Færsluflokkur: Dægurmál
21.2.2008 | 11:10
Bráðabloggofnæmi....
Já það er langt síðan ég lét heyra í mér.
Ástæðan er að ég fékk algjört bloggofnæmi. Gerði heiðarlega tilraun í desember að koma mér í gang aftur en þá margfaldaðist ofnæmið og ég sá enga aðra lausn en að taka mér frí frá blessuðu blogginu.
Ég ætla nú ekki útlista af hverju ég fékk þetta bráðaofnæmi, en það lýsti sér þannig að ég gat ekki einu sinni farið inn á bloggið og lesið færslur bloggvina minn. Eins og þeir eru nú skemmtilegir pennar allir saman. Þar sem þetta bráðabloggofnæmi virðist vera í rénum, get ég látið mig hlakka til að lesa fullt af skemmtilegum bloggum. Jibbý.
Það hefur nú ekki mikið á daga mína dregið síðastliðna mánuði. Það sama er nú ekki hægt að segja um hann Snúð.
Hann hefur stækkað, reyndar ekki mikið. Hann verður 1 árs í lok næsta mánaðar, stórafmæli. Og alltaf er hann jafnskemmtilegur.
Gerir mig stundum hálfbrjálaða á kvöldin þegar hann hleypur um alla íbúð með nýjustu bráðina í kjaftinum (sem er venjulega plastpoki eða plastumbúðir sem er búið að binda í hnút) stekkur svo upp í gluggakistu í svefnherberginu mínu og lendir á rimlagluggatjöldunum á fullri ferð með viðeigandi látum. Þetta er ein af hans uppáhalds iðjum þegar ég er komin upp í rúm.
Svo er hann búin að uppgötva 'sjónvarpið'... Hann situr fyrir framan þvottavélina þegar hún er í gangi og fylgist grant með því sem er að gerast inni í henni á milli þess sem hann reyndir að komast inn í hana í gegnum hurðina. Þvottahúsið er ekki spennandi nema að þvottavélin sé í gangi.
Svo er Snúður með alveg svakalega teygjuáráttu. Allar hárteygjurnar mínar hurfu, hver á fætur annarri. Hann þefaði þær uppi. Ég hélt nú bara að hann gerði það þar sem það væri líklega lykt af mér í teygjunum. Nei, ekki aldeilis. Ég keypti nefnilega teygjur og setti spjaldið í töskuna mína, þegar ég kom heim gerði Snúður sér lítið fyrir fór með hausinn ofaní töskuna þar sem hún lá á gólfinu og kom svo með hausinn upp úr töskunni með teygjurnar í kjaftinum. Ég var snögg að taka þær af honum. Þær teygjur eru allar horfnar. Hann náði þeim aftur að lokum. Snúður hefur hvorki fyrr né síðar haft neinn áhuga á töskunni minni.
Nóg um hann í bili.
Þangaði til næst....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 12:33
Eiginhagsmunasemi
Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgið mér í vil. Einmitt, best að láta liðið kjósa núna svona ef ske kynni að því snérist hugur.
Bara fyndið, en víst dýrt spaug.
Þangað til næst....
Danir að kjörborðinu 13. nóvember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 13:30
Skilningsleysi....
....hjá mér.
Ég skil ekki fólk sem ekur undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna.
Ég skil ekki fólk sem lemur annað fólk.
Ég skil ekki fólk sem misnotar annað fólk.
Ég skil ekki fólk sem misnotar börn.
Ég skil ekki fólk sem misnotar völd.
Ég skil ekki fólk sem selur eiturlyf.
Ég skil ekki stríð.
Ég skil ekki fordóma.
Ég skil ekki hryðjuverk.
Ég skil ekki þjóðarmorð.
Ég er eitthvað skilningslaus þessa dagana.
Þangað til næst....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2007 | 14:53
Bjór fyrir fartölvu....
....bara fyndið.
Brewer offers lifetime's beer for laptop
WELLINGTON, New Zealand --A New Zealand brewer is offering a lifetime supply of free beer in exchange for the return of a laptop stolen in a break-in.
"So we decided that if anyone does come into possession of it we'll be happy to offer them a reward -- a dozen (bottles) of beer a month for the rest of their life," he said.
Croucher estimated the total value would likely be about $19,500 for a lifetime of beer. Since making the offer, "plenty of people" had called to say they were looking for the computer, he said.
"Opportunistic kids and a flimsy padlock" resulted in the theft, he said.
Coucher said he was optimistic the free beer offer would lead to the return of the stolen computer. "We'd love it back. We're at such a critical stage in our little business that every hit like that is quite big," he said.
The microbrewery in the central North Island tourist town of Rotorua currently ships 160 gallons of its three beers -- an English-style pale ale, Czech-style pilsner and a cloudy German wheat beer -- each week.
New Zealand winemaker Montana called to warn the brewery owners to make sure the terms of their free beer reward were precise. The winery had a difficult legal wrangle with the winner of an offer of five years' free wine who tried to extend the supply.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2007 | 10:52
Úps....
....ég svaf yfir mig í morgun.
Held að það sé einhver pest að ganga á moggablogginu.
Þegar ég kíkti inn á bloggið áðan þá blasti við mér að Ragga nagli og Jóna sváfu báðar yfir sig í önnur í gær og hin í morgun.
Vona að mogginn gefi ekki út einhverja yfirlýsingu þess efnis að við þurfum að halda okkur frá þeim bloggurum sem sýnt hafa einkenni svo ekki brjótist út faraldur.
Þangað til næst....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 15:03
Ónei....
....ég er að verða hinn versti fréttabloggari.
Stóð mig að því áðan þegar ég las fyrirsögnina "Tannbursti fjarlægður úr nefi konu á Indlandi" og las fréttina að mig langaði svo að blogga um hana. Stóðst reyndar freistinguna, ekki þó öðruvísi en það að hérna er ég að skrifa um staðfestu mína við að standast freistingar þær sem mbl.is skellir framan í mann með svona fyrirsögnum.
Mér leið alveg svakalega illa þegar ég las fyrirsögnina "Leit að geimverum hafin í Kaliforníu" sem er inni á Tækni og vísindi á mbl.is og gat svo ekki bloggað um fréttina. Það var ekki tengill til þess. Skil reyndar hugsunina á bæ moggafólks þar sem athugasemdakerfið hefði örugglega sprungið ef það hefði mátt. Fyrirsögnin æpir á mann "skrifaðu eitthvað sniðugt". Mér datt nú reyndar í hug að þeir þarna í Kaliforníu væru að leita langt yfir skammt þar sem Hollywood væri nú full af geimverum. Ef stór hluti af fólkinu þar er ekki frá öðrum hnetti þá veit ég ekki hvað.
Fréttin er um gangsetningu fullt af útvarpssjónaukum (radiotelescopes) sem notaðir verða til að afla upplýsinga langt utan úr geimnum.
Ef ég væri geimvera forðaðist ég það í lengstu lög að láta mannfólkið vita af mér.
Annars er ég viss um að við séum bara tilraunadýr eða peð í leik hjá einhverjum sem fylgjast með okkur og grenja af hlátri yfir vitleysunni í okkur.
Þangað til næst....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2007 | 13:56
Yndisleg frétt....
....og myndin sem fylgir fréttinni hreint út sagt frábær.
Það er svo gaman þegar fólki dettur svona í hug.
Ég sé þetta alveg fyrir mér, dansararnir í þvílíkum hlífðargöllum (svo þær fái nú ekki flísar úr timbursúlunum) þannig að liðið sem flykkist á "nektar"súludansinn í fjósum og fjárhúsum landsins verður aldeilis fyrir vonbrigðum.
Þangað til næst....
Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektardansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 15:57
Dejavu all over again....
....eða hvað.
Þetta eru nú bara smáglæpir miðað við hans "glæpa"sögu. Hann var sýknaður af morðinu á eiginkonu sinni og vini hennar. En þvílíkur farsi.
Er þetta kannski athyglissýki hjá honum.
Spurning hvort hann sé "glæpon" hafi bara ekki náðst aftur fyrr en nú.
Ætli þessum réttarhöldum verði sjónvarpað.
Það var ótrúlega fyndið að sjá réttarhöldin vegna morðanna. Ég var í Ameríkunni þegar þó voru að taka enda. Fólk var að hneykslast á því að eitthvað vitni sem hafði setið fyrir svörum í vitnastúkunni ári áður og var nú endurkallað mundi bara ekki hverju það hafði svarað. Ég man varla hvað ég borðaði í gær.
Ég hélt að hann yrði dæmdur sekur fyrir morðin á sínum tíma. Aumingja fólkið sem sat í kviðdómi þá. Var örugglega orðið hálfgeðveikt á setunni, komið á róandi lyf, með magasár útaf ringulreiðinni sem líf þeirra var orðið, gafst upp á endanum og ákvað slá þessu öllu upp í kæruleysi og sýkna manninn.
Þetta er auðvita ekkert hlátursmál, en ég verð nú bara að hlæja að vitleysunni í þessum manni.
Þangað til næst....
Vitorðsmaður O.J Simpson ætlar að vitna gegn honum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 15:29
Sparnaður....
Við Íslendingar erum mjög sparsöm þjóð, að minnsta kosti íslenskir ökumenn.
Íslenskir ökumenn spara stefnuljósið í óhófi. Ef það er notað, þá er það ekki gefið fyrr en við erum komin í beygjuna og þá er því skellt á til þess eins að staðfesta að við séum að beygja. Þetta hef ég eftir útlendingi sem kom í heimsókn og hafði orð á þessu.
Ég hef reyndar tekið eftir því að í sumum tilfellum þar sem ég gef stefnuljós til að komast á næstu akrein á háannatímum í umferðinni í Reykjavík, þá er ekkert gert til að hleypa mér inní. Ég hef það á tilfinningunni að ökumaðurinn á næstu akrein finnist ég bara vera að svína.
Ég upplifi mig alltaf eins og í kappakstri í þessum tilfellum. Ónei vina, þú færð sko ekki að fara framfyrir mig.
Komum aftur að stefnuljósunum. Þau er þarft öryggistæki. Ekki síst eins og umferðin er í Reykjavík. Verum duglegri að nota stefnuljósið í hringtorgum, fráreinum, aðreinum og einfaldlega þegar tilefni gefur til.
Ég hef því miður ekki hingað til heyrt hugboðin sem bílstjórarnir sem notar ekki stefnuljós og eru að fara beygja sendir mér. Skrítið.
Þangað til næst....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2007 | 12:07
Betri þjónusta....
Mig langar nú bara að segja frá því að eftir að erlendu stelpurnar sem vinna í Subway Ártúnshöfða byrjuðu þykir mér mikið betra að koma þangað. Afgreiðslan er fljót og skilvirk og allt mikið snyrtilegra. Ég var nefnilega hætt að fara þangað. Fannst staðurinn orðinn frekar ókræsilegur.
Ég var ekki einu sinni viss hvort þær væru íslenskar eða ekki. Öll afgreiðslan fer fram á íslensku en þegar ég var að hrósa þeim fyrir afgreiðsluna kom hjá þeim "ég ekki skilja íslensku".
Þangað til næst....
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði