Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Snúður....ofdekraður kettlingur

Ég er að slást við hann Snúð. Hann er nú þegar búin að eyða út einni fSnúður 042ærslu áður en ég gat vistað hana. Getur ekki látið tölvuna í friði. Eins og sést. Hafði mikið fyrir því að tæla hann í burtu af tölvunni. Hann er mjög áhugasamur einmitt núna. Heyrir hljóðið í lyklaborðinu þegar ég pikka þetta inn. 

Snúður er líka frekar sérvitur. Borðar ekki matinn sinn nema að það séu tvær skálar með mat. Skrítið en satt. Um leið og ég tek aðra skálina til að reyna að venja hann af þessu hættir hann að líta við matnum.

Snúður er snyrtipinni. Finnst ég ekki nógu þrifinn þannig að hann rótar reglulega moldinni upp úr pottinum með drekatrénu svo ég ryksugi nú örugglega.

Snúður fær bara að fara út á verönd þar sem hann er enn svo lítill. Ég er enn að ákveða mig hvort hann verður inni eða úti kisa. Ég hallast að hann verði inni kisa. Kemur bara í ljós þegar hann verður eldri.

Eins og fólk veit þá eru kettir næturdýr. Ég hef fundið fyrir því. Snúður sefur og sefur, sem er ekki óeðlilegt fyrir kettlinga, nema á næturnar. Ég hef þurft að hafa lokað inn til mín þar sem hendurnar og fæturnir á mér eru uppáhaldsleikföngin hans, að minnsta kosti þegar ég er að reyna sofa. Það dugar reyndar ekki að loka á hann, hann krafsar í hurðina og mjálmar eymdarlega þangað til ég vakna.

Snúður er mjög hrifinn af blómum. Hann lyktar af öllum blómunum úti á verönd og reyndir svo að éta þau sem honum líst best á. Það er ekki alslæmt.

Því miður hrífst hann jafn mikið af plöntunum hjá mér. Það grynnkar á moldinni í pottinum hjá drekatrénu og hann Snúður reynir að klifra í því. Það er rúmlega tveggja metra hátt í. Mér þykir svo erfitt að skamma hann fyrir þetta, þó ég geri það, því hann verður alveg miður sín og rífur bara kjaft. Æi þið vitið sem eigið kisur hvernig þær mjálma þegar þær bara skilja ekki af hverju er verið að skamma þær og eru sakleysið uppmálað.

Hann reyndar skammast sín pínu þegar ég er að reka hann frá drekatrén því hann skríður út í horn og horfir á mig svo ég fæ samviskubit. Ég reyndi að setja friðarlilju á skrifborðið hjá mér. Ónei. Snúður lét hana ekki í friði. Réðst á blöðin braut þau af og japlaði svo bara á þeim.

Snúður er nú bara kettlingur ennþá. Ekki einu sinni orðin fjögurra mánaða. Hann er góður til heilsunar og stækkar jafnt og þétt. Ég er búin að fara með hann tvisvar til dýralæknis. Fór með hann á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti og lét bólusetja hann fyrir nokkrum vikum. Hann fær svo seinni sprautuna á föstudaginn í næstu viku. Ætla láta gera þetta fyrir helgina svo ég geti hugsað um ef hann veikist eins mikið og hann veiktist af fyrri sprautunni. Svo þarf að gelda hann eftir nokkra mánuði. Hann verður örmerktur um leið og hann verður geldur. Steinunn dýralæknir sagði að það væri best að gera þetta saman.

Þangað til næst....


Sumar og sólbruni....

Ég stóð mig að því að vera óvenju pirruð út í samstarfsfólk mitt í gær. Ég veit að ég var ekki eins brosmild og glaðleg og venjulega.

Þetta var nú samt betur fer ekkert háalvarlegt. Var farin að brosa svona uppúr hádegi. Geri ráð fyrir að pirringurinn stafi nú bara af sólbrunanum síðan á sunnudaginn. Mig sveið svo í bakið eftir að ég var búin að fara í sturtu á sunnudaginn að það hálfa væri nóg. Mér leið líka hálfilla í gærmorgun, með sviða í bakinu og heljarinnar hausverk.

Ég vona að vinnufélagarnir hafi nú ekki hlotið varanlega skaða af pirringnum í mér.

Ekki er ég mikið skárri í dag, að minnsta kosti ekki í bakinu. Langar bara að fara heim, leggjast upp í rúm með þunnt lak á bakinu. Aumingja ég. Crying Hefði kannski ekki átt að skamma hana mömmu svona mikið fyrir að brenna um daginn. Mér er að hefnast fyrir það.

Mömmu þykir greinilega mjög gaman að þjáningum mínum, hún reynir að halda í sér hlátrinum þegar ég er að aumka mér og heldur að ég sjái það ekki. Shocking Enga samúð þar.

Þangað til næst....


Sumar og sól....

Mikið hafði ég það rosalega gott í dag. Skrapp í Nóatún og keypti hamborgara í hádeginu og voru þeir grillaðir og hafðir í hádegismat.

Eftir matinn lagðist ég bara út á verönd, bar á mig sólvörn og fór að lesa Ísfólkið. Sneri mér reglulega og bar á mig sólvörn svo ég brynni ekki. Mikið ofboðslega var ég bjartsýn. Ég þarf sólvörn með súperstyrk. Ég brann s.s. á bakinu. Svíður pínu. Annars er ég fín, kannski smá rauð í framan. Þetta kemur af því að vera rauðhærður. Ég verð alltaf að passa mig rosalega vel í sólinni. Hef reyndar ekki lagst út í sólbað í mörg ár. En maður freistast í þessu yndislega veðri sem hefur verið í dag og undanfarna daga.

Ekki má heldur gleyma honum Snúð. Hann fékk að fara út, fer reyndar bara út á verönd þar sem hann er svo lítill ennþá og hann á eftir að fá seinni bólusetninguna. Það var alveg rosalega erfitt fyrir hann að vera úti. Allar þessar flugur sem hann náði ekki í. Eymdarmjálmið í honum var bara fyndið. Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar hann fór að eltast við býflugu, en býflugan hafði sem betur fer vit fyrir honum og forðaði sér.

Þegar leið á daginn fór að hægjast á Snúð, á endanum kom hann sér bara fyrir í skugga og fékk sér að drekka einstöku sinnum. Því auðvita var skál með vatni handa honum út á verönd. Ekki annað hægt í þessum hita. Þegar þetta er skrifað liggur hann bara og sefur. Alltof erfitt að vera allan daginn úti.

Það er svo gaman þegar veðrið leikur við okkur.

Þangað til næst....


Afmælið hans Bergþór....Snúður ekki sáttur

Hann varð þriggja ára í gær hann Bergþór frændi og var haldin hamborgaraveisla í tilefni þess.

Það var nánast allur maturinn kominn á borðið þegar ég kom. Alveg svakalega girnilegt. Afmælisbarnið var týnt, bara einhverstaðar úti að leika sér með stóra bróðir sínum honum Sigþóri. Þegar þeir komu inn hafði hann Sigþór meiri áhuga á afmælisgjöfinni hans Bergþórs en hann sjálfur. Þetta var ekki dót þannig að það er ekki furða.

Það voru humarhalar í forrétt og þegar þeir voru tilbúnir var boðið til borðs. Nammi, namm. Humarhalar með hvítlaukssmjöri og snittubrauð. Æðislegt. Afmælisbarnið settist við hliðina á mér þar sem hann vildi spiderman disk. Ég gaf honum fisk (humar) og fannst honum hann bara góður, borðaði reyndar helling af snittubrauði með bræddu hvítlaukssmjöri.

Síðan skellti maður sér í hamborgarann. Það var ógrynni af meðlæti. Grænmeti, svissaður laukur, sveppir og beikon. Já og líka ofnbakaðir kartöflubátar. Maður fékk sko nóg að borða. Bergþór vildi nú bara hálfan hamborgara með tómatsósu og hamborgarasósu, endaði á því að borða hálfan hálfan hamborgara. Fyrir þá sem ekki skilja s.s. fjórðung af hamborgara. Smile 

Hann Bergþór er sko næturugla, reynir allt til að halda sér vakandi á kvöldin.

Þegar maturinn var búin fórum við kvenfólkið, ég, mamma, Anna og Ragnhildur að taka af borðunum. Á meðan dreifði karlpeningurinn sér um húsið og slappaði af. Nema reyndar Óli því hann fór með Sigþór í bað og var á leið til að svæfa hann. Ég reyndi mikið til að fá Bergþór til að fara upp í bað. Nei alltof mikið fjör niðri til þess.

Að lokum tókst það þó og ég henti honum í bað. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef sett hann í bað og hann beðið um að fá að fara uppúr. Hann var nú líka uppgefinn. Eftir baðið var farið í hrein nærföt, auðvita og svo í spiderman bol og stuttbuxur. Svo var farið upp í hjónarúm og lesið Herra Afmælisdagur. Eins og áður kemur fram reynir hann allt til að halda sér vakandi. Að lokum bað hann mig um að koma með sér inn í koju og liggja hjá sér. Sigþór var alveg steinsofandi og eftir mikla baráttu við sjálfan sig, sofnaði Bergþór.

Eftir að hafa setið smástund niðri í eldhúsi með mömmu, Önnu og Ragnhildi var haldið heim.

Snúður var sko ekki sáttur við að hafa verið einn heima nánast allan daginn, og fékk ég að finna fyrir því. Það var stokkið á mig og reynt að klifra upp með mér. Hann réðst á hendurnar á mér og reyndi að bíta mig, þegar það tókst beit hann virkilega fast. Fanturinn. Hann er auðvita bara með CKS á háu stigi. Ég hugsa að ég lifi það alveg af ef hann lagast með aldrinum. Wink

Kisi var greinilega ekki búin að jafna sig í morgun. Hann reyndi að klifra upp með mér þegar ég var að fara í vinnuna og náði að gera lykkjufall í nælonsokkana í gegnum buxurnar.

Ég reyni að þrauka.

Þangað til næst....


Hamfaramyndir....

Mér þykir svo gaman að þeim.  Hvort sem um ræðir náttúruhamfarir, eitthvað yfirnáttúrulegt eða geimverur.

Ég var að fá nokkrar myndir frá amazon.com. Þær komu reyndar ekki allar, þær voru sendar í tvennu lagi. Það komu Supernova, Armageddon, Category 7 og The Final Days of Planet Earth sem er um geimpöddur sem ætla að yfirtaka jörðina.

Ég er sem sagt búin að horfa á Final Days og fannst hún bara nokkuð góð, ágætur húmor í henni og ekki mikið um að maður sjái geimverurnar í sínu rétta formi. Þær eru dulbúnar sem fólk. Það er frekar góð setning í myndinni sem segir allt sem segja þarf. "They´re only bugs,  theyt put humans on one foot at a time". Eða eitthvað svoleiðis. Minnti mig reyndar á MIB þar sem setningin "there is a bug in town wearing a brand new Edgar suit" heyrist. Myndin er líka svolítið skemmtilega vitlaus.

Horfði líka á Supernova og fannst hún ágæt. Svolítið fyrirsjáanleg á pörtum en það var allt í lagi. Virkilega gaman að sjá sólgosin og það sem sneri að sólinn og afleiðingum sólgosanna.

Ég horfði á Category myndina í gær og fannst hún fín. Það er svo gaman að sjá hvernig hetjurnar ná alltaf að bjarga heiminum á síðustu stundu. Það voru reyndar ágætis subplot í myndinni sem gerðu hana skemmtilegri en hún hefði verið bara sem hamfaramynd.Ég horfi svo líklega á Armageddon við tækifæri. Það er alltaf gaman að henni.

Ég horfi líka reglulega á The Core og The day after tomorrow. Finnst þær æðislegar.

Svo er það Event Horizon, sem er kannski meira sci-fi. Það er alltaf gaman að horfa á hana þrátt fyrir hvað hún er ógeðsleg.

Á svo von á 10.5, Category 6 og Asteroid.

Hann Rúnar Páll var nú ekkert voða hrifinn af því að Final Days of Planet Earth yrði pöntuð þar sem Daryl Hannah leikur í henni. Það var ekki fyrr en ég sagði honum að þetta væri Hallmark mynd að hann samþykkti að það gæti verið varið í hana.

Þangað til næst....


Villtist í bíó....óvissusýning.

Ég fer nú frekar sjaldan í bíó, en í ár hef ég sett met. Búin að fara fjórum sinnum, nú síðast á föstudaginn fyrir viku.

Ég bauð ónefndri frænku minni í bíó og fórum við til að sjá Premonition.

 Það var brunað í Háskólabíó, ég hef ekki komið þangað síðan ég veit ekki hvenær. Þegar þangað var komið keypti ég miða á myndina í sal 1, frænka var svo góð að splæsa popp og drykkjarföng. Svo röltum við okkur inn í sal og fengum okkur sæti.

Að venju eru fullt af auglýsingum og sýnishornum sem við horfðum á með einskærri þolinmæði og svo byrjaði myndin.

Bíddu, bíddu. Hvað gengur á, þegar nöfn leikarann birtust á skjánum blasti við okkur nafnið Bruce Willis. Halló, halló, leikur Bruce Willis í Premonition kom hjá okkur. Ónei, við vorum í vitlausum sal eða verið að sýna vitlausa mynd. Þarna var Die Hard 4.0 að byrja. Þar sem viðbrögð í salnum urðu engin vissum við að við værum í vitlausum sal.

Við urðum samt sammála um að við nenntum ekki að athuga með Premonition, hún væri örugglega löngu byrjuð. Allar auglýsingarnar og sýnishornin á undan Die Hard urðu til þess að við komumst að þessari niðurstöðu. Okkur langaði líka alveg til að Sjá hann Bruce í enn einni Die Hard myndinni.

Í hléinu kíktum við út til að sjá í hvaða sal við værum eiginlega. Þá komumst við að því að stóri salurinn í Háskólabíói sem við héldum að væri salur 1 er bara ekki merktur og salur 1 er fyrir innan.

Eftir þessa bíóferð komst ég að þeirri niðurstöðu að hjá miðasölunni ætti að vera teikning með salaskipan í kvikmyndahúsinu, ekki að það hefði breytt miklu. Við Íslendingar lesum nefnilega aldrei leiðbeiningar.

Þetta var alveg ágætis bíóferð og þar sem Premonition kemur út á DVD í Bandaríkjunum 17.júlí þá bíð ég bara eftir að kaupa hana þaðan frekar en að reyna fara aftur á hana í bíó. Hver veit nema ég myndi villast aftur.

Þangað til næst....


Háalvarlegt, Snúður með CKS....crazy kitten syndrome.

Eg fann þessa grein þegar ég var að leita mér upplýsinga um kettlinga á netinu. Þetta er bara lýsandi fyrir Snúð, guði sé lof að ég á engin önnur gæludýr.

Vefsíðan er svo þung að greinin kemur hér fyrir neðan.

Kitten CKS

Crazy Kitten Syndrome

Are the symptoms of Crazy Kitten Syndrome (CKS) happening in your home? Read on to find out.

Tom Schreck

Editor's Note: Writer Tom Schreck, a novice in parenting kittens, shares this humorous plight with other kitten owners living with CKS kittens. He enlists the help of fictional veterinarian Claude Mebalz, DVM.

As I cleaned two pounds of clogged cat hair from my computer mouse recently, the phone rang. Maureen, my wife's teacher-friend, was calling and was clearly distraught. With a quivering voice, she spoke: "Our new kittens ... something just isn't right with them. ... They're, uh, unstable, unpredictable. ...

"Her voice broke and trailed off, but she gathered herself and continued: "The vet says he's seen it a million times and he's sorry, but there's nothing he can do. It's serious, and it may take a long time for them to get over it. They have something called CKS.

"Being somewhat of a freshman in the college of cat people, I had never heard of this disease and though Maureen was now racked in sobs, I anxiously asked: "CKS? What's CKS?

"Maureen sniffed back her tears and bravely said: "Our pets have Crazy Kitten Syndrome and there's no cure." Tragic indeed.

The more Maureen talked, the more frightened I became. My wife Sue and I had just adopted Lucky, our new kitten. Lucky was exhibiting some telltale CKS symptoms. I contacted world-renowned veterinarian and CKS expert Dr. Claude Mebalz to help me understand what our dear Lucky was going through.

As a service to CAT FANCY readers, let me share what I've learned from Dr. Mebalz. No cure exists for CKS yet but through knowledge comes understanding and through understanding there is always a glimmer of hope.

Does your kitten suffer from CKS? Look for these distinguishing symptoms in your kitten now.

Symptom No. 1: Violent Reactions to Inanimate Objects
One recent evening, our home was filled with terror and violence. Without warning, Lucky bounded into the living room, sliding across the hardwood floor until he braked in front of a pizza box.

Slowly, he rose, then became still, as he waited for the pizza box's next move. Before the box could muster a defense, Lucky sprang upon it. Rolling, tossing, slashing and flailing, Lucky led an all-out assault on the innocent box.

It was horrifying to witness. I can only imagine the psychological trauma that pizza box will relive for the rest of its life. "There's no telling the violence and havoc a CKS-stricken kitten can wreak. It goes beyond evil to intense zaniness, and it's not pretty for anyone involved," said Dr. Mebalz from his office at the Center for Kitten Ridiculousness in Harebol, Iowa.

"There's no calculating the loss of pizza boxes, plastic bags and bottle caps every year. It's staggering. After such trauma, these objects are almost never productive again, and they wind up being discarded from society like ... well ... like inanimate objects," he said.

Symptom No. 2: Annoying Adult Cats (Part A)
Most multicat households find a sense of balance as the years go by until CKS strikes and upsets the harmony. In my CKS-ravaged household, Wheezy and Elvis, our two adult cats, became targets of Lucky's wrath.

Wheezy, our 7-year-old rotund cat, happily enjoyed his sedentary lifestyle until Lucky arrived. Now, he has trouble walking across the living room without Lucky paratrooping off the dining room table onto his back. Lucky appears to be under the irrational belief that Wheezy is either an electric bull, like the one in the movie Urban Cowboy, or a 1000cc Harley-Davidson motorcycle.

Perceptions aside, Lucky hurls himself atop Wheezy nearly 100 times a day because he was born to ride or he is seeking free transportation to his food dish. I haven't figured this one out yet.

This type of behavior obviously creates some problems. Wheezy is a self-actualized cat who is quite secure in his identity. He does not believe he is, nor does he wish to be, Lucky's electric bull or a motorcycle. He enjoys his life as a cat. This disparity in perception has been cause of great conflict in our happy home.

Lucky's feelings seem hurt when Wheezy refuses to play the role of public transportation. Wheezy must remember what it was like to go through CKS because he seldom stays angry for long. Instead, he simply struts away like a hibernating bear that just had his winter nap shortened by two months. Wheezy is displaying maturity, Dr. Mebalz said.

"Older cats will often demonstrate sympathy for the CKS kitten and not retaliate. We are not sure if this is because of maturity or simply the sedating effect of Wheezy eating 6,000 calories a day and sleeping in excess of 23 hours per day," he said.

Symptom No. 3: Annoying Adult Cats (Part B)
Elvis, our 8-year-old cat, let Lucky know from the start he would not tolerate his ride-upons or having his tail used as a speed bag in a boxercise program. Taking on the role of mentor, Elvis taught Lucky two important lessons within the first half-hour of introductions:

1. Lucky, repeat after me, Elvis' tail is not a toy.
2. Always keep your left paw slightly higher to successfully block Elvis' powerful right hook.

Despite some minor negative feedback from annoyed older cats, Lucky and other CKS kittens seem to enjoy themselves most of the time.This area has been the center of Dr. Mebalz's research in the past decade.

"We've hooked up brain electrodes to measure the quantity of pleasure waves in CKS kittens while they are actively annoying larger, older cats. All our data points to the same conclusion they love it! More than anything else," he said.

Symptom No. 4: CKS Wind Sprints
Without cause, CKS kittens gleefully break into full-fledged wind sprints throughout the day. Several theories exist to explain this unusual phenomenon. But only one offers a long-range explanation.

"Cat sport psychologists believe kittens think if they work very hard they may qualify for the Cat Olympics to be held in India (Katmandu). These wind sprints, in the mind of the CKS kitten, are preparation for those games. Their rationalization is flawed, however, because there is no freakin' cat olympics. These little animals are really, really wacky," Dr. Melbalz said.

Symptom No. 5: Hallucinations
Lucky often has trouble with reality. Unfortunately for me, I am often the source of his hallucinations.

For some reason he views my ears as malformed potato chips that beckon to him to sneak up from behind while I'm deeply entranced in my 14th hour of cable television. Suddenly, I am roused by the sensation of mini-daggers piercing my ears. The only positive consequence is I can now hang my wife's earrings from various parts of my ears, displaying a 1980s retro punk look I'm sure will come back into vogue.

Mornings seem to be the peak times for Lucky's hallucinations. As I lie in bed trying to steal an extra 15 minutes of snooze time, dreaming of how much I love my job (hey, my boss reads CAT FANCY), Lucky takes flight and lands on my bed.

Through his aerial recognizance, he spies my leg and foot moving under my beloved comforter. His hallucinations, however, cause him to view my limbs as a terrible electric eel with an ugly head with five stubby tentacles. Determined to "save" me, Lucky heroically attempts to rid his world of this beast by repeatedly stabbing it in the head with his jagged claws until it relents, gets up and takes a shower.

Lucky displays other disturbing mental symptoms. His moods change as often as Cher changes costumes during a single performance. One minute, he joyfully prances on top of our buffet and playfully destroys irreplaceable family heirlooms. Then he will lovingly curl up on my chest to take a nap. Now what's up with that?

But here's the worst part. Lucky refuses to talk to us about his symptoms. I suspect he is sharing his plight with other disenfranchised CKS sufferers over the Internet on our computer when we're not at home. Who knows what they are scheming.

Perhaps I worry too much as a parent, not all together uncommon for those of us with CKS kittens. Dr. Mebalz, however, does console me with his belief that there is hope for the future.

"CKS is so prevalent we are not sure what exactly to do. Our early findings show symptoms seem to lessen after about 10 to 12 months for many CKS kittens," he said. "Of course, there are always relapses and flare-ups. In the meantime I recommend all family members get involved with support groups like KA Kittens Anonymous. Remember, the first step is always admit you are powerless."

Yes, so true. Powerless over a crazed and spastic kitten, I readily admit. For now, I'll learn to adapt and live with CKS. Time is on my side ... and wearing earmuffs on the couch isn't so bad.

Það er þá vonarneisti fyrir hann Snúð minn.

Þangað til næst....


Snúður, Sigþór, Bergþór og afbrýðissemi....

Það var mikil spenna sem myndaðist þegar Sigþór og Bergþór vissu að ég væri komin með kisu. Þeir komu í heimsókn og urðu alveg dolfallnir af Snúð. Þeir eiga reyndar líka kisu sem heitir Skuggi, en þeir fengu hann ekki fyrr en hann var orðin 7 mánaða og verður hann þriggja ára nú í Júlí (að ég held). Þau voru því ekki skrítin viðbrögðin sem þeir sýndu við að sjá þetta littla kríli, rétt 7 vikna. Bergþóri fannst hann algjört krútt og Sigþór sagði að Skuggi gæti nú alveg verið pabbi hans. Þeir eru svo skemmtilegir bræðurnir.

Þeir vildu auðvita leika sér með Snúð en hann var ekkert hrifinn af því. Þeir eru vanir mikið stærri ketti og kunna ekki að meðhöndla svona lítið kríli.

Þarsíðustu helgi komu bræðurnir í heimsókn á meðan Ragnhildur og Óli fóru eitthvað að snúast. Við vorum auðvita úti á verönd þar til við fukum inn. Þá var farið niður til að horfa á Latabæ, Snúður var ekki par hrifinn af athyglinni sem strákarnir fengu, varð ofboðslega afbrýðissamur og lá inni á baði fyrir framan sturtuna á uppáhaldsbaðmottunni sinni og hreyfði sig ekki fyrr en seint um kvöldið þegar strákarnir voru löngu farnir. Hann tók mig ekki í sátt fyrr en daginn eftir.

Mér leiðist ekki á meðan ég hef Snúð.

 Þangað til næst....


Leti og Snúður....

Aldeilis hvað ég hef verið hryllilega löt við að skrifa. Ég hef varla farið inn á bloggið mitt síðan það þurfti að breyta lykilorðinu hjá notendum. Hmm. Eins og áður kemur fram, leti.

Annars er það að frétta að ég er komin með kisu. Hann heitir Snúður og er nýorðin þriggja mánaða, er fæddur 30.mars. Mamma hans hún Músmús dó þannig að ég fékk hann frekar ungan, ekki nema tæplega 7 vikna. Pínulítill og svakaleg dúlla. Hann stækkar ört en er ekkert minni dúlla.

Hann var bólusettur um daginn og varð ekkert smá veikur. Hann lá bara, hreyfði sig lítið og gat varla lyft höfði. Eymdarmjálmið sem kom frá honum var frekar erfitt að hlusta á. Ég gerði lítið annað en að strjúka honum. Ég veit ekki hvort það hafði einhver áhrif á Snúð, en það róaði mig allavega.

Ég hugsa að sumir haldi mig hálfskrítna (ekki það að ég mótmæli því eitthvað) en þegar Snúður var um 9 vikna þá var hann alltaf hnerrandi. Eitt kvöldið hnerraði hann 15-20 sinnum og morgunin eftir hringdi ég í Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti og spurði ráða. Ég mæti með Snúð eftir vinnu og fékk að vita að ekki væri hægt að bólusetja svona lítil kríli. Dýralæknirinn sprautaði hann með einhverju sýklalyfi og B-vítamíni. Sýklalyfið fékk hann því að það er til eitthvað kattakvef sem er frekar þrálátt ef kisurnar fá það áður en þær eru bólusettar. Sem betur fer hætti hann að hnerra. Annað hvort virkaði sprautan sem hann fékk, eða hann var með ofnæmi fyrir kattasandinum sem ég keypti. Ég nefnilega keypti aðra tegund hjá dýralækninum sem er alveg frábær, hvítir steinar og bláir kristallar. Þetta dregur í sig hlandið og er alveg lyktarlaust.

Snúður er reyndar algjör hetja, kippti sér ekki upp við að vera sprautaður. Það kom svo annað á daginn þegar honum var gefin ormahreinsitaflan. Dýralæknirinn gerði þrjár tilraunir við að koma töflunni upp í hann en alltaf kom hún út aftur. Á endanum fékk hann bara ormasprautu og var alveg hæstánægður með það. Þvílíkt hvað við vorum vondar við hann (ég og dýralæknirinn) að troða ógeðslegri töflu upp í hann.

Þangað til næst....


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 21036

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband