Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilega vitlaus!

Var að horfa á "Scorched" með Woody Harrelson (Woods), Aliciu Silverstone (Sheila), John Cleese (Mr. Merchant) og fleiri góðum leikurum. Hún er snilld. Karakterarnir sem Woody og John leika eru æðislegir, ekki síst þá ofurnáttúruverndarsinninn hann Woods.

Myndin fjallar um þrjá gjaldkera í banka sem ákveða að ræna hann án vitundar hvors annars. Öll hafa þau ástæðu fyrir því, hvort sem það er vegna hefndar eða að þau hafi verið mönuð til þess.

Woods (Woody Harrelson) hatar Mr. Merchant (John Cleese) af því að hann drap önd! Sheila (Alicia Silverstone) vill að útibústjórinn lendi í vandræðum og verði rekinn, þau voru par og hann er ný búin að segja henni upp. Ekki má gleyma Stu, leikin af Paulo Costanzo (40 days and 40 nights, Road Trip o.fl.). Hann á frekar misheppnaðan vin sem er alltaf að útlista fyrir honum hvernig hann ætlar að verða ríkur. En Stu er með hugmynd um hvernig hann getur rænt bankann án þess að það komist upp, segjir vini sínum frá henni sem manar hann til þess að framkvæma hana.

Ég mæli með henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband