Leita í fréttum mbl.is

Ferðasaga frá Nýja Sjálandi. Lagt af stað....

Fyrir rúmlega 15 árum lá leið mín til Nýja Sjálands sem skiptinemi. Þetta var mín fyrsta ferð til útlanda þannig að ég var mjög spennt. Það var reyndar mikil óvissa um hvort skiptinemarnir fengju að fara vegna ástandsins við Persaflóa. Það stoppaði okkur ekki, þannig að í janúar 1991 fór ég og 7 aðrir skiptinemar til Nýja Sjálands 6 stelpur og 2 strákar, ég man ekki hvað þau heita öll þarf að kíkja í myndaalbúmið. Flogið var Ísland - Danmörk, Danmörk - Austurríki, Austurríki - Singapore, Singapore - Nýja Sjáland og innanlands á Nýja Sjálandi, Auckland - Napier. Þetta ferðalag tók 48 tíma, þar af voru 26-28 tímar í flug og hvergi gist á leiðinni.

Flugið til Danmerkur var mér mjög eftirminnilegt og tók um þrjá tíma. Ég var alveg skíthrædd við flugtak, sönglaði í hausnum á mér "við hröpum, ég dey" mest alla leiðina og leið nú ekki betur þegar að lendingu kom. Ég var auðvita himinlifandi þegar ég lenti í Danmörku heil á húfi. Á Kastrup fórum við í gegnum tolleftirlit. Annar íslensku strákanna var hávaxinn með sítt ljóst hár og var hann stoppaður. Aumingja hann. Mamma hans hafði keypt handa honum tannkrem sem var enn í kassanum óopnuð. Tollararnir höfðu mikin áhuga á tannkremstúpunni, og ekki minnkaði hann þegar ég og 3 af stelpunum forðuðum okkur, kíktum svo fyrir horn og hlógum eins og vitleysingar. Greyið stráknum fannst þetta ekkert fyndið.  

Í Danmörku þurftum við að bíða í nokkra tíma eftir næsta flugi. Það var með Singapore Airlines sem er besta flugfélag sem ég hef flogið með. Á meðan ég beið eftir fluginu rölti ég um Kastrup með ferðafélögum mínum. Það sem mér fannst skrítnast við Kastrup, alþjóðlegur flugvöllur, að starfsfólkið í búðunum virtist tala litla sem enga ensku. Danir eru Danir, en samt! Þegar þotan sem flogið var með til Singapore með stuttu stoppi í Austurríki var komin að hliðinu sátum við bara og biðum. Mér fannst mikið til vélarinnar koma því að hún var alveg ótrúlega stór og tók þvílíkan fjölda farþega. Mig minnir yfir 600. Fljótlega fór fólk að týnast inn í brottfararsalinn. Þar á meðal Gunnar fararstjóri sem var sænskur ef ég man rétt og skiptinemar frá hinum norðurlöndunum. Greiðlega gekk að koma farþegum inn í vélina og þegar ég var sest gat ég nú virt fyrir mér þessa stærðarinnar þotu. Það var mikil stemming í hópnum enda allir spenntir fyrir ævintýrinu framundan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

koma með framhald maður bíður spentur ; )

anna (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband