Leita í fréttum mbl.is

Ekkert nýtt af nálinni....

Ég var að hlusta á þetta, gat ekki heyrt neitt sem benti til að hún væri að "spauga".

Ég og mínir skólafélagar urðum fyrir barðinu á óprúttnum fréttamanni fyrir mörgum árum. Hann bjó til fréttir um hvað hverfið sem ég bjó í og skólinn sem ég var í væri fullt af ólátaseggjum, fyllibyttum og dópistum. Þessi "fréttaflutningur" skemmdi möguleika margra að komast í framhaldsskóla utan hverfisins.

Hann "tók" viðtal við dreng sem "slapp" úr þessum sora, í því kom fram að útskriftarárgangurinn (árgangurinn minn) og fyrrverandi skólafélagar drengsins væru fyllibyttur og dópistar, að hann hefði verið heppin að sleppa frá þessu lýð og fara í nýjan skóla.  Þetta "viðtal" var birt í DV. Það kannaðist enginn af okkur (kennurum og nemendum) við að það hefði einhver hætt í skólanum þetta árið og fært sig í annan. 

Hann fór í leiktækjasal og tók viðtöl við krakka sem virtust vera mestu ribbaldar. Það bjó enginn af þessum krökkum í hverfinu, hvað þá að það væri í skólanum mínum. Enginn leiktækjasalur í hverfinu.

Málið endaði þannig að "fréttamaðurinn" þurfti að biðjast afsökunar á þessum rógburð í sjónvarpinu. Ég var samt mörg ár á eftir að heyra fólk tala um hvað við hverfið væri hættulegt.

Það var nú ekki hættulegra en svo að þegar ég var að passa um helgar, þá labbaði ég ein heim um miðja nótt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af neinu.

Þangað til næst.... 


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ekki segja sjaldan fellur eplið langt frá eikini

Hannes Halldórsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband