Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Farið í mál út af öllu....

Það er ekki hægt annað en að hlæja að vitleysunni í Ameríkananum. Dæmi svo hver sjálfur.

300-pound inmate complains Ark. jail doesn't feed him well

April 28, 2008

BENTONVILLE, Ark.-An inmate awaiting trial on a murder charge is suing the county, complaining he has lost more than 100 pounds because of the jailhouse menu.

Broderick Lloyd Laswell says he isn't happy that he's down to 308 pounds after eight months in the Benton County jail. He has filed a federal lawsuit complaining the jail doesn't provide inmates with enough food.

According to the suit, Laswell weighed 413 pounds when he was jailed in September. Police say he and a co-defendant fatally beat and stabbed a man, then set his home on fire.

"On several occasions I have started to do some exercising and my vision went blurry and I felt like I was going to pass out," Laswell wrote in his complaint. "About an hour after each meal my stomach starts to hurt and growl. I feel hungry again."

But Laswell then goes on to complain that he undertakes little vigorous activity.

"If we are in a small pod all day (and) do next to nothing for physical exercise, we should not lose weight," the suit says. "The only reason we lost weight in here is because we are literally being starved to death."

The suit also asks that the county be ordered to serve hot meals. The jail has served only cold food for years.

The meals, provided through Aramark Correctional Institution Services, average 3,000 calories a day, jail Capt. Hunter Petray told The Morning News of northwest Arkansas for a story Saturday.

A typical Western diet consists of 2,000 to 3,000 calories a day.

Laswell's suit was filed without a lawyer in U.S. District Court in Fayetteville.

Þangað til næst.... 

 


Ekki slæmur sonur....

Heyrði viðtal við Mike Hammond á BBC World í morgun.

Hann gerði þetta þar sem 88 ára gamall föður hans getur ekki farið á kránna einn, er hálfblindur gamli maðurinn. Hann er komin á heimili fyrir aldraða, fluttur í burt frá vinum sínum og er af þeirri kynslóð að ef hann átti fríkvöld var farið á kránna og drukkin 1-2 bjórar. Samkvæmt Mike vildi pabbi hans gjarnan fara á hverju kvöldi á kránna og Mike heldur bara ekki í við þann gamla. Ekki að sá gamli sitji á sumbli öll kvöld, heldur sækir kránna fyrir félagsskap.

Mike hafði samband við félagsþjónustu þar sem fæst fólk til að fara með þeim sem á aðstoð þurfa að halda í búðir og þess háttar. Þar var ekki í boði að fá félagsskap á kránna. 

Úr varð að hann auglýsti eftir félagsskap fyrir pabba sinn á pósthúsinu í bænum. Eftir að auglýsingin var birt í dagblaði eyddi Mike heilum degi í að svara í farsímann og heimasímann vegna fyrirspurna. Hann slökkti á farsímanum og tók heimasímann úr sambandi klukkan 5 þann daginn. Var búin að fá nóg.

Mike segist hafa fengið um 15 alvöru umsóknir, að lokum komu þrír til greina. Mike fór með pabba sinn og tvo af umsækjendunum á kránna, sitt í hvoru lagi, til að athuga hvort þeir kæmu til greina. Jú, pabba Mike líkaði vel við þessa tvo og fer nú á kránna 1 kvöld í viku með syninum og skipta svo nýju vinirnir hinum kvöldunum á milli sín.

Mér þykir hann Mike Hammond nokkuð góður að gera þetta fyrir pabba sinn.

Þangað til næst.... 


mbl.is Á launum við sumblið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vekjaraklukkan mín....

Mikið svakalega var ég bjartsýn þegar ég lýsti yfir tilhlökkun minni við að sofa út á laugardagsmorguninn.

Ég vaknaði þegar Snúður "vekjari" skellti sér á bringuna á mér óguðlega snemma. Sem betur fer er ég þeim eiginleikum búin að ég get oftast sofnað aftur eftir svona vakningu. Ég veit ekki hvað gekk á fyrir honum en eitthvað var hann ósáttur við að hafa mig uppi í rúmi.

Ég bjó til hummust fyrir helgina, notaði uppskrift hérna af mbl. Þvílíkur viðbjóður. Ég bjó þetta til eftir minni, þurfti að kaupa kjúklingabaunir og cumin, annað var til. Notaði extra virgin ólífuolíu eins og kokkurinn gerði hérna á mbl síðunni. Verð að viðurkenna að ég er ekki mjög hrifinn af bragðinu á henni. Þegar ég var komin með allt hráefnið skellti ég því í matvinnsluvélina og setti hana í gang. Smakkaði svo á afrakstrinum og var ekki hrifinn. Mér finnst hummus nefnilega góður, komst að þeirri niðurstöðu að ólífuolían væri ónýt og grunaði að kannski hefði ég gleymt einhverju úr uppskriftinni. Auðvita kom á daginn að ég gleymdi einhverju, sítrónusafanum. Samt sem áður var það ólífuolían sem gerði útslagið. Hún var nefnilega ónýt.

Gerði svo aðra tilraun til að búa til hummus á laugardaginn eftir vakninguna æðislegu. Var með öðruvísi niðursoðnar kjúklingabaunir, venjulega ólífuolíu og mundi eftir sítrónusafanum. Nammi, namm. Mikið ofboðslega var heimilisfólkið almennilegt þegar það smakkaði á vonda hummusnum og lýsti því yfir að hann væri fínn. Whistling

Þarf að fara í Hagkaup og kaupa fleiri dósir af þessum fínu kjúklingabaunum.

Þangað til næst.... 


Þetta venjulega....

Ég skellti mér á Deli í hádeginu í gær og fékk mér Quesadilla með kjúklingi. Mikið svakalega var þetta gott. Quesadilla er ekki fast á matseðlinu hjá honum í Deli en var víst í boði alla vikuna. Vona bara að það verði framhald af því.

Fæ mér venjulega pastasalatið hjá honum, það er vel útlátið og ansi gott. Verð að prófa hvítlauksbrauðin því þau runnu út eins og heitar lummur þegar ég beið eftir matnum mínum í gær.

Ég er að jafna mig á fuglaflensunni. Missi samt stundum andann þegar ég er að tala, öllum til mikillar ánægju. Ég á það til að fá munnræpu, ekki neitt svakalega slæma. Blush Kannski er þetta bara samsæri hjá fjölskyldunni til að þagga niðri í mér.

Hef legið yfir Terry Pratchett undanfarið. Hef lesið allar Discworld sögurnar hans, flestar oftar en einu sinni og meirihlutann oftar en það. Er að lesa Making Money núna. Hann er svo skemmtilegur höfundur. Vona bara að hann geti glatt mig og aðra lesendur sína í nokkur ár í viðbót. Hann er víst með Alzheimer maðurinn.

Sá á IMdb að Sky sýndi The Colour of magic um páskana.  Get ekki beðið eftir að hún komi á DVD svo ég geti séð hana. Davíð frændi er víst búin að sjá hana og er myndin gerð eftir fyrstu tveimur Discworld bókunum, The Colour of Magic og The Light Fantastic, segir frá ævintýrum Rincewind og Twoflower. Jason David leikur Rincewind og Sean Austin leikur Twoflower. Sá stutt brot úr henni á heimasíðu Sky, það lofar góðu.

Það verður gott að sofa út í fyrramálið.

Þangað til næst.... 


Snúður er eins árs í dag....

Já hann er orðin stór litla krílið sem kom á heimilið fyrir tæpu ári.

En hann er svolítið furðulegur þessi köttur. Ég ætlaði að vera svaka góð við hann og gefa honum rjómablandaða mjólk. Ekki að hann drekki mjólk. Nei hann vildi heldur ekki það góðgæti. Var bara alsæll með að fá þurrkaðar rækjur sem hann elskar út af lífinu. Mjálmaði eins og óður þegar ég dró nammistautinn fram því að hann veit hvað er í honum.

Annars tekur hann því bara rólega, nuddar sér upp við mömmu sína (mig) í von um að fá meiri rækjur. Þess á milli lætur hann sig hverfa, líklega í rannsóknarleiðangri um húsið eins og venjulega.

Þangað til næst.... 


Snúður....

Ótrúlegt, hann verður eins árs á sunnudaginn.

Man daginn sem ég fékk Snúð þá hvarf hann. Gufaði hreinlega upp. Það var leitað um allt en hvergi bólaði á kettlingnum. Svo datt Rúnari bróðir í hug að hann gæti verið undir skáp í stofunni sem ég hélt að Snúður (þá 6 vikna og 6 daga) kæmist engan vegin undir. Viti menn, þar kúrði kettlingurinn sig og vildi nú ekki koma fram. Eftir þetta var ég með kettlingapels um hálsinn. Hann bjó í hálsakotinu á mér fyrstu mánuðina. Ef ég sat og var að lesa eða horfa á sjónvarpið, svaf hann eða kúrði við hálsinn á mér.

Í dag horfi ég alltaf jafn undrandi á bilið milli gólfsins og skápsins. Hvernig í ósköpunum komst Snúður þarna undir, var hann virkilega svona lítill. Jú, hann var svona lítill. En ég er samt alltaf jafn hissa þegar ég horfi á þennan skáp.

Þangað til næst.... 


Idol fordómar....

Það var vetrarfagnaður á laugardaginn í vinnunni.

Fyrst var mætt í partý á skrifstofunni. Þar beið okkar vín, snakk, veitingar og ágætis tónlist. Teitið byrjaði klukkan 19 og var ég mætt 20 mínútur yfir. Það voru nú ekki margir mættir. Svo eins og sönnum Íslendingum sæmir fór liðið að skríða inn 10 mínútur í átta. Það var spjallað, drukkið og borðað til korter yfir níu. Rútan sem fór með okkur á Broadway komin. Markmiðið var að koma nógu snemma til að fá borð á góðum stað.

Við fengum ágætis borð þó svo að ég hafi nú ekki séð mikið úr sætinu mínu, ekki að það hafi skipt miklu máli þar sem ég var fyrst og fremst komin til að hlusta á tónlistina. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá vorum við á  sýningunni George Michael í 25 ár með Friðrik og Jogvan.

Mig hlakkaði mikið til að hlusta á hann Friðrik. Hann er svo góður söngvari og skemmtikraftur. Sá Björgvin Halldórsson sýninguna í fyrra og hann Friðrik gjörsamlega stal senunni. Ég var nú ekki spennt yfir því að heyra hann Jogvan syngja. Hann kom mér skemmtilega á óvart, komst að því að ég var haldinn allsvakalegum idol fordómum gagnvart honum. Cool Skil alveg stelpurnar sem féllu fyrir honum í Idolinu á sínum tíma. Hann er algjört krútt. Wink Ekki má svo gleyma bakradda söngkonunum á sýningunni. Það var Hera og önnur frábær söngkona sem ég á að vita hvað heitir en man það bara ekki. Fór inn á heimasíðuna hjá Broadway til að komast að því. Neibb, hvorki Hera né hún eru nefndar þar. Bömmer.

Hera og Friðrik tóku "I knew you were waiting" saman. Vá maður Aretha má sko passa sig. Mér hefur alltaf þótt Hera æðisleg og ekki varð ég fyrir vonbrigðum.

Jogvan og hin söngkonan tóku líka lag saman, en ég man ekki hvaða lag það var frekar en ég man hvað söngkonan heitir. Ef einhver getur upplýst mig um nafnið á henni yrði ég mjög fegin.

Sýningin byrjaði klukkan 22 og stóðí tvo tíma. Það voru eitt eða tvö lög sem ég þekkti varla en ég er ekki hardcore aðdáandi þannig að það breytti engu fyrir mig. Sýningin var vel heppnuð og augljóst að allir sem komu að henni höfðu gaman að.

Þangað til næst....


Bjór fyrir fartölvu....

....bara fyndið.

Brewer offers lifetime's beer for laptop

WELLINGTON, New Zealand --A New Zealand brewer is offering a lifetime supply of free beer in exchange for the return of a laptop stolen in a break-in.

Croucher Brewing Co. co-owner Paul Croucher said Friday the computer contains "all our financials" as well as label designs for new beers and business contacts.

"So we decided that if anyone does come into possession of it we'll be happy to offer them a reward -- a dozen (bottles) of beer a month for the rest of their life," he said.

Croucher estimated the total value would likely be about $19,500 for a lifetime of beer. Since making the offer, "plenty of people" had called to say they were looking for the computer, he said.

"Opportunistic kids and a flimsy padlock" resulted in the theft, he said.

Coucher said he was optimistic the free beer offer would lead to the return of the stolen computer. "We'd love it back. We're at such a critical stage in our little business that every hit like that is quite big," he said.

The microbrewery in the central North Island tourist town of Rotorua currently ships 160 gallons of its three beers -- an English-style pale ale, Czech-style pilsner and a cloudy German wheat beer -- each week.

New Zealand winemaker Montana called to warn the brewery owners to make sure the terms of their free beer reward were precise. The winery had a difficult legal wrangle with the winner of an offer of five years' free wine who tried to extend the supply.


Bílabíó....

Ég fór að passa Sigþór og Bergþór á miðvikudagskvöldið þar sem foreldrarnir ætluðu í bílabíó.

Þegar ég var nýkomin úr vinnunni hringdi Ragnhildur og tilkynnti mér að ég yrði að mæta í kvöldmat þar sem Óli keypti súperhamborgara (140g). Jú, jú. Ég "neyddist" víst til að koma fyrr en áætlað var. Wink Hamborgarar með beikoni og alles.

Þegar ég var mætt á svæðið fór Óli að undirbúa hamborgaraeldunina. Rosa erfitt, tekið upp George Foreman grillið og því stungið í samband. Eftir 1 stk. risahamborgara og smá franskar valt maður á hlið út af stólnum í eldhúsinu. Ég sá fram á að það besta fyrir mig í stöðunni væri að fara með strákana í bað svo að ég freistaðist ekki til að narta í franskarnar sem voru eftir handa Ragnhildi og Davíð.

Úr baði var farið í spiderman nærföt, Sigþór í Harry Potter náttföt og Bergþór í súpermann náttföt með skikkju um hálsinn. Ég skreið svo með þá upp í sófa til að lesa og ekki leið á löngu þar til Skuggi var mættur. Hann kom sér fyrir í fanginu á mér og malaði og malaði.

Síðan var skriðið upp í hjónarúm lesið smá og svo upp í koju. Ég lagðist í neðri kojuna með honum Bergþóri og var ekki lengi að steinsofna. Já ég. Svaf reyndar ekki nema í rúman hálftíma en hefði gjarnan viljað sofa lengur.

Mér til mikillar gleði datt ég inn á TCM þar sem var verið að sýna Victor/Victoria með Julie Andrews. Æðisleg mynd. Þegar hún var alveg að verða búin, um 11, duttu Ragnhildur og Óli inn um dyrnar. Bíddu, bíddu. Ég átti nú ekki von á þeim fyrr en um 12. þau gáfust víst upp á bíóinu eins og margir aðrir og yfirgáfu svæðið.

Þetta var víst ferlega misheppnað bílabíó. Talið 2 mínútum á eftir og einhverjir kastarar fyrir ofan vegginn sem myndinni var varpað á, kveikt á þeim og þeim var beint í átt að áhorfendum sem þurftu að píra í gegnum ljósin á myndina. Frekar leiðinlegt þar sem það var greinilega hörkustemming fyrir þessu sem sást á góðri mætingu.

Niðurstaðan hjá þeim hjónakornum varð að þau hefðu betur setið heima og horft á Victor/Victoria með mér.

Þangað til næst....


Stupid criminals....það er ykkar að dæma

For two Northeastern freshmen, school year begins and ends with arrest

A pair of freshmen at Northeastern University learned a tough lesson before classes even started this semester, when one of them allegedly leaned out the window of his dormitory and yelled something regrettable in earshot of plainclothes police officers.

"If you're looking for weed, my roommate Ferrante has some for sale," Michael R. Emery yelled, according to a release issued today by the Suffolk district attorney's office.

The sales pitch, made Sunday to a fellow student out a second-floor window at the Hemenway Street residence hall, got Emery, 18, and his roommate, Matthew J. Ferrante, 18, in a lot of trouble. After their room was searched and officers found a bevy of marijuana, smoking accessories and liquor, the pair was arrested, arraigned, and apparently thrown out of school.

"I can tell you that they are no longer students here at Northeastern," said Laura Shea, a school spokeswoman, who declined to comment further.

According to the release from prosecutors, police went to the second floor of the dormitory after hearing Emery yell and found the door open. In plain view was a bottle of Grey Goose vodka, a shot glass, and a plastic baggie of marijuana. The officers knocked and identified themselves to Emery, of Haverhill, and Ferrante, of North Andover.

As they spoke to the teens, police spotted another bag of marijuana and a glass pipe. The officers read the students their rights and received permission to search the room, according to the release. The search yielded eight small bags of marijuana, a larger bag containing three to four ounces of marijuana, hundreds of clear plastic baggies, and a Triton T2 digital scale. The officers also found a grinder, a bong, $1,045 in cash, bottles of Malibu rum, Smirnoff Twist raspberry vodka, and Southern Comfort, and a vaporizer, a device that uses heat to release marijuana's intoxicating chemicals but does not burn the plant.

Outside the window of their room, the students had rigged a pulley system that had been designed to raise and lower items from the room directly overhead. It was not immediately how the students were using the pulley system, prosecutors said.

Emery and Ferrante were arraigned Tuesday in Roxbury District Court and charged with possession of a class D substance with intent to distribute in a school zone, possession of alcohol by a minor, and conspiracy to violate the state's drug laws. The teens were released without bail and are scheduled to return to court Oct. 24.

A message left at Emery's parents home was not returned. Reached by phone today at his parents home in North Andover, Ferrante said: "I do not want to talk about it."

Þangað til næst....


Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 21056

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband