Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Idol fordómar....

Það var vetrarfagnaður á laugardaginn í vinnunni.

Fyrst var mætt í partý á skrifstofunni. Þar beið okkar vín, snakk, veitingar og ágætis tónlist. Teitið byrjaði klukkan 19 og var ég mætt 20 mínútur yfir. Það voru nú ekki margir mættir. Svo eins og sönnum Íslendingum sæmir fór liðið að skríða inn 10 mínútur í átta. Það var spjallað, drukkið og borðað til korter yfir níu. Rútan sem fór með okkur á Broadway komin. Markmiðið var að koma nógu snemma til að fá borð á góðum stað.

Við fengum ágætis borð þó svo að ég hafi nú ekki séð mikið úr sætinu mínu, ekki að það hafi skipt miklu máli þar sem ég var fyrst og fremst komin til að hlusta á tónlistina. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá vorum við á  sýningunni George Michael í 25 ár með Friðrik og Jogvan.

Mig hlakkaði mikið til að hlusta á hann Friðrik. Hann er svo góður söngvari og skemmtikraftur. Sá Björgvin Halldórsson sýninguna í fyrra og hann Friðrik gjörsamlega stal senunni. Ég var nú ekki spennt yfir því að heyra hann Jogvan syngja. Hann kom mér skemmtilega á óvart, komst að því að ég var haldinn allsvakalegum idol fordómum gagnvart honum. Cool Skil alveg stelpurnar sem féllu fyrir honum í Idolinu á sínum tíma. Hann er algjört krútt. Wink Ekki má svo gleyma bakradda söngkonunum á sýningunni. Það var Hera og önnur frábær söngkona sem ég á að vita hvað heitir en man það bara ekki. Fór inn á heimasíðuna hjá Broadway til að komast að því. Neibb, hvorki Hera né hún eru nefndar þar. Bömmer.

Hera og Friðrik tóku "I knew you were waiting" saman. Vá maður Aretha má sko passa sig. Mér hefur alltaf þótt Hera æðisleg og ekki varð ég fyrir vonbrigðum.

Jogvan og hin söngkonan tóku líka lag saman, en ég man ekki hvaða lag það var frekar en ég man hvað söngkonan heitir. Ef einhver getur upplýst mig um nafnið á henni yrði ég mjög fegin.

Sýningin byrjaði klukkan 22 og stóðí tvo tíma. Það voru eitt eða tvö lög sem ég þekkti varla en ég er ekki hardcore aðdáandi þannig að það breytti engu fyrir mig. Sýningin var vel heppnuð og augljóst að allir sem komu að henni höfðu gaman að.

Þangað til næst....


Eiginhagsmunasemi

Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgið mér í vil. Einmitt, best að láta liðið kjósa núna svona ef ske kynni að því snérist hugur. Wink

Bara fyndið, en víst dýrt spaug.

Þangað til næst....


mbl.is Danir að kjörborðinu 13. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningsleysi....

....hjá mér.

Ég skil ekki fólk sem ekur undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna.

Ég skil ekki fólk sem lemur annað fólk.

Ég skil ekki fólk sem misnotar annað fólk.

Ég skil ekki fólk sem misnotar börn.

Ég skil ekki fólk sem misnotar völd.

Ég skil ekki fólk sem selur eiturlyf.

Ég skil ekki stríð.

Ég skil ekki fordóma.

Ég skil ekki hryðjuverk.

Ég skil ekki þjóðarmorð.

Ég er eitthvað skilningslaus þessa dagana.

Þangað til næst....


Bjór fyrir fartölvu....

....bara fyndið.

Brewer offers lifetime's beer for laptop

WELLINGTON, New Zealand --A New Zealand brewer is offering a lifetime supply of free beer in exchange for the return of a laptop stolen in a break-in.

Croucher Brewing Co. co-owner Paul Croucher said Friday the computer contains "all our financials" as well as label designs for new beers and business contacts.

"So we decided that if anyone does come into possession of it we'll be happy to offer them a reward -- a dozen (bottles) of beer a month for the rest of their life," he said.

Croucher estimated the total value would likely be about $19,500 for a lifetime of beer. Since making the offer, "plenty of people" had called to say they were looking for the computer, he said.

"Opportunistic kids and a flimsy padlock" resulted in the theft, he said.

Coucher said he was optimistic the free beer offer would lead to the return of the stolen computer. "We'd love it back. We're at such a critical stage in our little business that every hit like that is quite big," he said.

The microbrewery in the central North Island tourist town of Rotorua currently ships 160 gallons of its three beers -- an English-style pale ale, Czech-style pilsner and a cloudy German wheat beer -- each week.

New Zealand winemaker Montana called to warn the brewery owners to make sure the terms of their free beer reward were precise. The winery had a difficult legal wrangle with the winner of an offer of five years' free wine who tried to extend the supply.


Úps....

....ég svaf yfir mig í morgun. Pinch

Held að það sé einhver pest að ganga á moggablogginu.

Þegar ég kíkti inn á bloggið áðan þá blasti við mér að Ragga nagli og Jóna sváfu báðar yfir sig í önnur í gær og hin í morgun.

Vona að mogginn gefi ekki út einhverja yfirlýsingu þess efnis að við þurfum að halda okkur frá þeim bloggurum sem sýnt hafa einkenni svo ekki brjótist út faraldur.

Þangað til næst....


Snúður....

....af því að ég hef ekkert skrifað um "litla" krílið lengi

Ég hef verið mjög samviskusöm, farið með Snúð til dýralæknis og látið gera allt sem telst nauðsynlegt fyrir ketti. Bólusetning búin og næsta skref að láta gelda hann og örmerkja.

Ég pantaði tíma í byrjun september til að láta gelda og örmerkja. Bræðrum mínum til mikillar skelfingar. Aðallega þó Gísla. Honum fannst ég ótukt að láta taka eistun á honum Snúð og vorkenndi honum ógurlega. Verst þótti honum þó tilhugsunin um að Snúður kæmi ekki til með að sakna þeirra þar sem hann hefði varla vitað að hann væri með þau.

Dagurinn fyrir aðgerðina var ósköp venjulegur. Ég í sumarfríi þannig að ég gat nú aldeilis dekrað við Snúð. Um kvöldið tók ég matinn frá honum þar sem hann átti að fasta frá miðnætti. Þurfti ekki að taka vatnið þar sem hann drekkur bara beint úr krananum.  Hann kvartaði ekki mikið yfir matarleysinu.

Þá rann stóri dagurinn upp, Snúður rúmlega 5 mánaða að fara í fyrstu og vonandi einu aðgerðina á ævinni. Ég mætti galvösk með hann og fékk að fara á bakvið með hann. Honum leist mjög vel á kanínuna sem var í búri sem við löbbuðum framhjá en varð svo fyrir vonbrigðum þegar hann var settur í búr langt frá henni. Mér var tilkynnt að ég gæti sótt hann um klukkan fimm.

Ég gerði ráð fyrir að Snúður yrði hálfmeðvitundalaus þegar ég kæmi til að sækja hann og gæti bara sett hann upp í rúm og verið í afslöppun þegar heim kæmi. Að minnsta kosti hafa kettir sem eru að koma úr aðgerðum þegar ég hef verið á Dýralæknamiðstöðinni eiginlega verið meðvitundalausir.

Nei takk. Það tók starfsmanninn sem kom með Snúð nokkrar tilraunir að koma honum í búrið sitt. Svo lá hann með hausinn klesstan við grindina sem lokar búrinu með fulla meðvitund. Honum þótti svakalega gott að láta klóra sér á hausnum og reyndi gjörsamlega að troða honum út í gegnum rimlana. Hann hafði fengið verkjalyf sem sást á augunum á honum. Augasteinarnir útþandir. Það síðasta sem mér var sagt áður en ég fór með hann heim var að ég mætti gera ráð fyrir að hann borðaði ekki neitt í bráð.

Þegar heim var komið setti ég hann upp í rúm gerði ráð fyrir að hann svæfi vímuna úr sér. Snúður var ekki alveg sáttur við það vildi komast niður á gólf en gat það ekki hjálparlaust. Þegar ég var búin að setja hann á gólfið skjögraði hann fram. Fæturnir, rófan og gólfið flæktust mikið fyrir honum. Stefnan var tekin á matinn. Ég hafði ekki fyllt á hann síðan kvöldið áður þannig að ég hljóp með skálina inn í eldhús og fyllti hana, við mættumst svo á miðri leið. Einmitt, hann borðar ekki neitt í bráð. Hefur örugglega hugsað þegar ég setti hann upp í rúm "Hvað ertu að gera stelpa. Ég er ekki syfjaður, ég er svangur." Angry

En þetta var rétt að byrja. Eftir mikið át fór hann að rölta um, réttara sagt staulast þar sem hann stóð varla í lappirnar. Sá auðvita íbúðina í nýju ljósi, svona útúr dópaður. Ég vorkenndi honum svo mikið þar sem heimilisfólkið stóð og hló að göngulaginu á honum að ég tók hann í fangið. Þar leið honum greinilega ágætlega og kom sér vel fyrir. Svo labbaði ég um og ruggaði honum eins og ungabarni. Ef ég stóð kyrr eða settist fór hann að brjótast um og vildi komast niður á gólf.  Frekar erfiður sjúklingur.

Um kvöldið fór hann að hressast og víman að renna af honum. Hann lék sér, hljóp um og réðst á kálfana á fólki sem átti sér einskis ills von. Sem sagt heimilisfólkinu. Ég fékk lítinn svefnfrið um nóttina þar sem Snúður lék sér að öllu sem hann komst í. Ég var sem betur fer í sumarfríi.

Daginn eftir var yndislegt að horfa á hann labba. Með sauma á viðkvæmum stað og göngulagið eftir því.

Síðan eru liðnir einn og hálfur mánuður. Hann er orðin um 4 kíló rúmlega sex og hálfs mánaða, var 1250 grömm 9 vikna. Þannig að litla krílið mitt er ekki lengur lítið. Smile

Þangað til næst....


Ónei....

....ég er að verða hinn versti fréttabloggari. Blush

Stóð mig að því áðan þegar ég las fyrirsögnina "Tannbursti fjarlægður úr nefi konu á Indlandi" og las fréttina að mig langaði svo að blogga um hana. Stóðst reyndar freistinguna, ekki þó öðruvísi en það að hérna er ég að skrifa um staðfestu mína við að standast freistingar þær sem mbl.is skellir framan í mann með svona fyrirsögnum.

Mér leið alveg svakalega illa þegar ég las fyrirsögnina "Leit að geimverum hafin í Kaliforníu" sem er inni á Tækni og vísindi á mbl.is og gat svo ekki bloggað um fréttina. Það var ekki tengill til þess. Skil reyndar hugsunina á bæ moggafólks þar sem athugasemdakerfið hefði örugglega sprungið ef það hefði mátt. Fyrirsögnin æpir á mann "skrifaðu eitthvað sniðugt". Mér datt nú reyndar í hug að þeir þarna í Kaliforníu væru að leita langt yfir skammt þar sem Hollywood væri nú full af geimverum. Ef stór hluti af fólkinu þar er ekki frá öðrum hnetti þá veit ég ekki hvað. Grin 

Fréttin er um gangsetningu fullt af útvarpssjónaukum (radiotelescopes) sem notaðir verða til að afla upplýsinga langt utan úr geimnum.

Ef ég væri geimvera forðaðist ég það í lengstu lög að láta mannfólkið vita af mér.

Annars er ég viss um að við séum bara tilraunadýr eða peð í leik hjá einhverjum sem fylgjast með okkur og grenja af hlátri yfir vitleysunni í okkur.

Þangað til næst....


Yndisleg frétt....

....og myndin sem fylgir fréttinni hreint út sagt frábær.

Það er svo gaman þegar fólki dettur svona í hug.

Ég sé þetta alveg fyrir mér, dansararnir í þvílíkum hlífðargöllum (svo þær fái nú ekki flísar úr timbursúlunum) þannig að liðið sem flykkist á "nektar"súludansinn í fjósum og fjárhúsum landsins verður aldeilis fyrir vonbrigðum. LoL

Þangað til næst....


mbl.is Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektardansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dejavu all over again....

....eða hvað.

Þetta eru nú bara smáglæpir miðað við hans "glæpa"sögu. Hann var sýknaður af morðinu á eiginkonu sinni og vini hennar. En þvílíkur farsi.

Er þetta kannski athyglissýki hjá honum.

Spurning hvort hann sé "glæpon" hafi bara ekki náðst aftur fyrr en nú.

Ætli þessum réttarhöldum verði sjónvarpað.

Það var ótrúlega fyndið að sjá réttarhöldin vegna morðanna. Ég var í Ameríkunni þegar þó voru að taka enda. Fólk var að hneykslast á því að eitthvað vitni sem hafði setið fyrir svörum í vitnastúkunni ári áður og var nú endurkallað mundi bara ekki hverju það hafði svarað. Ég man varla hvað ég borðaði í gær.

Ég hélt að hann yrði dæmdur sekur fyrir morðin á sínum tíma. Aumingja fólkið sem sat í kviðdómi þá. Var örugglega orðið hálfgeðveikt á setunni, komið á róandi lyf, með magasár útaf ringulreiðinni sem líf þeirra var orðið, gafst upp á endanum og ákvað slá þessu öllu upp í kæruleysi og sýkna manninn. Wink

Þetta er auðvita ekkert hlátursmál, en ég verð nú bara að hlæja að vitleysunni í þessum manni.

Þangað til næst....


mbl.is Vitorðsmaður O.J Simpson ætlar að vitna gegn honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílabíó....

Ég fór að passa Sigþór og Bergþór á miðvikudagskvöldið þar sem foreldrarnir ætluðu í bílabíó.

Þegar ég var nýkomin úr vinnunni hringdi Ragnhildur og tilkynnti mér að ég yrði að mæta í kvöldmat þar sem Óli keypti súperhamborgara (140g). Jú, jú. Ég "neyddist" víst til að koma fyrr en áætlað var. Wink Hamborgarar með beikoni og alles.

Þegar ég var mætt á svæðið fór Óli að undirbúa hamborgaraeldunina. Rosa erfitt, tekið upp George Foreman grillið og því stungið í samband. Eftir 1 stk. risahamborgara og smá franskar valt maður á hlið út af stólnum í eldhúsinu. Ég sá fram á að það besta fyrir mig í stöðunni væri að fara með strákana í bað svo að ég freistaðist ekki til að narta í franskarnar sem voru eftir handa Ragnhildi og Davíð.

Úr baði var farið í spiderman nærföt, Sigþór í Harry Potter náttföt og Bergþór í súpermann náttföt með skikkju um hálsinn. Ég skreið svo með þá upp í sófa til að lesa og ekki leið á löngu þar til Skuggi var mættur. Hann kom sér fyrir í fanginu á mér og malaði og malaði.

Síðan var skriðið upp í hjónarúm lesið smá og svo upp í koju. Ég lagðist í neðri kojuna með honum Bergþóri og var ekki lengi að steinsofna. Já ég. Svaf reyndar ekki nema í rúman hálftíma en hefði gjarnan viljað sofa lengur.

Mér til mikillar gleði datt ég inn á TCM þar sem var verið að sýna Victor/Victoria með Julie Andrews. Æðisleg mynd. Þegar hún var alveg að verða búin, um 11, duttu Ragnhildur og Óli inn um dyrnar. Bíddu, bíddu. Ég átti nú ekki von á þeim fyrr en um 12. þau gáfust víst upp á bíóinu eins og margir aðrir og yfirgáfu svæðið.

Þetta var víst ferlega misheppnað bílabíó. Talið 2 mínútum á eftir og einhverjir kastarar fyrir ofan vegginn sem myndinni var varpað á, kveikt á þeim og þeim var beint í átt að áhorfendum sem þurftu að píra í gegnum ljósin á myndina. Frekar leiðinlegt þar sem það var greinilega hörkustemming fyrir þessu sem sást á góðri mætingu.

Niðurstaðan hjá þeim hjónakornum varð að þau hefðu betur setið heima og horft á Victor/Victoria með mér.

Þangað til næst....


Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 21029

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband