Leita í fréttum mbl.is

Rockstar Supernova

Þegar ég vissi að Dilana tæki Time after time lagið hennar Cyndi Lauper þá gat ég ekki beðið eftir að sjá hvernig hún kæmi því frá sér. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Seinni hlutinn af laginu var kraftmeiri hjá henni og ég fékk bara gæsahúð. Hún er alveg svakalega góð. Hann Magni sýndi á sér nýja hlið í þáttunum þar sem hann stóð með gítarinn og söng. Það var ekkert sett út á sönginn en þeir vildu meiri kraft í sviðsframkomuna. Sleppa gítarnum. Mér fannst þetta mjög flott hjá honum. Hann stóð sig líka mjög vel sem liðstjóri þegar þau áttu að semja texta við lag og flytja það fyrir Supernova. Það kom í ljós hverjar prímadonnurnar eru.

Mér fannst það nokkuð augljóst að Phil yrði sendur heim en ekki Zayra þegar þau tvö voru orðin eftir. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér, en hún hefur svo miklu meira skemmtanagildi fyrir gömlu rokkarana en Phil. Það er annaðhvort það eða hún er búin að sofa hjá þeim öllum.Glottandi Ég get reyndar ekki beðið eftir því að sjá hvað hún tekur upp á að gera næst. Það má nú samt alveg taka upp hanskann fyrir Zayru því að hún var alveg jafn hissa og allir aðrir yfir því að vera ekki send heim.

Þegar Toby var á sviðinu þá var eitthvað við hann sem fór í mig. Mér fannst hann bara ekki nógu góður. Bróðir minn kom svo með fullkomna lýsingu á því sem mér fannst vera að. "Hann var bara eins og górilla á sviðinu". Nákvæmlega. Mér finnst að hann þurfi aðeins að spá meira í hvernig hann lítur út og hreyfir sig. Uppfæra fataskápinn hjá sér aðeins.

Þangað til næst.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 21056

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband