Leita í fréttum mbl.is

Ný vekjaraklukka....

....hún er á fjórum fótum og heitir Snúður.

Hann vakti mig áðan. Ég vissi að klukkan var ekki orðin 8 þar sem ég stillti gömlu vekjaraklukkuna mína á átta. Þegar hann var hættur að kúra ofaná mér gáði ég hvað klukkan var. Hann hefur vakið mig klukkan 6:30. Ég bölvaði World Class fyrir að opna ekki fyrr en klukkan 8 á laugardögum. Fór bara framúr þar sem ég  er glaðvöknuð. Venjulega get ég sofnað aftur, sérstaklega ef ég vakna svona snemma. Ekki núna sem er ágætt þar sem ég er að fara í ræktina á eftir.

Ég sit núna og hlusta á vatnið renna í eldhúsvaskinn. Heyri að Snúður er að fá sér að drekka. Hann drekkur vatnið beint úr krananum. Vatnið sem ég set hjá honum er víst ekki nógu ferskt.

Það er nú samt ágætt. Snúður og ég pössum vel saman. Bæði stórfurðuleg.

Þangað til næst....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vildi að ég ætti svona Snúð. Annars man ég eftir því að fyrsti kötturinn minn, Nonni, átti það til að vekja mig með því að bíta mig í tærnar. Það var nú ekki gott að vakna upp við það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband