Leita í fréttum mbl.is

Harðangurs hrakfarir

Ég byrjaði um verslunarmannahelgina að sauma harðangur aftur eftir smá pásu. Er að sauma tvo dúka og ætla að byrja á þeim þriðja í kvöld eða um helgina, hann er frekar stór. Ég á nefnilega heilmikið efni og hélt að ég ætti nóg í þriðja dúkinn. Er búin að kaupa allt garnið, þangað til annað kemur í ljós. Í fyrrakvöld ætlaði ég að byrja á dúknum en þá kom í ljós eftir mikla talningu að efnið dugði ekki. Bömmer. Ég fór í gær í Skólavörubúðina til að kaupa efni í dúkinn. Þegar heim var komið byrjaði ég að telja á lengdina og klippti efnið til. Svo taldi ég á breiddina. Öskrandi Ónei, ég keypti ekki nóg efni. Arg, garg o.s.frv. Ég hélt að ég væri að tapa glórunni, þeirri litlu sem er eftir, svo ég skoðaði leiðbeiningarnar með munstrinu enn eina ferðina. Alveg týpískt. Það er gefið upp 8,5 spor á cm á öllum dúkunum í blaðinu, ég er með efni sem er 8,7 spor á cm sem þýðir minna efni, nema á þessum eina. Þar er stærðin á efninu sem þarf í dúkinn miðuð við 10 spor á cm. Gráta Ekkert smá fínt efni. Nú á ég fullt af efni þannig að það verður nóg að gera hjá mér að sauma úr því öllu.

Þangað til næst....


Rockstar vitleysan.

Já verður maður ekki að láta í sér heyra. Ég get hneykslast endalaust yfir henni Zayru. Hún á heima á sviði í Vegas, ekki í Rockstar Supernova. Ef að manneskjan gæti sungið þá gæti hún alveg frontað bandið. En ég er bara ég og klæðnaðurinn á henni hafði greinilega einhver áhrif á liðið. Varla er fólk að kjósa hana vegna söng"hæfileika". Nóg um Zayru.

Ég varð nú ekki hissa á því að bæði Jill og Josh væru látin fara í gær. Söng-öskrin í Jill fóru greinilega ekki vel í Gilby og Co. og það var augljóst að söngstíll Josh passaði ekki við bandið. Annars var ég mjög hissa á laginu sem hann tók. Gagnrýnin sem hann fékk var sú að þeir vildu sjá hann hreyfa sig meira, en hann stóð bara með gítarinn og söng. Hann var kannski bara búin að fá nóg.

Magni rokkar feitt í þættinum. Hann er æðislegur. Maðurinn getur sungið. Annað en sumir, nefni enginn nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu er ZayraGlottandi.

Dilana er, æi ég veit það ekki, ég er allavega ekki nógu hrifin af því sem hún hefur verið að gera síðustu 2 vikurnar. Ég hafði það á tilfinningunni að hún hefði hringt í 50 Cents eða einhvern rappara og fengið lánaðan texta hjá þeim fyrir áskorunina sem þau fengu í þessari viku. Virkilega hallærislegur texti.

Lukas og Storm hafa vaxið í áliti hjá mér. Hann Lukas var alveg ágætur og Storm verður bara betri og betri.

Toby, Toby, Toby. Kangorilla! Það voru górillutaktarnir enn og aftur. Ég sé hann bara engan vegin fronta bandið. Alls ekki.

Ryan var vel ýktur og átti ekki skilið að lenda í einu af þremur neðstu sætunum.

Patrice er bara Patrice. Mín skoðun er sú að hún þurfi aðeins að breyta um stíl.

Svo er liðið auðvita á leiðinni til Vegas. Það verður gaman að sjá hvernig þau standa sig við breyttar aðstæður.

Þangað til næst.... 


Úps!

Greyið flugmaðurinn hefur bara fengið tímabundna lesblindu.


mbl.is Flugvélin flaug í öfuga átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að fólki.

Mér blöskrar virðingarleysi hjá fólki. Ég vona að samviskan segi til sín og þeir sem tóku bekkinn skili honum.

Ég skora á viðkomandi að sýna smá manndóm og skila bekknum!


mbl.is Lýst eftir útibekk sem unglingar smíðuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski var þetta sjálfsvörn!

Hver veit, kannski voru bangsarnir andsetnir, réðust  á aumingja Barney og þetta var bara sjálfsvörn.


mbl.is Hundurinn Barney leystur frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá þetta inni á boston.com og varð að leyfa öðrum að njóta vitleysunnar.

Poisoned pigeons fall like 'dive bombers'

SCHENECTADY, N.Y. --An attempt to control pigeons at a hospital went awry when sick and dying birds falling from the sky disrupted emergency room operations.

"Birds were coming down like dive bombers," said Fire Chief Robert Farstad.

Ellis Hospital said its emergency room continued to treat patients during the incident Thursday evening but had to divert ambulances to other hospitals.

The hospital had brought in an exterminator to use a pesticide to get rid of pigeons on the roof. The chemical was designed to poison a few birds, whose distress calls would then drive off other members of the flock. Instead, more than two dozen pigeons were stricken.

Emergency workers spent hours searching the hospital grounds and putting dead birds in red hazardous-waste bags.

County health officials said they will investigate whether the pesticide was improperly mixed or applied. 


Rockstar Supernova

Þegar ég vissi að Dilana tæki Time after time lagið hennar Cyndi Lauper þá gat ég ekki beðið eftir að sjá hvernig hún kæmi því frá sér. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Seinni hlutinn af laginu var kraftmeiri hjá henni og ég fékk bara gæsahúð. Hún er alveg svakalega góð. Hann Magni sýndi á sér nýja hlið í þáttunum þar sem hann stóð með gítarinn og söng. Það var ekkert sett út á sönginn en þeir vildu meiri kraft í sviðsframkomuna. Sleppa gítarnum. Mér fannst þetta mjög flott hjá honum. Hann stóð sig líka mjög vel sem liðstjóri þegar þau áttu að semja texta við lag og flytja það fyrir Supernova. Það kom í ljós hverjar prímadonnurnar eru.

Mér fannst það nokkuð augljóst að Phil yrði sendur heim en ekki Zayra þegar þau tvö voru orðin eftir. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér, en hún hefur svo miklu meira skemmtanagildi fyrir gömlu rokkarana en Phil. Það er annaðhvort það eða hún er búin að sofa hjá þeim öllum.Glottandi Ég get reyndar ekki beðið eftir því að sjá hvað hún tekur upp á að gera næst. Það má nú samt alveg taka upp hanskann fyrir Zayru því að hún var alveg jafn hissa og allir aðrir yfir því að vera ekki send heim.

Þegar Toby var á sviðinu þá var eitthvað við hann sem fór í mig. Mér fannst hann bara ekki nógu góður. Bróðir minn kom svo með fullkomna lýsingu á því sem mér fannst vera að. "Hann var bara eins og górilla á sviðinu". Nákvæmlega. Mér finnst að hann þurfi aðeins að spá meira í hvernig hann lítur út og hreyfir sig. Uppfæra fataskápinn hjá sér aðeins.

Þangað til næst.... 


Rockstar Supernova

Hann Magni var alveg frábær í þessari viku. Ekki var það nú heldur verra að rokkararnir báðu hann um að flytja lagið aftur á útsláttarkvöldinu. Þeim hafði fundist það svo frábært. Annars finnst mér Dilana góð en það er alveg spurning hvort hún nær að toppa Ring of Fire. Mér fannst sviðsframkoman hjá henni ekki nógu góð núna. Hún hefur svo rosalega útgeislun og frábæra rödd að hún þarf ekkert að vera út um allt svið. Mér fannst hún ekki ná sömu tengslum við áhorfendur og í síðustu viku. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað Magni og Dilana gera í næstu viku.

Þangað til næst....


Rockstar Supernova

Já hann Magni er bara að standa sig nokkuð vel. Hann er í hópi svona 5 manns sem mér finnst eiga heima á sviðinu. Annars er Dilana mín kona. Hún er alveg frábær. Það er kannski ekki að marka þar sem ég hef bara heyrt tvö lög með henni, en útfærslan á Ring of Fire var snilld. Ég fékk hreinlega gæsahúð við að hlusta á það og er enn með það á heilanum. Sofnaði með það í hausnum á mér í gærkvöldi.

Þangað til næst....


Bara með rugluna!!!!

Einmitt í dag er 12. júlí.

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag....hann Bergþór, hann á afmæli í dag.

Ég er búin að rugla dögunum svo mikið saman þessa vikuna, ég er ekki einu sinni í sumarfríi.

Þegar ég er búin að jafna mig....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband