Færsluflokkur: Spaugilegt
7.6.2008 | 17:30
Snúður og teygjan....
Hann Snúður á alveg nóg af dóti og er duglegur að leika sér með það. Ef hann kemst í færi við hárteygju verður hann himinlifandi. Honum þykir ekkert skemmtilegra að leika sér með þær.
Í gær fórum við að leika okkur að gamalli teygju, ég skaut henni út í loftið og hann á eftir. Nei, ég skaut honum ekki út í loftið, bara teygjunni. Það er augljóst að Snúður er ekki hundur þar sem ég þarf að sækja teygjuna til að skjóta henni aftur. Hann situr bara á rassinum og horfir á mig. Meira, skjóttu aftur. Þegar ég nennti ekki að skjóta og sækja, já ég veit það hann ræður, hélt hann bara áfram að leika sér að teygjunni.
Í gærkvöldi fann ég svo teygjuna á gólfinu, rennandi blauta og reyndar bara pínu hluta af henni. Ónei, ætli hann hafi étið restina af teygjunni. Ég varð pínu áhyggjufull en það virtist í lagi með Snúð svo ég hugsaði ekki meira um það. í morgun heyrði ég hann svo kúgast og æla. Það er ekkert nýtt, svona hreinsa þeir sig. Þegar ég fór fram til að hreinsa upp eftir hann sá ég restina af teygjunni í bland við hárin sem hann hafði ælt. Vá hvað mér létti, en mikið rosalega er kötturinn minn ruglaður.
Hann fær ekki að leika sér með teygjur á næstunni.
Þangað til næst....
31.5.2008 | 17:15
Fjólur og býflugur....
Ég var að koma frá því að setja í pottana sem mamma gaf mér til að hafa á bakvið hjá mér. Ég setti fjólur í þá, það kom ekkert annað til greina. Fjólur eru uppáhaldsblómið mitt.
Mamma var svo almennileg að hún keypti nóg af fjólum handa okkur báðum og fullt af mold einnig. Það eina sem ég þurfti að gera var að ná í þetta og fara með niður til mín. Snúður var mjög áhugasamur og hékk úti í glugga og fylgdist með mér setja fjólurnar í pottana. Það gekk bara vel og virtist hann bara vera sammála.
Þegar ég var svo búin að ganga frá öllu og fór út að vökva fékk Snúður að kíkja út. Hann tók tilhlaup og stökk á risastóra býflugu. Vá það urðu smá slagsmál. Ég tók hann upp svo hann yrði nú ekki stunginn og þurfti að hafa mig alla við svo ég missti hann ekki úr fanginu á mér. Hann slasað býfluguna svo mikið að hún geti ekki flogið og liggur bara í grasinu og titrar öll. Ég fór nefnileg út til að athuga með hana og þá mætti önnur býfluga af svipaðri stærð á svæðið. Núna er Snúður við svalahurðina og kvartar hástöfum yfir að fá ekki að fara út. Vá hvað ég er vond.
Ég held samt að hann hafi verið stunginn, ég virðist ekki mega klóra honum vinstra megin á hálsinum. Ég vona bara að hann sé svo fúll út í mig að ég megi ekki vera góð við hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem hann slæst við býflugu. Mamma og litli bróðir björguðu einni frá honum uppi á verönd um daginn.
Kamakazi köttur.
Þangað til næst....
28.5.2008 | 17:28
Snúður....
Snúður elskar þvottahúsið. Það er fullt af krókum og kimum sem hann getur smeygt sér um. Annars þykir honum ekkert skemmtilegra en að sitja fyrir framan vélina og fylgjast með þvottinum fara hring eftir hring eftir hring. Svo reynir hann að komast inn í vélina til að ná þvottinum. Frekar fyndið að fylgjast með honum, hann nefnilega kvartar við mann yfir því að komast ekki að þvottinum.
Nú er hann farinn að koma sér fyrir ofan á þvottavélinni og reynir að komast að þvottinum þannig. Hann lætur ekkert trufla sig. Hreyfir sig ekki þegar ég mæti með myndavélina til að taka myndir af honum.
Kvartar ekki einu sinni yfir að ná ekki þvottinum en reynir nú samt að teygja sig í hann eins og sést.
Ég gæti fyllt bloggið af sögum og myndum af honum Snúð en læt þetta duga í bili.
Þangað til næst....
29.4.2008 | 13:23
Skrauteistu....
Ekki er öll vitleysan eins. Nú vantar mig bara skrauteistu til að hengja í bílinn hjá mér.
Florida lawmakers consider bill banning ornamental testicles
April 28, 2008
TALLAHASSEE, Fla.-They're proudly displayed by any self-respecting bull, but dangling big metal ones on the back end of a truck could be banned in Florida.
Metal replicas of bull testicles have become trendy bumper ornaments in some parts of the Sunshine State, but state Sen. Carey Baker is campaigning to ban the orbs.
Baker acknowledged that Florida lawmakers have more pressing issues, including huge revenue shortfalls, but said the state needs to draw a line on what's obscene before more objectionable adornments appear.
State Sen. Steve Geller argued against Baker's bill.
"I find it shocking that we should be telling people that have the metallic bull testicles ... you're now going to have points on your license for this," said Geller.
Geller was in the minority. Baker's bill to fine drivers $60 for displaying the ornaments passed the Senate. It's now up to the House, but there's only a slim chance that members of that chamber would pass the measure before the session ends this coming Friday.
If it were to be passed, Gov. Charlie Crist has not indicated whether he would sign it, although he has not been too critical of this and other not-so-pressing issues.
"It's good to have some things that maybe aren't quite as serious. Got to have a little levity," the governor said.
A similar bill in Virginia, aimed at rubber trailer hitch replicas of human genitalia, died in committee this year.
Þangað til næst....
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2008 | 13:21
Snillingur....
Ég elska heimska glæpamenn og þessi er nú örugglega með þeim heimskari.
Police: Carjacker stops to ask TV news crew for directions
April 24, 2008
CLEVELAND-A carjacking suspect stopped during the crime to ask a television news crew for directions, police said.
The 19-year-old was arraigned Thursday on a charge of aggravated robbery and ordered held on $50,000 bond.
WOIO-TV newswoman Shannon O'Brien and photographer Eric Walls were doing a sidewalk report Monday on bank problems when the passenger in a car asked for directions to a bank. The driver signaled that he was being held at gunpoint, O'Brien told police.
The news crew called police and followed the car until officers caught up. Police Lt. Thomas Stacho said the suspect was carrying a loaded handgun.
Þangað til næst....
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 13:13
Farið í mál út af öllu....
Það er ekki hægt annað en að hlæja að vitleysunni í Ameríkananum. Dæmi svo hver sjálfur.
300-pound inmate complains Ark. jail doesn't feed him well
April 28, 2008
BENTONVILLE, Ark.-An inmate awaiting trial on a murder charge is suing the county, complaining he has lost more than 100 pounds because of the jailhouse menu.
Broderick Lloyd Laswell says he isn't happy that he's down to 308 pounds after eight months in the Benton County jail. He has filed a federal lawsuit complaining the jail doesn't provide inmates with enough food.
According to the suit, Laswell weighed 413 pounds when he was jailed in September. Police say he and a co-defendant fatally beat and stabbed a man, then set his home on fire.
"On several occasions I have started to do some exercising and my vision went blurry and I felt like I was going to pass out," Laswell wrote in his complaint. "About an hour after each meal my stomach starts to hurt and growl. I feel hungry again."
But Laswell then goes on to complain that he undertakes little vigorous activity.
"If we are in a small pod all day (and) do next to nothing for physical exercise, we should not lose weight," the suit says. "The only reason we lost weight in here is because we are literally being starved to death."
The suit also asks that the county be ordered to serve hot meals. The jail has served only cold food for years.
The meals, provided through Aramark Correctional Institution Services, average 3,000 calories a day, jail Capt. Hunter Petray told The Morning News of northwest Arkansas for a story Saturday.
A typical Western diet consists of 2,000 to 3,000 calories a day.
Laswell's suit was filed without a lawyer in U.S. District Court in Fayetteville.
Þangað til næst....
28.4.2008 | 11:53
Af sjálfvirkum vekjara....
Ef væri ekki búið að gelda Snúð þá hefði ég farið allsnarlega með hann í morgun og "snip, snip".
Best að byrja á byrjuninni. Á laugardagsmorguninn klukkan 06:10 mætti sjálfvirki vekjarinn á svæðið. Vakna, vakna, vakna. Hann tók tilhlaup eins og venjulega og skellti sér á bringuna á mér. Ég sneri mér á hliðina og ýtti Snúð í burtu. Þá fór hann á röltið, á mér. Sprangaði fram og aftur á mjöðminni á mér. Á endanum gafst hann samt upp og ég gat sofnað aftur. Húrra.
Ég fékk frið í gærmorgun, hann hefur líklega verið svo þreyttur eftir að vakna svona óguðlega snemma á laugardagsmorguninn.
Í morgun klukkan 05:30 fékk Snúður kast í glugganum á svefnherberginu. Starrarnir voru greinilega eitthvað spennandi og hann gat augljóslega ekki mænt á þá í gegnum eldhúsgluggann, stökk heldur upp í gluggann hjá mér með ógurlegum látum. Hann hefur nú gert þetta áður en í morgun er í fyrsta skipti sem ég hef farið á fætur og tekið hann úr glugganum.
Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar en mundi svo að ég var búin að láta gelda ólátabelginn. Andsk....!
Þangað til næst....
25.4.2008 | 16:15
Starfskynning....
Kannski stefna þau á frama í mótmælum.
Það eru jú til atvinnumótmælendur.
Þangað til næst....
Ungmenni tefja umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2008 | 15:43
Heimskir krimmar....
Man's trip through metal detector turns up drugs
April 18, 2008
DOTHAN, Ala.-A Dothan man attempting to report to his probation officer and pay some fines was re-arrested when he emptied his pockets for a metal detector at the Houston County Courthouse and laid out more than the usual coins and keys.
Two baggies full of marijuana came out, too, authorities said.
Malcom Williams, 51, tried to escape when the drugs appeared Thursday, but he was caught after a minor struggle and a failed attempt to Taser him, sheriff's officers said.
"He reached into his pocket and pulled out a handful with change, U.S. currency, keys, and the marijuana was evident in his hand," Houston County Sheriff's Capt. Antonio Gonzalez said Friday. "Every now and then you have somebody who forgets what he had in his pockets."
Sheriff's Investigator Rick Clemmons said deputies had to shackle Williams instead of handcuffing him because his arm was in a sling with a cast on it.
Williams was being held in the Houston County Jail without bond for violating his probation. He pleaded guilty to felony third-degree escape in April 2007, according to court records.
It was not immediately clear if Williams had a lawyer Friday.
21.4.2008 | 16:31
Bílastæði....
Ég lagði í gjaldskylt bílastæði í dag. Kostaði kr. 500 þeir klukkutímar sem ég þurfti. Fann ekki stæði annars staðar svo ég ákvað bara að spreða aðeins.
Ég lenti í stórskrítnum atburði þegar ég var að borga í stæðið.
Þegar ég er að koma að bílastæðagreiðsluvélinni er maður að koma frá henni og sest inn í bílinn sinn sem er lagt alveg við hana. Ég byrja að setja pening í, kemur þá ekki maðurinn út úr bílnum talandi um að hann hafi gleymt að taka miðann.
Það var enginn miði í vélinni og ég hafði bara byrjað að setja pening í þegar ég kom að henni. Tók ekkert eftir því hvort væri miði eða peningur í vélinni. Maðurinn gerði sér lítið fyrir og ýtti á græna takkann til að fá miða. Halló, ég er að setja pening í. Ég varð smá reið og spurði hvað maðurinn væri eiginlega að gera, svo fauk miðinn sem kom þegar hann ýtti á takkann og ég þurfti að elta hann. Ekki bætti það úr skák. Ég spurði manninn hvað hann héldi að hann væri að gera og sagði að hann skuldaði mér 300 krónur. Miðinn sem kom út var til klukkan hálf fjögur ég þurfti til rúmlega fjögur.
Hann má nú eiga það þessi maður að hann borgaði mér 300 krónur og tók miðann. Ég setti pening í aftur og fékk miða sem rann út rúmlega hálf fimm. Þegar ég er svo að labba að bílnum mínum til að setja miðann í hann kemur maðurinn út úr bílnum og segir að miðinn sé til fjögur. Ég svaraði hátt og skýrt að hann væri bara til hálf og að ég þyrfti miða til rúmlega. Týpískur karlmaður.
Ég var frekar hneyksluð á þessum manni í morgun, en nú þykir mér þetta bara fyndið. Sérstaklega í ljósi þess að maðurinn jú borgaði mér peninginn sem ég var búin að setja í. Ég tek það fram að ef hann hefði ekki ýtt á takkann hefði ég látið hann hafa pening þar sem hann gleymdi að taka miða og það var peningur í vélinni þegar ég kom að.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 21199
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði