Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Föndur

Harðangur....

Ég var svo heppin að eiga ömmu sem var mikil föndurkona.

Fjóla amma var listamaður, sjálflærð. Já hún kenndi sjálfri sér flest allt sem hún kunni.Harðangur-01

Hún kenndi mér að hekla, sauma, prjóna og sauma út. Mig langaði alltaf að læra harðangur og ætlaði að biðja ömmu um að kenna mér hann. Því miður varð aldrei neitt úr því þar sem hún lést áður en ég komst til þess að biðja hana um það. Það var reyndar margt fleira sem ég hefði viljað læra af henni.

Ég var svo heppin að ég fann bók sem kenndi harðangur í Skólavörubúðinni. Ég hafði mjög gaman af því að prufa mig áfram og lærði mikið af bókinni.

Síðan þá hef ég saumað nokkur stykki. Dúkurinn sem er á myndinni hér fyrir ofan er eftir dúk sem amma saumaði þegar ég var lítil eða áður en ég fæddist. Ég saumaði þrjá alveg eins einlita dúka sem ég gaf systir hennar mömmu og dætrum hennar í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Stærsta stykkið sem ég hef saumað er dúkur sem ég gaf mömmu og hún notar á borðstofuborðið.

Harðangur-02

Græni dúkurinn er fyrsti dúkurinn sem ég saumaði og gaf mömmu. Ég hugsa að hann sé um 40 cm x 40 cm. Það er ekki alltaf að marka stærðina sem gefin er upp í uppskriftunum. Stærðin fer eftir grófleika javans eða efninu sem notað er.

Nóg um harðangur í bili.

Þangað til næst....

 


Skartgripagerð....

Loksins, loksins er ég byrjuð aftur.

Í fyrra þegar Snúður kom til mín tæplega sjö vikna og pínu, pínulítill þá gekk ég frá öllum verkfærum, perlum, steinum og tilheyrandi inn í skáp. Í raun ekki hægt annað. Hann var og er reyndar enn alveg svakalega forvitin.

Mömmu vantaði skartgripi fyrir afmæli Dúkarafélagsins í febrúar þannig að ég tók allt fram aftur og bjó til festi og lokka handa henni. Mikið ofboðslega átti Snúður bágt. Hvað.. hvað.. handa mér hefði heyrst í honum ef hann gæti talað. Skemmtilegast þótti honum þegar ég var að þræða festina, hann hélt auðvita að hann ætti að eltast við þráðinn og það sem á honum var. Ég var orðin nett pirruð á honum greyinu. Farðu.. hviss.. nei.. hættu þessu vitleysingurinn þinn, var það eina sem hann heyrði frá mér.  Þetta var fyrir þremur vikum.

Síðastliðna viku er ég búin að vera að vinna í að stytta festar, búa til eyrnalokka við festi og gera eina nýja festi. Það  urðu smá slagsmál við Snúð sem enduðu á því að ég lokaði hann inni í íbúð hjá mér. Hann var ekkert smá ósáttur og fékk hurðin að finna fyrir því. krafs.. krafs.. krafs. Ég veit ekki hvernig þetta verður hjá mér í framtíðinni með þessa skartgripagerð. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að hann Snúður gleypi eitthvað af steinunum eða því sem ég er að vinna með og það standi í honum.

Ég verð eiginlega að koma mér upp vinnuaðstöðu sem Snúður kemst ekki að.

Þangað til næst....


Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 21199

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband