Leita í fréttum mbl.is

Stargate Atlantis

Er búin að vera horfa á Season 1 í Stargate Atlantis, á eftir 2 síðustu þættina og verð svo að bíða einhvern tíma eftir að sjá númer 2.

Þættirnir eru auðvita misskemmtilegir, en engin af þeim er neitt hræðilegur. Með skemmtilegri þáttunum er "Hide and Seek" þar sem Dr. Mckay fær "Ancient" genið og gerir persónulegan hlífðarskjöld virkan (lítið tæki sem festis á brjóstkassan á honum). Mckay og Sheppard prófa hvernig skjöldurinn virkar með því að Sheppard hendir Mckay niður af svölum. Alveg frábært. Svo biður Mckay einhvern um að kýla sig. Viðkomandi hikaði ekki, sem segir margt um Mckay, en meiðir sig auðvita þar sem skjöldurinn ver Mckay. Mckay þykir mikið til þess koma þar til hann reynir að slökkva á honum. Mikið af "Ancient" tækjunum er stjórnað með hugsunum. Hann Mckay er svo hræddur að hann bara getur ekki slökkt á honum. Verðu ennþá hræddari þegar hann reynir að fá sér kaffi, sem hellist bara utan á skjöldin. Hehehe. Hann getur ekki borðað eða neitt. Það er ekki fyrr en sagt er við hann það sé best að hann ýti á takkan á einhverri gildru sem á að fanga einhverja skuggaveru sem Atlantis liðið er að berjast við að skjöldurinn hættir að virka og tækið dettur af honum.

Flestar aðalpersónurnar í Stargate eru mjög skemmtilegar. Þeir sem skrifa fyrir þættina hafa hugmyndaflugið í lagi. Sem betur fer hafa leikararnir einnig haft smávegis að segja um persónusköpun. Það er auðvita ekkert til að bera saman við eins og var í Stargate SG1. Þar voru persónurnar í myndinni til hliðsjónar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband