Leita í fréttum mbl.is

Lightning McSnúður....

Hm, hvað er þettaÉg er farin að hafa áhyggjur af Snúð. Hugsa að einkenni CKS sé að ágerast.

Ég er farin að kalla Snúð Lightning McSnúð. Hann hleypur fram og til baka um íbúðina, klessandi á allt sem fyrir honum verður. Hraðinn á kettlingnum er svakalegur. Ég veit ekki fyrr en hann er komin í fangið á mér, en fyrir augnabliki var Snúður inni í forstofu að borða.

Lightning McSnúður does it again. Tounge

Annars er ég að fara með krílið í bólusetningu á föstudaginn eftir vinnu. Aumingja hann. Hann fær þó líklega að sofa uppí hjá mér ef hann verður eins veikur og hann varð síðast.

Ég ætla líka að leita ráða hjá dýralækninum í sambandi við Drekatréð mitt. Hann Snúður hékk á einni greininni í gærkvöldi og hún sveigðist alveg niður í gólf. Aumingja tréð mitt. Ég er búin að binda greinarnar saman en bandið sem þær eru bundnar með vekur forvitni Snúðs svo hann lætur það ekki vera. Ef einhver kann ráð við að halda honum Snúð frá trénu, þigg ég það með þökkum.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosaleg dúlla.  Fæ krúttkast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Takk Jenný, hann er líka svo skemmtilegur.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 26.7.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 21056

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband