Leita í fréttum mbl.is

Fjólur og býflugur....

Ég var að koma frá því að setja í pottana sem mamma gaf mér til að hafa á bakvið hjá mér. Ég setti fjólur í þá, það kom ekkert annað til greina. Fjólur eru uppáhaldsblómið mitt.fjólur

Mamma var svo almennileg að hún keypti nóg af fjólum handa okkur báðum og fullt af mold einnig. Það eina sem ég þurfti að gera var að ná í þetta og fara með niður til mín. Snúður var mjög áhugasamur og hékk úti í glugga og fylgdist með mér setja fjólurnar í pottana. Það gekk bara vel og virtist hann bara vera sammála.

Þegar ég var svo búin að ganga frá öllu og fór út að vökva fékk Snúður að kíkja út. Hann tók tilhlaup og stökk á risastóra býflugu. Vá það urðu smá slagsmál. Ég tók hann upp svo hann yrði nú ekki stunginn og þurfti að hafa mig alla við svo ég missti hann ekki úr fanginu á mér. Hann slasað býfluguna svo mikið að hún geti ekki flogið og liggur bara í grasinu og titrar öll. Ég fór nefnileg út til að athuga með hana og þá mætti önnur býfluga af svipaðri stærð á svæðið. Núna er Snúður við svalahurðina og kvartar hástöfum yfir að fá ekki að fara út. Vá hvað ég er vond.

Ég held samt að hann hafi verið stunginn, ég virðist ekki mega klóra honum vinstra megin á hálsinum. Ég vona bara að hann sé svo fúll út í mig að ég megi ekki vera góð við hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem hann slæst við býflugu. Mamma og litli bróðir björguðu einni frá honum uppi á verönd um daginn.

Kamakazi köttur.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 21062

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband