Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.4.2008 | 15:43
Heimskir krimmar....
Man's trip through metal detector turns up drugs
April 18, 2008
DOTHAN, Ala.-A Dothan man attempting to report to his probation officer and pay some fines was re-arrested when he emptied his pockets for a metal detector at the Houston County Courthouse and laid out more than the usual coins and keys.
Two baggies full of marijuana came out, too, authorities said.
Malcom Williams, 51, tried to escape when the drugs appeared Thursday, but he was caught after a minor struggle and a failed attempt to Taser him, sheriff's officers said.
"He reached into his pocket and pulled out a handful with change, U.S. currency, keys, and the marijuana was evident in his hand," Houston County Sheriff's Capt. Antonio Gonzalez said Friday. "Every now and then you have somebody who forgets what he had in his pockets."
Sheriff's Investigator Rick Clemmons said deputies had to shackle Williams instead of handcuffing him because his arm was in a sling with a cast on it.
Williams was being held in the Houston County Jail without bond for violating his probation. He pleaded guilty to felony third-degree escape in April 2007, according to court records.
It was not immediately clear if Williams had a lawyer Friday.
23.4.2008 | 14:42
Blessuð blíðan....
Sumardagurinn fyrsti á morgun. Veðrið er yndislegt og helst vonandi þannig fram á haust. Bjart yfir fólki og náungakærleikurinn allsráðandi.
Ég verð bara að minna fólk á að grýta lögregluna fyrir að sinna sínum störfum. Það er fyrir hagsmunum okkar allra.
Þangað til næst....
21.4.2008 | 16:31
Bílastæði....
Ég lagði í gjaldskylt bílastæði í dag. Kostaði kr. 500 þeir klukkutímar sem ég þurfti. Fann ekki stæði annars staðar svo ég ákvað bara að spreða aðeins.
Ég lenti í stórskrítnum atburði þegar ég var að borga í stæðið.
Þegar ég er að koma að bílastæðagreiðsluvélinni er maður að koma frá henni og sest inn í bílinn sinn sem er lagt alveg við hana. Ég byrja að setja pening í, kemur þá ekki maðurinn út úr bílnum talandi um að hann hafi gleymt að taka miðann.
Það var enginn miði í vélinni og ég hafði bara byrjað að setja pening í þegar ég kom að henni. Tók ekkert eftir því hvort væri miði eða peningur í vélinni. Maðurinn gerði sér lítið fyrir og ýtti á græna takkann til að fá miða. Halló, ég er að setja pening í. Ég varð smá reið og spurði hvað maðurinn væri eiginlega að gera, svo fauk miðinn sem kom þegar hann ýtti á takkann og ég þurfti að elta hann. Ekki bætti það úr skák. Ég spurði manninn hvað hann héldi að hann væri að gera og sagði að hann skuldaði mér 300 krónur. Miðinn sem kom út var til klukkan hálf fjögur ég þurfti til rúmlega fjögur.
Hann má nú eiga það þessi maður að hann borgaði mér 300 krónur og tók miðann. Ég setti pening í aftur og fékk miða sem rann út rúmlega hálf fimm. Þegar ég er svo að labba að bílnum mínum til að setja miðann í hann kemur maðurinn út úr bílnum og segir að miðinn sé til fjögur. Ég svaraði hátt og skýrt að hann væri bara til hálf og að ég þyrfti miða til rúmlega. Týpískur karlmaður.
Ég var frekar hneyksluð á þessum manni í morgun, en nú þykir mér þetta bara fyndið. Sérstaklega í ljósi þess að maðurinn jú borgaði mér peninginn sem ég var búin að setja í. Ég tek það fram að ef hann hefði ekki ýtt á takkann hefði ég látið hann hafa pening þar sem hann gleymdi að taka miða og það var peningur í vélinni þegar ég kom að.
Þangað til næst....
21.4.2008 | 14:20
Vekjaraklukkan mín....
Mikið svakalega var ég bjartsýn þegar ég lýsti yfir tilhlökkun minni við að sofa út á laugardagsmorguninn.
Ég vaknaði þegar Snúður "vekjari" skellti sér á bringuna á mér óguðlega snemma. Sem betur fer er ég þeim eiginleikum búin að ég get oftast sofnað aftur eftir svona vakningu. Ég veit ekki hvað gekk á fyrir honum en eitthvað var hann ósáttur við að hafa mig uppi í rúmi.
Ég bjó til hummust fyrir helgina, notaði uppskrift hérna af mbl. Þvílíkur viðbjóður. Ég bjó þetta til eftir minni, þurfti að kaupa kjúklingabaunir og cumin, annað var til. Notaði extra virgin ólífuolíu eins og kokkurinn gerði hérna á mbl síðunni. Verð að viðurkenna að ég er ekki mjög hrifinn af bragðinu á henni. Þegar ég var komin með allt hráefnið skellti ég því í matvinnsluvélina og setti hana í gang. Smakkaði svo á afrakstrinum og var ekki hrifinn. Mér finnst hummus nefnilega góður, komst að þeirri niðurstöðu að ólífuolían væri ónýt og grunaði að kannski hefði ég gleymt einhverju úr uppskriftinni. Auðvita kom á daginn að ég gleymdi einhverju, sítrónusafanum. Samt sem áður var það ólífuolían sem gerði útslagið. Hún var nefnilega ónýt.
Gerði svo aðra tilraun til að búa til hummus á laugardaginn eftir vakninguna æðislegu. Var með öðruvísi niðursoðnar kjúklingabaunir, venjulega ólífuolíu og mundi eftir sítrónusafanum. Nammi, namm. Mikið ofboðslega var heimilisfólkið almennilegt þegar það smakkaði á vonda hummusnum og lýsti því yfir að hann væri fínn.
Þarf að fara í Hagkaup og kaupa fleiri dósir af þessum fínu kjúklingabaunum.
Þangað til næst....
18.4.2008 | 23:07
Þetta venjulega....
Ég skellti mér á Deli í hádeginu í gær og fékk mér Quesadilla með kjúklingi. Mikið svakalega var þetta gott. Quesadilla er ekki fast á matseðlinu hjá honum í Deli en var víst í boði alla vikuna. Vona bara að það verði framhald af því.
Fæ mér venjulega pastasalatið hjá honum, það er vel útlátið og ansi gott. Verð að prófa hvítlauksbrauðin því þau runnu út eins og heitar lummur þegar ég beið eftir matnum mínum í gær.
Ég er að jafna mig á fuglaflensunni. Missi samt stundum andann þegar ég er að tala, öllum til mikillar ánægju. Ég á það til að fá munnræpu, ekki neitt svakalega slæma. Kannski er þetta bara samsæri hjá fjölskyldunni til að þagga niðri í mér.
Hef legið yfir Terry Pratchett undanfarið. Hef lesið allar Discworld sögurnar hans, flestar oftar en einu sinni og meirihlutann oftar en það. Er að lesa Making Money núna. Hann er svo skemmtilegur höfundur. Vona bara að hann geti glatt mig og aðra lesendur sína í nokkur ár í viðbót. Hann er víst með Alzheimer maðurinn.
Sá á IMdb að Sky sýndi The Colour of magic um páskana. Get ekki beðið eftir að hún komi á DVD svo ég geti séð hana. Davíð frændi er víst búin að sjá hana og er myndin gerð eftir fyrstu tveimur Discworld bókunum, The Colour of Magic og The Light Fantastic, segir frá ævintýrum Rincewind og Twoflower. Jason David leikur Rincewind og Sean Austin leikur Twoflower. Sá stutt brot úr henni á heimasíðu Sky, það lofar góðu.
Það verður gott að sofa út í fyrramálið.
Þangað til næst....
Vinir og fjölskylda | Breytt 19.4.2008 kl. 03:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 14:19
Frábært....
Mikið svakalega er þetta myndband skemmtilegt. Get horft á það aftur og aftur.
Húrra fyrir framlagi Íslands í Eurovision.
Þangað til næst....
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2008 | 13:54
Um að gera að blogga....
Já er ekki best að taka sig til og reyna að blogga reglulega. Jú, mér finnst það.
Dagarnir eru ekki mikið frábrugðnir hver öðrum. Nema kannski síðastliðnar tvær vikur. Var hundveik. Með hita, beinverki og alles í síðustu viku. Ég hélt reyndar að ég væri komin með lungnabólgu þar sem ég var með þvílík andþyngsli og hrygldi í mér þegar ég andaði. Endaði með heimsókn frá næturlækni sem úrskurðaði að ég væri með inflúensu og þyrfti hvorki meira né minna en fuglaflensulyfið fræga Tamiflu. Já takk, ég er sem sagt með fuglaflensuna. Bauðst til að hósta á alla sem ég hitti.
Svaf mikið í síðustu viku, eiginlega of mikið.
Gísli afi lést aðfaranótt 1. apríl, vikuna fyrir veikindin miklu, við brunuðum norður til að kveðja þann gamla. Hann lést í svefni sem var mikil blessun.
Hann var nýkomin úr heilmikilli rannsókn og líklega með krabbamein á háu stigi. Fjóla amma lést 1.janúar 1999 eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Engum langaði til að upplifa það aftur.
Það var kistulagt 11.apríl og jarðaförin var laugardaginn 12.apríl. Ég fór ekki í kistulagninguna, var bara of veik. Var einstaklega fegin því að við fjölskyldan fórum norður til að kveðja Gísla afa daginn sem hann lést.
Séra Hjálmar jarðsöng afa. Hann Gísli afi bað hann um það þegar hann jarðsöng hana Fjólu ömmu fyrir rúmum 9 árum og auðvita mundi Séra Hjálmar eftir því.
Það er nú samt skemmtilegt að segja frá að þegar langafabörnin hans Gísla afa, synir Ragnhildar og Óla, komu inn í kirkjuna heyrðist í Sigþóri. "Er langafi í kistunni, má ég opna hana, mig langar að sjá hann." Hann Sigþór vissi nefnilega að mamma hans hafði farið á kistulagninguna kvöldið áður til að kveðja afa og að kistunni hefði verið lokað eftir það.
Eftir erfidrykkjuna lá leiðin suður. Ég sá rúmið mitt í hyllingum. Auðvita ekki búin að gera mikið annað en að verma það í veikindunum.
Er enn að jafna mig á þessu öllu saman. Fæ enn smá andþyngsli og nokkuð væn hóstaköst. Vonandi fer þetta að verða búið.
Þangað til næst....
1.4.2008 | 16:39
1.apríl....
Mbl.is er með flottasta aprílgabb ársins, að mínu mati.
Ég ætla nú ekki að blaðra og skemma fyrir þeim sem gætu fallið fyrir því. Mikið hrikalega er það fyndið. Ég sit hérna við tölvuna hjá Siggu frænku fyrir norðan og er búin að sýna Ragnhildi það og fannst henni það ekkert smá fyndið. Ég hugsa að ég eigi eftir að "falla" fyrir því nokkrum sinnum í viðbót.
Þangað til næst....
31.3.2008 | 14:28
Loksins...
...eða þannig. Það er alltaf leikinn sami leikurinn hjá þessum olíufyrirtækjum í landinu. Hækka eldsneytisverð og lækka svo stuttu seinna. Alltaf er lækkunin þó minni en hækkunin. Svona smá friðþæging.
Þeir eru líka ansi snöggir að hækka þegar verð á olíu í heiminum hækkar, aldrei neinar birgðir til af eldsneyti hjá þeim þá. Fá greinilega eldsneyti sent með Overnight Express á nýja verðinu til landsins. En viti menn, þau skipti sem verð á olíu hefur lækkað eru til svo miklar birgðir hjá þeim að hálfa væri nóg og þeir geta bara ekki lækkað verð á eldsneyti hjá sér.
Þangað til næst....
N1 lækkar eldsneytisverð um krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 08:32
Mótmæli....
Bloggarar! Endilega takið fram hvar þið búið og hvert þið sækið vinnu þegar þið eruð að láta álit ykkar á götumótmælum vörubílstjóra í ljós, hvort sem þið eruð með eða á móti.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði