Leita í fréttum mbl.is

Ég er þá vínberjaþjófur...

Ég var að hlusta á fréttirnar á rás 2.

Ekki það að ég versli mikið í Hagkaup, hvað þá á Akureyri. Ég man nú heldur reyndar ekki alveg hvenær ég stal vínberi síðast og það var ekki í Hagkaup. Það var í Bónus síðast þegar ég keypti vínber.

Fréttin var sú að úr Hagkaup á Akureyri væri stolið jafnvirði 6 milljón króna af vínberjum árlega. Upphæðin fékkst með því að reikna út færslur á kassa á mánuði. Svo var gefið að hver kúnni/færsla stæli 2 vínberjum og líklega væri einhver með kúnnanum og sá aðili stæli einnig 2. Viðmælandi fréttamannsins á rás 2 sagði að hún teldi það ekki þjófnað ef fólk spyrði hvort það mætti smakka. Frekar fáránlegur útreikningur. Með þessu er verið að gefa í skyn að hver einasti kúnni steli vínberum í hver einasta skipti sem þeir koma í Hagkaup og einnig þeir sem eru með þeim. Ég skildi fréttina allavega þannig.

Síðast þegar ég s.s. stal vínberjum var í bónus þar sem ég var að kaupa vínber og það var ekki starfsmaður nálægt til að spyrja hvort ég mætti smakka. Ég nennti ekki að hlaupa um alla búð til að finna starfsmann til að spyrja.

Ég stel heldur ekki vínberum í hvert skipti sem ég fer að versla, bara þegar ég ætla að kaupa vínber og stel þá venjulega af klasanum sem ég er búin að velja mér.

Og svona í lokin. Það getur oft verið erfitt að hafa upp á starfsfólki í matvöruverslunum. Ég geri ekki ráð fyrir að fólk hlaupi um búðina til að hafa upp á starfsmanni bara til að spyrja hvort það megi smakka vínber.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Úps...

Þetta voru ekki vínber fyrir 6 milljónir heldur 6 tonn af vínberum. Allir í Hagkaup. Hehehehe.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 24.10.2006 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 21051

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband