Leita í fréttum mbl.is

Villtist í bíó....óvissusýning.

Ég fer nú frekar sjaldan í bíó, en í ár hef ég sett met. Búin að fara fjórum sinnum, nú síðast á föstudaginn fyrir viku.

Ég bauð ónefndri frænku minni í bíó og fórum við til að sjá Premonition.

 Það var brunað í Háskólabíó, ég hef ekki komið þangað síðan ég veit ekki hvenær. Þegar þangað var komið keypti ég miða á myndina í sal 1, frænka var svo góð að splæsa popp og drykkjarföng. Svo röltum við okkur inn í sal og fengum okkur sæti.

Að venju eru fullt af auglýsingum og sýnishornum sem við horfðum á með einskærri þolinmæði og svo byrjaði myndin.

Bíddu, bíddu. Hvað gengur á, þegar nöfn leikarann birtust á skjánum blasti við okkur nafnið Bruce Willis. Halló, halló, leikur Bruce Willis í Premonition kom hjá okkur. Ónei, við vorum í vitlausum sal eða verið að sýna vitlausa mynd. Þarna var Die Hard 4.0 að byrja. Þar sem viðbrögð í salnum urðu engin vissum við að við værum í vitlausum sal.

Við urðum samt sammála um að við nenntum ekki að athuga með Premonition, hún væri örugglega löngu byrjuð. Allar auglýsingarnar og sýnishornin á undan Die Hard urðu til þess að við komumst að þessari niðurstöðu. Okkur langaði líka alveg til að Sjá hann Bruce í enn einni Die Hard myndinni.

Í hléinu kíktum við út til að sjá í hvaða sal við værum eiginlega. Þá komumst við að því að stóri salurinn í Háskólabíói sem við héldum að væri salur 1 er bara ekki merktur og salur 1 er fyrir innan.

Eftir þessa bíóferð komst ég að þeirri niðurstöðu að hjá miðasölunni ætti að vera teikning með salaskipan í kvikmyndahúsinu, ekki að það hefði breytt miklu. Við Íslendingar lesum nefnilega aldrei leiðbeiningar.

Þetta var alveg ágætis bíóferð og þar sem Premonition kemur út á DVD í Bandaríkjunum 17.júlí þá bíð ég bara eftir að kaupa hana þaðan frekar en að reyna fara aftur á hana í bíó. Hver veit nema ég myndi villast aftur.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband