með heimsókn frá næturlækni sem úrskurðaði að ég væri með inflúensu og þyrfti hvorki meira né minna en fuglaflensulyfið fræga Tamiflu. Já takk, ég er sem sagt með fuglaflensuna. Bauðst til að hósta á alla sem ég hitti.

Svaf mikið í síðustu viku, eiginlega of mikið.

Gísli afi lést aðfaranótt 1. apríl, vikuna fyrir veikindin miklu, við brunuðum norður til að kveðja þann gamla. Hann lést í svefni sem var mikil blessun.

Hann var nýkomin úr heilmikilli rannsókn og líklega með krabbamein á háu stigi. Fjóla amma lést 1.janúar 1999 eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Engum langaði til að upplifa það aftur.

Það var kistulagt 11.apríl og jarðaförin var laugardaginn 12.apríl. Ég fór ekki í kistulagninguna, var bara of veik. Var einstaklega fegin því að við fjölskyldan fórum norður til að kveðja Gísla afa daginn sem hann lést.

Séra Hjálmar jarðsöng afa. Hann Gísli afi bað hann um það þegar hann jarðsöng hana Fjólu ömmu fyrir rúmum 9 árum og auðvita mundi Séra Hjálmar eftir því.

Það er nú samt skemmtilegt að segja frá að þegar langafabörnin hans Gísla afa, synir Ragnhildar og Óla, komu inn í kirkjuna heyrðist í Sigþóri. "Er langafi í kistunni, má ég opna hana, mig langar að sjá hann." Hann Sigþór vissi nefnilega að mamma hans hafði farið á kistulagninguna kvöldið áður til að kveðja afa og að kistunni hefði verið lokað eftir það.

Eftir erfidrykkjuna lá leiðin suður. Ég sá rúmið mitt í hyllingum. Auðvita ekki búin að gera mikið annað en að verma það í veikindunum.

Er enn að jafna mig á þessu öllu saman. Fæ enn smá andþyngsli og nokkuð væn hóstaköst. Vonandi fer þetta að verða búið.

Þangað til næst.... 


1.apríl....

Mbl.is er með flottasta aprílgabb ársins, að mínu mati.

Ég ætla nú ekki að blaðra og skemma fyrir þeim sem gætu fallið fyrir því. Mikið hrikalega er það fyndið. Ég sit hérna við tölvuna hjá Siggu frænku fyrir norðan og er búin að sýna Ragnhildi það og fannst henni það ekkert smá fyndið. Ég hugsa að ég eigi eftir að "falla" fyrir því nokkrum sinnum í viðbót.

Þangað til næst....


Loksins...

...eða þannig. Það er alltaf leikinn sami leikurinn hjá þessum olíufyrirtækjum í landinu. Hækka eldsneytisverð og lækka svo stuttu seinna. Alltaf er lækkunin þó minni en hækkunin. Svona smá friðþæging.

Þeir eru líka ansi snöggir að hækka þegar verð á olíu í heiminum hækkar, aldrei neinar birgðir til af eldsneyti hjá þeim þá. Fá greinilega eldsneyti sent með Overnight Express á nýja verðinu til landsins. En viti menn, þau skipti sem verð á olíu hefur lækkað eru til svo miklar birgðir hjá þeim að hálfa væri nóg og þeir geta bara ekki lækkað verð á eldsneyti hjá sér.

Þangað til næst.... 


mbl.is N1 lækkar eldsneytisverð um krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúður....

Ótrúlegt, hann verður eins árs á sunnudaginn.

Man daginn sem ég fékk Snúð þá hvarf hann. Gufaði hreinlega upp. Það var leitað um allt en hvergi bólaði á kettlingnum. Svo datt Rúnari bróðir í hug að hann gæti verið undir skáp í stofunni sem ég hélt að Snúður (þá 6 vikna og 6 daga) kæmist engan vegin undir. Viti menn, þar kúrði kettlingurinn sig og vildi nú ekki koma fram. Eftir þetta var ég með kettlingapels um hálsinn. Hann bjó í hálsakotinu á mér fyrstu mánuðina. Ef ég sat og var að lesa eða horfa á sjónvarpið, svaf hann eða kúrði við hálsinn á mér.

Í dag horfi ég alltaf jafn undrandi á bilið milli gólfsins og skápsins. Hvernig í ósköpunum komst Snúður þarna undir, var hann virkilega svona lítill. Jú, hann var svona lítill. En ég er samt alltaf jafn hissa þegar ég horfi á þennan skáp.

Þangað til næst.... 


Endurvinnsla....

Pot still illeagal, even if it´s recycled

March3, 2008

SAN JOSE, Calif.---A pot grower in nothern California is following nature´s rules, if not the law. Workers who were sorting items at a San Jose recycling center last week found a large trash bag full of marijuana plants.

 The center collects leaves, tree limbs and other natural materials for composting, but San Jose police say the plants won´t end up that way. Instead they´ll be hald as evidence of a crime.

Police say the marijuana could have come from anywhere in Santa Clara County. They don´t know how much of the pot in the bat was sellable.

Fannst alveg nauðsynlegt að skella þessari frétt inn svona fyrir helgina. Það er nú samt hægt að vera of náttúruvænn. LoL

Þangað til næst.... 


Bráðabloggofnæmi....

Já það er langt síðan ég lét heyra í mér.

Ástæðan er að ég fékk algjört bloggofnæmi. Gerði heiðarlega tilraun í desember að koma mér í gang aftur en þá margfaldaðist ofnæmið og ég sá enga aðra lausn en að taka mér frí frá blessuðu blogginu.

Ég ætla nú ekki útlista af hverju ég fékk þetta bráðaofnæmi, en það lýsti sér þannig að ég gat ekki einu sinni farið inn á bloggið og lesið færslur bloggvina minn. Eins og þeir eru nú skemmtilegir pennar allir saman. Þar sem þetta bráðabloggofnæmi virðist vera í rénum, get ég látið mig hlakka til að lesa fullt af skemmtilegum bloggum. Jibbý.

Það hefur nú ekki mikið á daga mína dregið síðastliðna mánuði. Það sama er nú ekki hægt að segja um hann Snúð.

Hann hefur stækkað, reyndar ekki mikið. Hann verður 1 árs í lok næsta mánaðar, stórafmæli. Og alltaf er hann jafnskemmtilegur.

Gerir mig stundum hálfbrjálaða á kvöldin þegar hann hleypur um alla íbúð með nýjustu bráðina í kjaftinum (sem er venjulega plastpoki eða plastumbúðir sem er búið að binda í hnút) stekkur svo upp í gluggakistu í svefnherberginu mínu og lendir á rimlagluggatjöldunum á fullri ferð með viðeigandi látum. Þetta er ein af hans uppáhalds iðjum þegar ég er komin upp í rúm.

Svo er hann búin að uppgötva 'sjónvarpið'... Hann situr fyrir framan þvottavélina þegar hún er í gangi og fylgist grant með því sem er að gerast inni í henni á milli þess sem hann reyndir að komast inn í hana í gegnum hurðina. Þvottahúsið er ekki spennandi nema að þvottavélin sé í gangi.

Svo er Snúður með alveg svakalega teygjuáráttu. Allar hárteygjurnar mínar hurfu, hver á fætur annarri. Hann þefaði þær uppi. Ég hélt nú bara að hann gerði það þar sem það væri líklega lykt af mér í teygjunum. Nei, ekki aldeilis. Ég keypti nefnilega teygjur og setti spjaldið í töskuna mína, þegar ég kom heim gerði Snúður sér lítið fyrir fór með hausinn ofaní töskuna þar sem hún lá á gólfinu og kom svo með hausinn upp úr töskunni með teygjurnar í kjaftinum. Ég var snögg að taka þær af honum. Þær teygjur eru allar horfnar. Hann náði þeim aftur að lokum. Snúður hefur hvorki fyrr né síðar haft neinn áhuga á töskunni minni.

Nóg um hann í bili.

Þangaði til næst....


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband