Færsluflokkur: Tónlist
29.10.2007 | 17:21
Idol fordómar....
Það var vetrarfagnaður á laugardaginn í vinnunni.
Fyrst var mætt í partý á skrifstofunni. Þar beið okkar vín, snakk, veitingar og ágætis tónlist. Teitið byrjaði klukkan 19 og var ég mætt 20 mínútur yfir. Það voru nú ekki margir mættir. Svo eins og sönnum Íslendingum sæmir fór liðið að skríða inn 10 mínútur í átta. Það var spjallað, drukkið og borðað til korter yfir níu. Rútan sem fór með okkur á Broadway komin. Markmiðið var að koma nógu snemma til að fá borð á góðum stað.
Við fengum ágætis borð þó svo að ég hafi nú ekki séð mikið úr sætinu mínu, ekki að það hafi skipt miklu máli þar sem ég var fyrst og fremst komin til að hlusta á tónlistina. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá vorum við á sýningunni George Michael í 25 ár með Friðrik og Jogvan.
Mig hlakkaði mikið til að hlusta á hann Friðrik. Hann er svo góður söngvari og skemmtikraftur. Sá Björgvin Halldórsson sýninguna í fyrra og hann Friðrik gjörsamlega stal senunni. Ég var nú ekki spennt yfir því að heyra hann Jogvan syngja. Hann kom mér skemmtilega á óvart, komst að því að ég var haldinn allsvakalegum idol fordómum gagnvart honum. Skil alveg stelpurnar sem féllu fyrir honum í Idolinu á sínum tíma. Hann er algjört krútt. Ekki má svo gleyma bakradda söngkonunum á sýningunni. Það var Hera og önnur frábær söngkona sem ég á að vita hvað heitir en man það bara ekki. Fór inn á heimasíðuna hjá Broadway til að komast að því. Neibb, hvorki Hera né hún eru nefndar þar. Bömmer.
Hera og Friðrik tóku "I knew you were waiting" saman. Vá maður Aretha má sko passa sig. Mér hefur alltaf þótt Hera æðisleg og ekki varð ég fyrir vonbrigðum.
Jogvan og hin söngkonan tóku líka lag saman, en ég man ekki hvaða lag það var frekar en ég man hvað söngkonan heitir. Ef einhver getur upplýst mig um nafnið á henni yrði ég mjög fegin.
Sýningin byrjaði klukkan 22 og stóðí tvo tíma. Það voru eitt eða tvö lög sem ég þekkti varla en ég er ekki hardcore aðdáandi þannig að það breytti engu fyrir mig. Sýningin var vel heppnuð og augljóst að allir sem komu að henni höfðu gaman að.
Þangað til næst....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2007 | 15:53
Verður maður ekki stundum að leika sér....
Ég rakst á mjög skemmtilega síðu fyrir nokkru sem heitir Tickle.
Þar er hægt að taka próf sem segja manni allt milli himins og jarðar um mann sjálfan. Alveg frá því hvort maður hugsi nógu vel um heilsuna til þess hvert partý þemað þitt er. Það þarf að skrá sig sem notanda, en þá kemst maður í öll þessi próf. Ég hef staðið mig að því að gleyma mér og taka próf eftir próf eftir próf.
Hún er að mestu til gamans þessi síða, en það er margt áhugavert sem kemur í ljós ef maður svara sannleikanum samkvæmt.
Þangað til næst....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 14:56
Ég fór til London í síðustu viku....
Já þá hefur maður loksins komið til London.
Það er nefnilega svo fínt að vera í Vildarklúbbi Icelandair. Það var tvöfalt punktatilboð í október hjá þeim og ég stökk á það og fékk mér miða til London. Reyndi eftir bestu getu að plata einhvern með mér, en það voru allir búnir að plana útlandaferðirnar og ætluðu ekki að hætta við eða fara í aðra ferð. Það munaði mjög litlu að ég fengi frænku mína með. Ef ég hefði talað við hana hálftíma fyrr! Bara fyndið. Hún hafði nefnilega verið "plötuð" til að fara til Tallin rétt áður en ég hringdi.
Þá var að finna gistingu. Ég var mikið að spá í hótel sem mamma gisti á þegar hún fór út í fyrra þar sem það var rétt hjá Oxfort Street. Ég var endalaust inni á www.visitlondon.com að skoða tilboð á gistingu þar. Ég álpaðist svo óvart inn á Bed and Breakfast linkinn og fann þar lítið hótel sem heitir The Cardiff www.cardiff-hotel.com steinsnar frá Paddington stöð. Það var reyndar skrítið hvernig ég ákvað að gista þar, ég var nefnilega búin að liggja yfir nokkrum hótelum að reyna ákveða á hverju þeirra ég ætlaði að gista. Datt svo bara inn á þetta og bókaði strax. Fjórar nætur, fimmtudag til mánudags.
Þá var það að plana eyðsluna, hehehe! Það fyrsta sem fór á innkaupalistann minn var Planet Hollywood glas handa bróðir mínum þar sem hann hafði brotið glasið sitt rétt eftir að hann kom með það heim. Það gaf mér fyrirtaks afsökun að gera mér ferð þangað og fá mér að borða. Og mikið ofsalega var maturinn góður. Namm. Svo skoðaði ég heimasíður hjá hinu ýmsu fyrirtækjum sem eru með búðir á Oxford Street og punktaði hjá mér hvað mig langaði í. Auðvita mátti heldur ekki gleyma jólagjöfum handa mömmu og co.
Kreditkort, gjaldeyrir, flugmiði, vegabréf, ferðataska og ég sjálf. Tilbúin til brottfarar.
Mamma keyrði mig og ég var komin út á völl klukkan 7, tékkaði mig inn og fór í fríhöfnina. Þar blasti við manni Stefán Hilmarsson, Kristján einhversson (sorry, man aldrei hvers son hann er), Bubbi og einhver stelpa sem ég veitt ekkert hver er. Þau voru öll að árita geisladiskana sína þannig að ég geri ráð fyrir að stelpan sé söngkona, kannski einhver úr Idol. Það var líf og fjör þarna þar sem fullt af fólki var á leið til útlanda. Ég keypti mér langloku og sódavatn og snæddi það í rólegheitum. Keypti mér svo Séð og Heyrt og rölti að brottfararhliðinu.
Brottför klukkan 9, seinkaði um 5 mínutur. Flugið var fínt en lendingin var sú versta sem ég hef lent í. Ekki það að hún hafi verið hræðileg, það var bara svo ofboðslega mikil ókyrrð í aðfluginu. Flugvélin lenti klukkan 12:05, á áætlun miðaða við seinkunina. Þá var það Heathrow Express lestin www.heathrowexpress.com . Hún gengur frá Heathrow að Paddington stöð á 15 mínútna fresti og var besti kosturinn fyrir mig. Ég borgaði 14 og hálft pund fyrir miðan að Paddington og ferðin tók um 20 mínútur. Leigubíll hefði kostað mig 40 til 50 pund og tekið lengri tíma, að ég held. Frá Paddington lá leiðin að hótelinu, svona þegar maður fann leiðina út af stöðinni. Hehehe. Ég var 4-5 mínútur að labba þetta. Óskaplega þægilegt.
Henti farangrinum inn á herbergi og skellti mér niður í bæ. Það allra fyrsta sem ég gerði var að fara í Beadworks búðina á Tower Street. Það var alveg ágæt að koma þangað og sjá það sem þeir voru að selja með berum augum, ekki bara á ljósmyndum á netinu. Ég varð samt fyrir svakalegum vonbrigðum þar sem úrvalið var frekar aumingjalegt miðað við á beadworks.co.uk og líka dýrara. Mér sýndist það að minnsta kosti, þrátt fyrir að ég borgi flutningsgjald og toll af því sem ég panta af netinu. Eyddi tæplega 25 pundum og fór ekki aftur eins og ég hafði planað.
Þá var það Oxford Street. Ég fór í nokkrar búðir og verslaði smávegis. Hálf skreið til baka á hótelið, eftir að ég var búin að fara í apótek og ná mér í plástur og sótthreinsi. Ég fékk nefnilega þessa svaka blöðru á stóru tánna við allt þetta labb. Það voru ekki skórnir, heldur sokkarnir sem ég var í. Þeir fóru í ruslið. Ég hataði þessa sokka hvort eð var.
Þegar ég var búin að búa um ´sárin´ fór ég á Aberdeen Steakhouse rétt hjá hótelinu. Mæli ekki með þeim stað. En svona til sárabóta þá hitti ég fullorðin hjón frá Danmörk og spjallaði heilmikið við konuna. Hún var færeysk en hafði farið til Danmerkur sem krakki til að fara í skóla og búið þar síðan. Þau vissu heilmikið um Ísland og var mjög gaman að hafa hitt þessi hjón.
Ég hafði stillt vekjaraklukkuna á símanum á 8 svo ég gæti fengið mér morgunmat. Það fylgdir nefnilega alvöru enskur morgunverður með herbergjunum alveg svakalega góður. Hann er borinn fram frá 7-9 en ég gat engan veginn komið mér á fætur, ég var alveg búin á því og svaf til klukkan 10. Skamm, skamm.
Svo verslaði ég bara og verslaði. Keypti mér fullt af fötum, DVD og fleira. Fór vísvitandi með hálftóma ferðatösku út. Keypti mér littla tösku til að hafa í handfarangri og hafði fötin sem ég notaði úti í henni.
Ég fór á Breska safnið á sunnudeginum. Varð fyrir miklum vonbrigðum. Byggingin sem safnið er í er æðisleg. Ekki fannst mér til mikils koma það sem var inni á safninu. Það var stór hluti af safninu lokaður, ég gat þar af leiðandi ekki skoðað það sem mig langaði til. Það er reyndar ofsalega skemmtileg sýning í sérsal á safninu sem heitir "Taboo and Power in the Pacific". Hún bjargaði ferðinni á safnið. Ég er kannski svona mikið snobb, en mér fannst miklu skemmtilegra að fara á Egypska safnið í Kaíró.
Á mánudeginum fór ég í síðustu ferðina niður á Oxford Street. Fór í HMV til að kaupa Cars og Planet Earth sem voru að koma út. Keypti auðvita nokkrar myndir í viðbót, súperman bol handa Gísla bróðir og Goonies bol handa Rúnari P. Þeir voru ánægðir með þá sem er kannski engin furða. Ég var búin að segjast ætla að kaupa boli með "my sister went to london and all I got was this lousy t-shirt" áprentað. Mér fannst Goonies og súperman mikið flottari og mjög viðeigandi. Heheheh.
Ég eyddi restinni deginum í lobbýinu á hótelinu þar sem flugið heim var ekki fyrr en klukkan níu um kvöldið. Skrapp reyndar út nokkrum sinnum til að kaupa mér að borða. Ég var mjög ánægð með gistinguna. Hótelið er gamalt en snyrtilegt. Sama fjölskyldan er búin að reka þetta í meira en 40 ár. Það var lika gaman að sitja í andyrinu og fylgjast með fólkinu sem var að fara og koma. Það er nóg að gera hjá þeim og meirihlutinn af þeim sem skráðu sig inn á meðan ég beið voru að koma aftur og höfðu gist oft áður. Ég ætla að gista þarna þegar ég fer aftur til London. Um 6 leytið fór ég svo að Paddington til að taka Heathrow Express á völlinn. Það tók enga stund að tékka mig inn, en svo byrjaði ævintýrið!
Vá maður það er alveg gengið út í öfgar eftirlitið við innganginn á fríhöfninni á Heathrow. Ég var með plastpoka með tveimur bókum í og sódavatni, litla ferðatösku og handtöskuna mína. Það voru sem betur fer starfsmenn við inngagninn að aðstoða fólk og dreyfa zip-lock pokum fyrir vökvan í handfarangri. Ég náði í einn og bað hann um að taka sódavatnið og henda því, ekker mál. En þá kom hjá honum að ég væri með þrjár töskur/poka. Ég var ekki alveg samþykk því að ég væri með þrennt þar sem ég taldi að handtaskan væri hverrar konu réttur. Ónei. Ég tók bækurnar úr pokanu og setti svo handtöskuna í litlu ferðatöskuna, það er nefnilega hægt að stækka hana. Æi þið vitið með rennilás í lokinu. Nei, ég kom henni ekki fyrir í mæligrindina. Á endanum stóð ég á töskunni til að minnka hana, þið vitið renna aftur fyrir stækkunina og þá var hún komin í rétta stærð. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var komin inn á fríhafnarsvæðið var að opna litlu ferðatöskuna og taka handtöskuna mína úr henni. Almáttugur. Það fyndasta við þetta allt er að inni í fríhöfninni getur þú keypt ferðatöskur og allt mögulegt þannig að þú gætir farið um borð í vélina með 20 töskur og 15 poka. Þess vegna. Fáránlegt. En auðvita ferlega fyndið eftirá.
Fríhöfnin á Heathrow er dýr. Ég verslaði bara í Swarovski búðinni, lítin sætan kristalfrosk og svo keypti ég mér að borða og drekka. Hálftíma fyrir brottför kom tilkynning um brottfararhliðið. Ég kom mér þangað og svo var hleypt inn í vél. Það var einungis nokkurra mínutna seinkun á brottför, þrátt fyrir það lenti vélin á réttum tíma á Keflavíkurflugvelli. Mikið var gott að koma heim.
Það sem ég hafði ætlað að kaupa í fríhöfninni á Heathrow, en fundist svo dýrt, keypti ég í fríhöfninni heima. Það var töluvert ódýrara en á Heathrow. Mamma og pabbi biðu eftir mér og svo lá leiðin heim. Mikið rosalega elska ég rúmið mitt mikið.
Þangað til næst....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2006 | 10:42
Rockstar...zzzZZZzzz
Hann er lúmskur hann Tommy Lee. Með þvílíkt badboy orðspor og spilaði nett á það í Vegas.
Já ég var svo þreytt að ég gat ekki haldið mér vakandi til að horfa á þáttinn. Það hefur nú samt oft tekist. Ég ætla að drífa mig að horfa á hvernig þeim tókst til með flutninginn á lögunum þegar ég kem heim í dag. Ég er nú alveg sammála í sambandi við lagið hennar Zayru, þó svo ég hafi ekki heyrt það, þegar ég frétti að það væri 5 ára gamalt að þetta hafi ekki verið það sem Gilby og Co. hafi verið að leita að í frumsömdu lagi. Að minnsta kosti ekki svona gamalt lag. Ég meina Zayra hefur örugglega þroskast eitthvað á síðastliðnum 5 árum, eða er ég bara bjartsýn fyrir hennar hönd.
Þangað til næst....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði