Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Mannvonskan er mikil...

Sem dýravini á ég ekki orð.

Gæludýr, hvers kyns sem þau kunna að vera þurfa að treysta á okkur til að hugsa um sig. Ekki geta þau heldur tjáð sig svo við skiljum nema að litlu leyti.

Aðilinn sem framdi þennan óhugnað á greinilega verulega bágt. Að koma svona fram við minni máttar er ofar mínum skilning.

Vonandi næst viðkomandi, fær þungar sektir og fangelsisdóm.

Við megum ekki komið svona illa fram við dýrin okkar.

Þangað til næst... 


mbl.is Dýraníðings leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðangur....

Ég var svo heppin að eiga ömmu sem var mikil föndurkona.

Fjóla amma var listamaður, sjálflærð. Já hún kenndi sjálfri sér flest allt sem hún kunni.Harðangur-01

Hún kenndi mér að hekla, sauma, prjóna og sauma út. Mig langaði alltaf að læra harðangur og ætlaði að biðja ömmu um að kenna mér hann. Því miður varð aldrei neitt úr því þar sem hún lést áður en ég komst til þess að biðja hana um það. Það var reyndar margt fleira sem ég hefði viljað læra af henni.

Ég var svo heppin að ég fann bók sem kenndi harðangur í Skólavörubúðinni. Ég hafði mjög gaman af því að prufa mig áfram og lærði mikið af bókinni.

Síðan þá hef ég saumað nokkur stykki. Dúkurinn sem er á myndinni hér fyrir ofan er eftir dúk sem amma saumaði þegar ég var lítil eða áður en ég fæddist. Ég saumaði þrjá alveg eins einlita dúka sem ég gaf systir hennar mömmu og dætrum hennar í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Stærsta stykkið sem ég hef saumað er dúkur sem ég gaf mömmu og hún notar á borðstofuborðið.

Harðangur-02

Græni dúkurinn er fyrsti dúkurinn sem ég saumaði og gaf mömmu. Ég hugsa að hann sé um 40 cm x 40 cm. Það er ekki alltaf að marka stærðina sem gefin er upp í uppskriftunum. Stærðin fer eftir grófleika javans eða efninu sem notað er.

Nóg um harðangur í bili.

Þangað til næst....

 


Fjólur og býflugur....

Ég var að koma frá því að setja í pottana sem mamma gaf mér til að hafa á bakvið hjá mér. Ég setti fjólur í þá, það kom ekkert annað til greina. Fjólur eru uppáhaldsblómið mitt.fjólur

Mamma var svo almennileg að hún keypti nóg af fjólum handa okkur báðum og fullt af mold einnig. Það eina sem ég þurfti að gera var að ná í þetta og fara með niður til mín. Snúður var mjög áhugasamur og hékk úti í glugga og fylgdist með mér setja fjólurnar í pottana. Það gekk bara vel og virtist hann bara vera sammála.

Þegar ég var svo búin að ganga frá öllu og fór út að vökva fékk Snúður að kíkja út. Hann tók tilhlaup og stökk á risastóra býflugu. Vá það urðu smá slagsmál. Ég tók hann upp svo hann yrði nú ekki stunginn og þurfti að hafa mig alla við svo ég missti hann ekki úr fanginu á mér. Hann slasað býfluguna svo mikið að hún geti ekki flogið og liggur bara í grasinu og titrar öll. Ég fór nefnileg út til að athuga með hana og þá mætti önnur býfluga af svipaðri stærð á svæðið. Núna er Snúður við svalahurðina og kvartar hástöfum yfir að fá ekki að fara út. Vá hvað ég er vond.

Ég held samt að hann hafi verið stunginn, ég virðist ekki mega klóra honum vinstra megin á hálsinum. Ég vona bara að hann sé svo fúll út í mig að ég megi ekki vera góð við hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem hann slæst við býflugu. Mamma og litli bróðir björguðu einni frá honum uppi á verönd um daginn.

Kamakazi köttur.

Þangað til næst....


Eldrauður....

Gærdagurinn var nú bara með þeim betri.

Það leit allt út fyrir að hann yrði bara einn af þessum venjulegu dögum. Svo kom pósturinn inn um lúguna. Hmm, bréf til mín frá Happadrætti Háskólans. Getur verið að ég hafi unnið á miðann minn. Jú viti menn, ég vann smávegis og þetta var tilkynning um að vinningurinn hefði verið lagður inn á banka hjá mér. Jibbý, þetta er í annað skipti sem ég vinn á þennan miða og sama upphæðin og ég vann síðast.

Dagurinn varð svo bara betri, litli bróðir kom heim á eldrauðum300 hestafla Ford Mustang GT. Ég rétti fram höndina litli bróðir settist í farþegasætið og svo var farið á rúntinn. Ókei, ekki alveg á rúntinn enda erfitt í umferðinni seinni partinn á fimmtudegi. Ég fór út í búð og keyrði löngu leiðina heim. Fékk eiginlega ekki tækifæri til að gefa í þar sem það var einhver auli á sunnudagsrúntinum á vinstri akrein.

Geðveikur bíll, nú er bara að koma sér í mjúkinn hjá pabba og litla bróðir svo maður fái að keyra hann sem oftast. Devil

Þangað til næst....


Afneitun....

Ég heyrði viðtalsþátt á BBC World í gær á leið heim úr vinnunni í sambandi við þessi mál. Þar kom fram að ein af ástæðunum að þetta viðgengist, þ.e. enginn virtist vita neitt fyrr en atburðirnir komu fram í dagsljósið og þá kæmi fólk fram og segðist hafa vitað að ekki væri allt í lagi þarna, ætti rætur sínar að rekja til seinni heimstyrjaldarinnar.

Á þeim tímum var algengt að fólk færi með kjaftasögur í nasistana um nágranna og vini til þess að fá verðlaun, oft á tíðum bara af því að það hafði horn í síðu einhvers. Afleiðing þess væri að fólk skipti sér ekki af málum annarra og vildi helst ekki þekkja nágrannana sína.

Tæplega 63 ár eru síðan Seinni heimstyrjöldinni lauk og nokkrar kynslóðir. Ég er auðvita ekki dómbær á hvernig fólk hagar sér í daglegu lífi í Austurríki en er efins að þessi útskýring sé réttlætanleg.

Í þessum þætti var talað eins og Amstetten málið væri einsdæmi af Austurrískum sálfræðingi. Hann reyndi að gera lítið úr Kampusch málinu og nefndi ekkert konuna sem hélt dætrum sínum í haldi eftir skilnaðinn við manninn sinn.

Í því máli var einhver kona margbúin að kvarta við yfirvöld bæjarins yfir að eitthvað væri ekki í lagi hjá móðir stúlknanna og ekkert gert fyrr en hún hótaði að höfða mál á hendur þeirra sem sáu sér ekki færi á að athuga umkvartanir sínar.

Svo er ég forvitinn af hverju það voru félagsmálayfirvöld í Amstetten fóru í 21 skráða heimsókn á heimili Fritzl. Varla var það eingöngu út af þessum þremur ættleiðingum. Hvað á maður að halda.

Þangað til næst.... 


mbl.is Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrauteistu....

Ekki er öll vitleysan eins. Nú vantar mig bara skrauteistu til að hengja í bílinn hjá mér.

Florida lawmakers consider bill banning ornamental testicles

April 28, 2008

TALLAHASSEE, Fla.-They're proudly displayed by any self-respecting bull, but dangling big metal ones on the back end of a truck could be banned in Florida.

Metal replicas of bull testicles have become trendy bumper ornaments in some parts of the Sunshine State, but state Sen. Carey Baker is campaigning to ban the orbs.

Baker acknowledged that Florida lawmakers have more pressing issues, including huge revenue shortfalls, but said the state needs to draw a line on what's obscene before more objectionable adornments appear.

State Sen. Steve Geller argued against Baker's bill.

"I find it shocking that we should be telling people that have the metallic bull testicles ... you're now going to have points on your license for this," said Geller.

Geller was in the minority. Baker's bill to fine drivers $60 for displaying the ornaments passed the Senate. It's now up to the House, but there's only a slim chance that members of that chamber would pass the measure before the session ends this coming Friday.

If it were to be passed, Gov. Charlie Crist has not indicated whether he would sign it, although he has not been too critical of this and other not-so-pressing issues.

"It's good to have some things that maybe aren't quite as serious. Got to have a little levity," the governor said.

A similar bill in Virginia, aimed at rubber trailer hitch replicas of human genitalia, died in committee this year.

Þangað til næst....

 


Snillingur....

Ég elska heimska glæpamenn og þessi er nú örugglega með þeim heimskari.

Police: Carjacker stops to ask TV news crew for directions

April 24, 2008

CLEVELAND-A carjacking suspect stopped during the crime to ask a television news crew for directions, police said.

The 19-year-old was arraigned Thursday on a charge of aggravated robbery and ordered held on $50,000 bond.

WOIO-TV newswoman Shannon O'Brien and photographer Eric Walls were doing a sidewalk report Monday on bank problems when the passenger in a car asked for directions to a bank. The driver signaled that he was being held at gunpoint, O'Brien told police.

The news crew called police and followed the car until officers caught up. Police Lt. Thomas Stacho said the suspect was carrying a loaded handgun.

Þangað til næst....


Farið í mál út af öllu....

Það er ekki hægt annað en að hlæja að vitleysunni í Ameríkananum. Dæmi svo hver sjálfur.

300-pound inmate complains Ark. jail doesn't feed him well

April 28, 2008

BENTONVILLE, Ark.-An inmate awaiting trial on a murder charge is suing the county, complaining he has lost more than 100 pounds because of the jailhouse menu.

Broderick Lloyd Laswell says he isn't happy that he's down to 308 pounds after eight months in the Benton County jail. He has filed a federal lawsuit complaining the jail doesn't provide inmates with enough food.

According to the suit, Laswell weighed 413 pounds when he was jailed in September. Police say he and a co-defendant fatally beat and stabbed a man, then set his home on fire.

"On several occasions I have started to do some exercising and my vision went blurry and I felt like I was going to pass out," Laswell wrote in his complaint. "About an hour after each meal my stomach starts to hurt and growl. I feel hungry again."

But Laswell then goes on to complain that he undertakes little vigorous activity.

"If we are in a small pod all day (and) do next to nothing for physical exercise, we should not lose weight," the suit says. "The only reason we lost weight in here is because we are literally being starved to death."

The suit also asks that the county be ordered to serve hot meals. The jail has served only cold food for years.

The meals, provided through Aramark Correctional Institution Services, average 3,000 calories a day, jail Capt. Hunter Petray told The Morning News of northwest Arkansas for a story Saturday.

A typical Western diet consists of 2,000 to 3,000 calories a day.

Laswell's suit was filed without a lawyer in U.S. District Court in Fayetteville.

Þangað til næst.... 

 


Ekki slæmur sonur....

Heyrði viðtal við Mike Hammond á BBC World í morgun.

Hann gerði þetta þar sem 88 ára gamall föður hans getur ekki farið á kránna einn, er hálfblindur gamli maðurinn. Hann er komin á heimili fyrir aldraða, fluttur í burt frá vinum sínum og er af þeirri kynslóð að ef hann átti fríkvöld var farið á kránna og drukkin 1-2 bjórar. Samkvæmt Mike vildi pabbi hans gjarnan fara á hverju kvöldi á kránna og Mike heldur bara ekki í við þann gamla. Ekki að sá gamli sitji á sumbli öll kvöld, heldur sækir kránna fyrir félagsskap.

Mike hafði samband við félagsþjónustu þar sem fæst fólk til að fara með þeim sem á aðstoð þurfa að halda í búðir og þess háttar. Þar var ekki í boði að fá félagsskap á kránna. 

Úr varð að hann auglýsti eftir félagsskap fyrir pabba sinn á pósthúsinu í bænum. Eftir að auglýsingin var birt í dagblaði eyddi Mike heilum degi í að svara í farsímann og heimasímann vegna fyrirspurna. Hann slökkti á farsímanum og tók heimasímann úr sambandi klukkan 5 þann daginn. Var búin að fá nóg.

Mike segist hafa fengið um 15 alvöru umsóknir, að lokum komu þrír til greina. Mike fór með pabba sinn og tvo af umsækjendunum á kránna, sitt í hvoru lagi, til að athuga hvort þeir kæmu til greina. Jú, pabba Mike líkaði vel við þessa tvo og fer nú á kránna 1 kvöld í viku með syninum og skipta svo nýju vinirnir hinum kvöldunum á milli sín.

Mér þykir hann Mike Hammond nokkuð góður að gera þetta fyrir pabba sinn.

Þangað til næst.... 


mbl.is Á launum við sumblið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfskynning....

Kannski stefna þau á frama í mótmælum.

Það eru jú til atvinnumótmælendur.

Þangað til næst.... 


mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband