Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Loksins...

...eða þannig. Það er alltaf leikinn sami leikurinn hjá þessum olíufyrirtækjum í landinu. Hækka eldsneytisverð og lækka svo stuttu seinna. Alltaf er lækkunin þó minni en hækkunin. Svona smá friðþæging.

Þeir eru líka ansi snöggir að hækka þegar verð á olíu í heiminum hækkar, aldrei neinar birgðir til af eldsneyti hjá þeim þá. Fá greinilega eldsneyti sent með Overnight Express á nýja verðinu til landsins. En viti menn, þau skipti sem verð á olíu hefur lækkað eru til svo miklar birgðir hjá þeim að hálfa væri nóg og þeir geta bara ekki lækkað verð á eldsneyti hjá sér.

Þangað til næst.... 


mbl.is N1 lækkar eldsneytisverð um krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli....

Bloggarar! Endilega takið fram hvar þið búið og hvert þið sækið vinnu þegar þið eruð að láta álit ykkar á götumótmælum vörubílstjóra í ljós, hvort sem þið eruð með eða á móti.

Þangað til næst.... 


Snúður er eins árs í dag....

Já hann er orðin stór litla krílið sem kom á heimilið fyrir tæpu ári.

En hann er svolítið furðulegur þessi köttur. Ég ætlaði að vera svaka góð við hann og gefa honum rjómablandaða mjólk. Ekki að hann drekki mjólk. Nei hann vildi heldur ekki það góðgæti. Var bara alsæll með að fá þurrkaðar rækjur sem hann elskar út af lífinu. Mjálmaði eins og óður þegar ég dró nammistautinn fram því að hann veit hvað er í honum.

Annars tekur hann því bara rólega, nuddar sér upp við mömmu sína (mig) í von um að fá meiri rækjur. Þess á milli lætur hann sig hverfa, líklega í rannsóknarleiðangri um húsið eins og venjulega.

Þangað til næst.... 


Snúður....

Ótrúlegt, hann verður eins árs á sunnudaginn.

Man daginn sem ég fékk Snúð þá hvarf hann. Gufaði hreinlega upp. Það var leitað um allt en hvergi bólaði á kettlingnum. Svo datt Rúnari bróðir í hug að hann gæti verið undir skáp í stofunni sem ég hélt að Snúður (þá 6 vikna og 6 daga) kæmist engan vegin undir. Viti menn, þar kúrði kettlingurinn sig og vildi nú ekki koma fram. Eftir þetta var ég með kettlingapels um hálsinn. Hann bjó í hálsakotinu á mér fyrstu mánuðina. Ef ég sat og var að lesa eða horfa á sjónvarpið, svaf hann eða kúrði við hálsinn á mér.

Í dag horfi ég alltaf jafn undrandi á bilið milli gólfsins og skápsins. Hvernig í ósköpunum komst Snúður þarna undir, var hann virkilega svona lítill. Jú, hann var svona lítill. En ég er samt alltaf jafn hissa þegar ég horfi á þennan skáp.

Þangað til næst.... 


Skartgripagerð....

Loksins, loksins er ég byrjuð aftur.

Í fyrra þegar Snúður kom til mín tæplega sjö vikna og pínu, pínulítill þá gekk ég frá öllum verkfærum, perlum, steinum og tilheyrandi inn í skáp. Í raun ekki hægt annað. Hann var og er reyndar enn alveg svakalega forvitin.

Mömmu vantaði skartgripi fyrir afmæli Dúkarafélagsins í febrúar þannig að ég tók allt fram aftur og bjó til festi og lokka handa henni. Mikið ofboðslega átti Snúður bágt. Hvað.. hvað.. handa mér hefði heyrst í honum ef hann gæti talað. Skemmtilegast þótti honum þegar ég var að þræða festina, hann hélt auðvita að hann ætti að eltast við þráðinn og það sem á honum var. Ég var orðin nett pirruð á honum greyinu. Farðu.. hviss.. nei.. hættu þessu vitleysingurinn þinn, var það eina sem hann heyrði frá mér.  Þetta var fyrir þremur vikum.

Síðastliðna viku er ég búin að vera að vinna í að stytta festar, búa til eyrnalokka við festi og gera eina nýja festi. Það  urðu smá slagsmál við Snúð sem enduðu á því að ég lokaði hann inni í íbúð hjá mér. Hann var ekkert smá ósáttur og fékk hurðin að finna fyrir því. krafs.. krafs.. krafs. Ég veit ekki hvernig þetta verður hjá mér í framtíðinni með þessa skartgripagerð. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að hann Snúður gleypi eitthvað af steinunum eða því sem ég er að vinna með og það standi í honum.

Ég verð eiginlega að koma mér upp vinnuaðstöðu sem Snúður kemst ekki að.

Þangað til næst....


Tími komin til....

Já þeir sem þekkja mig vita hvað það fer í taugarnar á mér þegar bílstjórar gefa ekki stefnuljós. Hef oft bölvað í hljóði yfir því, sérstaklega þegar ekki eru notuð stefnuljós við akstur í hringtorgum.

Húrra fyrir löggunni.

Þangað  til næst....


mbl.is Fylgst verður með notkun stefnuljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað leynist undir yfirborðinu....

Mikið ofboðslega hafa íbúar Solund það gott. Eða hvað! Mér dettur nú bara í hug breskir lögregluþættir sem eiga að gerast í sveitasælunni eins og Midsomer Murders, þar kraumar allt af framhjáhaldi, fjárkúgunum og ég veit ekki hverju. Já og svo auðvita Hot Fuzz þar sem fyrirmyndaborgararnir voru morðóðir vitleysingar Grin.

Þetta er auðvita bara ofundsýki í mér, hver vill ekki búa í leiðinl... nei ég meina friðsælasta bænum í landinu.

Þangað til næst.... 


mbl.is Friðsælasti bær í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurvinnsla....

Pot still illeagal, even if it´s recycled

March3, 2008

SAN JOSE, Calif.---A pot grower in nothern California is following nature´s rules, if not the law. Workers who were sorting items at a San Jose recycling center last week found a large trash bag full of marijuana plants.

 The center collects leaves, tree limbs and other natural materials for composting, but San Jose police say the plants won´t end up that way. Instead they´ll be hald as evidence of a crime.

Police say the marijuana could have come from anywhere in Santa Clara County. They don´t know how much of the pot in the bat was sellable.

Fannst alveg nauðsynlegt að skella þessari frétt inn svona fyrir helgina. Það er nú samt hægt að vera of náttúruvænn. LoL

Þangað til næst.... 


Sýnishorn....

Ég fór allt í einu að spá í sýnishorn úr bíómyndum.. Þá hvort þau væru í samræmi við innihald myndarinnar.

Það getur verið gaman að sjá sýnishorn úr nýrri mynd. Annað hvort langar manni að sjá hana út frá sýnishorninu eða ekki. Reyndar á það kannski ekki við um myndir eins og Hringadrottinsögu þar sem við sem höfum lesið bækurnar vitum hver söguþráðurinn er og flest okkar höfum líklega séð myndirnar.

Ég, ásamt fleirum geri ég ráð fyrir, höfum lent í því að sjá sýnishorn úr mynd og langa mikið að sjá myndina en orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ekki það að sýnishornið væri ekki í samræmi við innihald myndarinnar.. heldur að myndin var bara léleg.

Svo hef ég séð sýnishorn og dauðlangað til að sjá viðkomandi mynd.. og myndin kemur samt skemmtilega á óvart varðandi gæði. Alltaf gaman þegar það gerist.. en það gerist allt of sjaldan.

Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum mínum eru sýnishornin sem eru í engu samræmi við innihaldið.

Ég horfði nefnilega á Pan´s Labyrinth um daginn eftir að vera búin að langa til að sjá hana frá því hún kom í bíó. Ástæðan fyrir því er sýnishornið sem ég sá úr myndinni á sínum tíma. Það gaf til kynna að þetta væri ævintýramynd sem gerist undir lok seinni heimstyrjaldarinnar á Spáni. Ung stúlka lendir í spennandi ævintýrum uppi í sveit og þarf að bjarga litla bróður sínum. Vá hvað ég hafði enga hugmynd um hvað ég væri að fara horfa á. Þvílíkt og annað eins ógeð. Það kom hvergi fram í sýnishorninu eða neinu sem ég las í sambandi við myndina að í henni væri stjúpfaðir stúlkunnar í stóru hlutverki sem sadista helv... Það er sýnt þar sem hann drepur á virkilega ógeðfelldan hátt, þar sem hann er að velja pyntingartól til yfirheyrslu og afleiðingar "yfirheyrslunnar". Ég skil ekki þau tugi verðlauna sem myndin var tilnefnd til og vann.

Ég get að minnsta kosti ekki mælt með þessari mynd. Hún er blóðug, ógeðsleg og alls ekki nein ævintýramynd. Langt frá því. Það má vel vera að hún höfði til einhverra og einhverjir séu mér ósammála.

Málið er að ég hefði aldrei horft á þessa mynd ef sýnishornið hefði verið í samræmi við innihald og söguþráð.

Og á meðan ég man.. ég hata fólk!

Þangað til næst.... 


Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband