Leita í fréttum mbl.is

Heimsendingaþjónusta!

Pantanir eru teknar í gegnum síma með sólarhringsfyrirvara.

Hmm. Ætli Anna muni hvað ég á af myndum. Ég veit þó að hryllingsmyndir eru ekki á dagskrá hjá henni. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég í símanum að telja upp titla og hún "já" "nei" "búin að sjá hana" Það verður nú samt ódýrara símtal en þegar hundurinn fékk í eyrun þegar fjölskyldan var í Egyptalandi. Því símtali verður seint gleymt og ég er viss um að karlinn sem heyrði minn hluta símtalsins talar enn um það. Fjölskyldan mín er skemmtilega rugluð. Ég viðurkenni það fúslega að ég er með rugluna á háu stigi. Best að skipta um umræðuefni.

Það er augljóst að ég bý á Íslandi. Veðrið alveg eins og við má búast hér á landi. Ég var að vona að veðurfræðingarnir okkar myndu nú spá almennilegu veðri. En, ég bý á Íslandi. Ég verð bara að reyna flýja land, hvernær sem það svo verður.

Annars á ég nú ekkert að vera skammast út í veðráttuna hérna því að eftir þriggja mánaða dvöl í Kaliforniu, þar sem veðrið var nánast alltaf eins, varð ég himinlifandi ef kom smá óveður. Brjáluð rigning og hvassviðri. Það rignir þannig að maður rennblotnar á innan við hálfri mínútu. Mér fannst það æðislegt. Saknaði veðráttunar á Íslandi alveg ógurlega.

Man einhver eftir manneskjunni með rugluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 21059

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband