Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Verðmerkingar

Hvernig væri þá að færa verðmerkingar aftur til fyrra horfs þar sem ég gat séð verðið í krónutölu á umbúðunum. Það að þurfa að leita að verðinu á vörunni og svo reikna út frá þyngdinni hvað pakkningin kostar er ekki neytendavænt .

Ég veit að ég er ekki ein um þessa skoðun.


mbl.is Hakkið var of dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúður og teygjan....

Hann Snúður á alveg nóg af dóti og er duglegur að leika sér með það. Ef hann kemst í færi við hárteygju verður hann himinlifandi. Honum þykir ekkert skemmtilegra að leika sér með þær.

Í gær fórum við að leika okkur að gamalli teygju, ég skaut henni út í loftið og hann á eftir. Nei, ég skaut honum ekki út í loftið, bara teygjunni. Það er augljóst að Snúður er ekki hundur þar sem ég þarf að sækja teygjuna til að skjóta henni aftur. Hann situr bara á rassinum og horfir á mig. Meira, skjóttu aftur. Þegar ég nennti ekki að skjóta og sækja, já ég veit það hann ræður, hélt hann bara áfram að leika sér að teygjunni.

Í gærkvöldi fann ég svo teygjuna á gólfinu, rennandi blauta og reyndar bara pínu hluta af henni. Ónei, ætli hann hafi étið restina af teygjunni. Ég varð pínu áhyggjufull en það virtist í lagi með Snúð svo ég hugsaði ekki meira um það. í morgun heyrði ég hann svo kúgast og æla. Það er ekkert nýtt, svona hreinsa þeir sig. Þegar ég fór fram til að hreinsa upp eftir hann sá ég restina af teygjunni í bland við hárin sem hann hafði ælt. Vá hvað mér létti, en mikið rosalega er kötturinn minn ruglaður.

Hann fær ekki að leika sér með teygjur á næstunni.

Þangað til næst....


Snúður....

Ýmislegt 048Snúður elskar þvottahúsið. Það er fullt af krókum og kimum sem hann getur smeygt sér um. Annars þykir honum ekkert skemmtilegra en að sitja fyrir framan vélina og fylgjast með þvottinum fara hring eftir hring eftir hring. Svo reynir hann að komast inn í vélina til að ná þvottinum. Frekar fyndið að fylgjast með honum, hann nefnilega kvartar við mann yfir því að komast ekki að þvottinum.

Snúður 198Nú er hann farinn að koma sér fyrir ofan á þvottavélinni og reynir að komast að þvottinum þannig. Hann lætur ekkert trufla sig. Hreyfir sig ekki þegar ég mæti með myndavélina til að taka myndir af honum.

Kvartar ekki einu sinni yfir að ná ekki þvottinum en reynir nú samt að teygja sig í hann eins og sést.

Ég gæti fyllt bloggið af sögum og myndum af honum Snúð en læt þetta duga í bili.

Þangað til næst....


Af sjálfvirkum vekjara....

Ef væri ekki búið að gelda Snúð þá hefði ég farið allsnarlega með hann í morgun og "snip, snip".

Best að byrja á byrjuninni. Á laugardagsmorguninn klukkan 06:10 mætti sjálfvirki vekjarinn á svæðið. Vakna, vakna, vakna. Hann tók tilhlaup eins og venjulega og skellti sér á bringuna á mér.  Ég sneri mér á hliðina og ýtti Snúð í burtu. Þá fór hann á röltið, á mér. Sprangaði fram og aftur á mjöðminni á mér. Á endanum gafst hann samt upp og ég gat sofnað aftur. Húrra.

Ég fékk frið í gærmorgun, hann hefur líklega verið svo þreyttur eftir að vakna svona óguðlega snemma á laugardagsmorguninn.

Í morgun klukkan 05:30 fékk Snúður kast í glugganum á svefnherberginu. Starrarnir voru greinilega eitthvað spennandi og hann gat augljóslega ekki mænt á þá í gegnum eldhúsgluggann, stökk heldur upp í gluggann hjá mér með ógurlegum látum. Hann hefur nú gert þetta áður en í morgun er í fyrsta skipti sem ég hef farið á fætur og tekið hann úr glugganum.

Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar en mundi svo að ég var búin að láta gelda ólátabelginn. Andsk....!

Þangað til næst.... 


Tími komin til....

Já þeir sem þekkja mig vita hvað það fer í taugarnar á mér þegar bílstjórar gefa ekki stefnuljós. Hef oft bölvað í hljóði yfir því, sérstaklega þegar ekki eru notuð stefnuljós við akstur í hringtorgum.

Húrra fyrir löggunni.

Þangað  til næst....


mbl.is Fylgst verður með notkun stefnuljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað leynist undir yfirborðinu....

Mikið ofboðslega hafa íbúar Solund það gott. Eða hvað! Mér dettur nú bara í hug breskir lögregluþættir sem eiga að gerast í sveitasælunni eins og Midsomer Murders, þar kraumar allt af framhjáhaldi, fjárkúgunum og ég veit ekki hverju. Já og svo auðvita Hot Fuzz þar sem fyrirmyndaborgararnir voru morðóðir vitleysingar Grin.

Þetta er auðvita bara ofundsýki í mér, hver vill ekki búa í leiðinl... nei ég meina friðsælasta bænum í landinu.

Þangað til næst.... 


mbl.is Friðsælasti bær í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnishorn....

Ég fór allt í einu að spá í sýnishorn úr bíómyndum.. Þá hvort þau væru í samræmi við innihald myndarinnar.

Það getur verið gaman að sjá sýnishorn úr nýrri mynd. Annað hvort langar manni að sjá hana út frá sýnishorninu eða ekki. Reyndar á það kannski ekki við um myndir eins og Hringadrottinsögu þar sem við sem höfum lesið bækurnar vitum hver söguþráðurinn er og flest okkar höfum líklega séð myndirnar.

Ég, ásamt fleirum geri ég ráð fyrir, höfum lent í því að sjá sýnishorn úr mynd og langa mikið að sjá myndina en orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ekki það að sýnishornið væri ekki í samræmi við innihald myndarinnar.. heldur að myndin var bara léleg.

Svo hef ég séð sýnishorn og dauðlangað til að sjá viðkomandi mynd.. og myndin kemur samt skemmtilega á óvart varðandi gæði. Alltaf gaman þegar það gerist.. en það gerist allt of sjaldan.

Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum mínum eru sýnishornin sem eru í engu samræmi við innihaldið.

Ég horfði nefnilega á Pan´s Labyrinth um daginn eftir að vera búin að langa til að sjá hana frá því hún kom í bíó. Ástæðan fyrir því er sýnishornið sem ég sá úr myndinni á sínum tíma. Það gaf til kynna að þetta væri ævintýramynd sem gerist undir lok seinni heimstyrjaldarinnar á Spáni. Ung stúlka lendir í spennandi ævintýrum uppi í sveit og þarf að bjarga litla bróður sínum. Vá hvað ég hafði enga hugmynd um hvað ég væri að fara horfa á. Þvílíkt og annað eins ógeð. Það kom hvergi fram í sýnishorninu eða neinu sem ég las í sambandi við myndina að í henni væri stjúpfaðir stúlkunnar í stóru hlutverki sem sadista helv... Það er sýnt þar sem hann drepur á virkilega ógeðfelldan hátt, þar sem hann er að velja pyntingartól til yfirheyrslu og afleiðingar "yfirheyrslunnar". Ég skil ekki þau tugi verðlauna sem myndin var tilnefnd til og vann.

Ég get að minnsta kosti ekki mælt með þessari mynd. Hún er blóðug, ógeðsleg og alls ekki nein ævintýramynd. Langt frá því. Það má vel vera að hún höfði til einhverra og einhverjir séu mér ósammála.

Málið er að ég hefði aldrei horft á þessa mynd ef sýnishornið hefði verið í samræmi við innihald og söguþráð.

Og á meðan ég man.. ég hata fólk!

Þangað til næst.... 


Rottur og kakkalakkar....

....eru meindýr sem heimurinn kæmist alveg af án. Kakkalakkarnir eru nú ekki alveg eins óhugnanlegir, ég er samt dauðlifandi fegin að við hér á Íslandi erum nokkuð laus við þá. En rottur. Greyið hún Elín segir farir sínar ekki sléttar á blogginu sínu um innrás rottunnar á heimilið.

Bara drífa sig í að útrýma þessum meindýrum.

Þangað til næst....


mbl.is Útrýma á rottunum á Rottueyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður....

Við Íslendingar erum mjög sparsöm þjóð, að minnsta kosti íslenskir ökumenn.

Íslenskir ökumenn spara stefnuljósið í óhófi. Ef það er notað, þá er það ekki gefið fyrr en við erum komin í beygjuna og þá er því skellt á til þess eins að staðfesta að við séum að beygja. Þetta hef ég eftir útlendingi sem kom í heimsókn og hafði orð á þessu.

Ég hef reyndar tekið eftir því að í sumum tilfellum þar sem ég gef stefnuljós til að komast á næstu akrein á háannatímum í umferðinni í Reykjavík, þá er ekkert gert til að hleypa mér inní. Ég hef það á tilfinningunni að ökumaðurinn á næstu akrein finnist ég bara vera að svína.

Ég upplifi mig alltaf eins og í kappakstri í þessum tilfellum. Ónei vina, þú færð sko ekki að fara framfyrir mig.

Komum aftur að stefnuljósunum. Þau er þarft öryggistæki. Ekki síst eins og umferðin er í Reykjavík. Verum duglegri að nota stefnuljósið í hringtorgum, fráreinum, aðreinum og einfaldlega þegar tilefni gefur til.

Ég hef því miður ekki hingað til heyrt hugboðin sem bílstjórarnir sem notar ekki stefnuljós og eru að fara beygja sendir mér. Whistling Skrítið.

Þangað til næst....


Fleiri svona fréttir....

Já, aumingja maðurinn að fá ekki svefnfrið fyrir brjáluðum slagsmálaköttum LoL. Mér finnst þessi frétt alveg frábær. Vantar fleiri svona skemmtilegar fréttir í fjölmiðla.

Maður verður eiginlega bara þunglyndur við að fylgjast með flestum fréttum fjölmiðlana.

Þessi frétt og fréttin um gæsastegginn sem tók að sér andarunga í sumar eru bestu fréttir sem ég hef séð í ár.

Þangað til næst....


mbl.is Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband