Færsluflokkur: DVD
18.4.2008 | 23:07
Þetta venjulega....
Ég skellti mér á Deli í hádeginu í gær og fékk mér Quesadilla með kjúklingi. Mikið svakalega var þetta gott. Quesadilla er ekki fast á matseðlinu hjá honum í Deli en var víst í boði alla vikuna. Vona bara að það verði framhald af því.
Fæ mér venjulega pastasalatið hjá honum, það er vel útlátið og ansi gott. Verð að prófa hvítlauksbrauðin því þau runnu út eins og heitar lummur þegar ég beið eftir matnum mínum í gær.
Ég er að jafna mig á fuglaflensunni. Missi samt stundum andann þegar ég er að tala, öllum til mikillar ánægju. Ég á það til að fá munnræpu, ekki neitt svakalega slæma. Kannski er þetta bara samsæri hjá fjölskyldunni til að þagga niðri í mér.
Hef legið yfir Terry Pratchett undanfarið. Hef lesið allar Discworld sögurnar hans, flestar oftar en einu sinni og meirihlutann oftar en það. Er að lesa Making Money núna. Hann er svo skemmtilegur höfundur. Vona bara að hann geti glatt mig og aðra lesendur sína í nokkur ár í viðbót. Hann er víst með Alzheimer maðurinn.
Sá á IMdb að Sky sýndi The Colour of magic um páskana. Get ekki beðið eftir að hún komi á DVD svo ég geti séð hana. Davíð frændi er víst búin að sjá hana og er myndin gerð eftir fyrstu tveimur Discworld bókunum, The Colour of Magic og The Light Fantastic, segir frá ævintýrum Rincewind og Twoflower. Jason David leikur Rincewind og Sean Austin leikur Twoflower. Sá stutt brot úr henni á heimasíðu Sky, það lofar góðu.
Það verður gott að sofa út í fyrramálið.
Þangað til næst....
DVD | Breytt 19.4.2008 kl. 03:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 23:32
Hamfaramyndir....
Mér þykir svo gaman að þeim. Hvort sem um ræðir náttúruhamfarir, eitthvað yfirnáttúrulegt eða geimverur.
Ég var að fá nokkrar myndir frá amazon.com. Þær komu reyndar ekki allar, þær voru sendar í tvennu lagi. Það komu Supernova, Armageddon, Category 7 og The Final Days of Planet Earth sem er um geimpöddur sem ætla að yfirtaka jörðina.
Ég er sem sagt búin að horfa á Final Days og fannst hún bara nokkuð góð, ágætur húmor í henni og ekki mikið um að maður sjái geimverurnar í sínu rétta formi. Þær eru dulbúnar sem fólk. Það er frekar góð setning í myndinni sem segir allt sem segja þarf. "They´re only bugs, theyt put humans on one foot at a time". Eða eitthvað svoleiðis. Minnti mig reyndar á MIB þar sem setningin "there is a bug in town wearing a brand new Edgar suit" heyrist. Myndin er líka svolítið skemmtilega vitlaus.
Horfði líka á Supernova og fannst hún ágæt. Svolítið fyrirsjáanleg á pörtum en það var allt í lagi. Virkilega gaman að sjá sólgosin og það sem sneri að sólinn og afleiðingum sólgosanna.
Ég horfði á Category myndina í gær og fannst hún fín. Það er svo gaman að sjá hvernig hetjurnar ná alltaf að bjarga heiminum á síðustu stundu. Það voru reyndar ágætis subplot í myndinni sem gerðu hana skemmtilegri en hún hefði verið bara sem hamfaramynd.Ég horfi svo líklega á Armageddon við tækifæri. Það er alltaf gaman að henni.
Ég horfi líka reglulega á The Core og The day after tomorrow. Finnst þær æðislegar.
Svo er það Event Horizon, sem er kannski meira sci-fi. Það er alltaf gaman að horfa á hana þrátt fyrir hvað hún er ógeðsleg.
Á svo von á 10.5, Category 6 og Asteroid.
Hann Rúnar Páll var nú ekkert voða hrifinn af því að Final Days of Planet Earth yrði pöntuð þar sem Daryl Hannah leikur í henni. Það var ekki fyrr en ég sagði honum að þetta væri Hallmark mynd að hann samþykkti að það gæti verið varið í hana.
Þangað til næst....
DVD | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2006 | 14:56
Ég fór til London í síðustu viku....
Já þá hefur maður loksins komið til London.
Það er nefnilega svo fínt að vera í Vildarklúbbi Icelandair. Það var tvöfalt punktatilboð í október hjá þeim og ég stökk á það og fékk mér miða til London. Reyndi eftir bestu getu að plata einhvern með mér, en það voru allir búnir að plana útlandaferðirnar og ætluðu ekki að hætta við eða fara í aðra ferð. Það munaði mjög litlu að ég fengi frænku mína með. Ef ég hefði talað við hana hálftíma fyrr! Bara fyndið. Hún hafði nefnilega verið "plötuð" til að fara til Tallin rétt áður en ég hringdi.
Þá var að finna gistingu. Ég var mikið að spá í hótel sem mamma gisti á þegar hún fór út í fyrra þar sem það var rétt hjá Oxfort Street. Ég var endalaust inni á www.visitlondon.com að skoða tilboð á gistingu þar. Ég álpaðist svo óvart inn á Bed and Breakfast linkinn og fann þar lítið hótel sem heitir The Cardiff www.cardiff-hotel.com steinsnar frá Paddington stöð. Það var reyndar skrítið hvernig ég ákvað að gista þar, ég var nefnilega búin að liggja yfir nokkrum hótelum að reyna ákveða á hverju þeirra ég ætlaði að gista. Datt svo bara inn á þetta og bókaði strax. Fjórar nætur, fimmtudag til mánudags.
Þá var það að plana eyðsluna, hehehe! Það fyrsta sem fór á innkaupalistann minn var Planet Hollywood glas handa bróðir mínum þar sem hann hafði brotið glasið sitt rétt eftir að hann kom með það heim. Það gaf mér fyrirtaks afsökun að gera mér ferð þangað og fá mér að borða. Og mikið ofsalega var maturinn góður. Namm. Svo skoðaði ég heimasíður hjá hinu ýmsu fyrirtækjum sem eru með búðir á Oxford Street og punktaði hjá mér hvað mig langaði í. Auðvita mátti heldur ekki gleyma jólagjöfum handa mömmu og co.
Kreditkort, gjaldeyrir, flugmiði, vegabréf, ferðataska og ég sjálf. Tilbúin til brottfarar.
Mamma keyrði mig og ég var komin út á völl klukkan 7, tékkaði mig inn og fór í fríhöfnina. Þar blasti við manni Stefán Hilmarsson, Kristján einhversson (sorry, man aldrei hvers son hann er), Bubbi og einhver stelpa sem ég veitt ekkert hver er. Þau voru öll að árita geisladiskana sína þannig að ég geri ráð fyrir að stelpan sé söngkona, kannski einhver úr Idol. Það var líf og fjör þarna þar sem fullt af fólki var á leið til útlanda. Ég keypti mér langloku og sódavatn og snæddi það í rólegheitum. Keypti mér svo Séð og Heyrt og rölti að brottfararhliðinu.
Brottför klukkan 9, seinkaði um 5 mínutur. Flugið var fínt en lendingin var sú versta sem ég hef lent í. Ekki það að hún hafi verið hræðileg, það var bara svo ofboðslega mikil ókyrrð í aðfluginu. Flugvélin lenti klukkan 12:05, á áætlun miðaða við seinkunina. Þá var það Heathrow Express lestin www.heathrowexpress.com . Hún gengur frá Heathrow að Paddington stöð á 15 mínútna fresti og var besti kosturinn fyrir mig. Ég borgaði 14 og hálft pund fyrir miðan að Paddington og ferðin tók um 20 mínútur. Leigubíll hefði kostað mig 40 til 50 pund og tekið lengri tíma, að ég held. Frá Paddington lá leiðin að hótelinu, svona þegar maður fann leiðina út af stöðinni. Hehehe. Ég var 4-5 mínútur að labba þetta. Óskaplega þægilegt.
Henti farangrinum inn á herbergi og skellti mér niður í bæ. Það allra fyrsta sem ég gerði var að fara í Beadworks búðina á Tower Street. Það var alveg ágæt að koma þangað og sjá það sem þeir voru að selja með berum augum, ekki bara á ljósmyndum á netinu. Ég varð samt fyrir svakalegum vonbrigðum þar sem úrvalið var frekar aumingjalegt miðað við á beadworks.co.uk og líka dýrara. Mér sýndist það að minnsta kosti, þrátt fyrir að ég borgi flutningsgjald og toll af því sem ég panta af netinu. Eyddi tæplega 25 pundum og fór ekki aftur eins og ég hafði planað.
Þá var það Oxford Street. Ég fór í nokkrar búðir og verslaði smávegis. Hálf skreið til baka á hótelið, eftir að ég var búin að fara í apótek og ná mér í plástur og sótthreinsi. Ég fékk nefnilega þessa svaka blöðru á stóru tánna við allt þetta labb. Það voru ekki skórnir, heldur sokkarnir sem ég var í. Þeir fóru í ruslið. Ég hataði þessa sokka hvort eð var.
Þegar ég var búin að búa um ´sárin´ fór ég á Aberdeen Steakhouse rétt hjá hótelinu. Mæli ekki með þeim stað. En svona til sárabóta þá hitti ég fullorðin hjón frá Danmörk og spjallaði heilmikið við konuna. Hún var færeysk en hafði farið til Danmerkur sem krakki til að fara í skóla og búið þar síðan. Þau vissu heilmikið um Ísland og var mjög gaman að hafa hitt þessi hjón.
Ég hafði stillt vekjaraklukkuna á símanum á 8 svo ég gæti fengið mér morgunmat. Það fylgdir nefnilega alvöru enskur morgunverður með herbergjunum alveg svakalega góður. Hann er borinn fram frá 7-9 en ég gat engan veginn komið mér á fætur, ég var alveg búin á því og svaf til klukkan 10. Skamm, skamm.
Svo verslaði ég bara og verslaði. Keypti mér fullt af fötum, DVD og fleira. Fór vísvitandi með hálftóma ferðatösku út. Keypti mér littla tösku til að hafa í handfarangri og hafði fötin sem ég notaði úti í henni.
Ég fór á Breska safnið á sunnudeginum. Varð fyrir miklum vonbrigðum. Byggingin sem safnið er í er æðisleg. Ekki fannst mér til mikils koma það sem var inni á safninu. Það var stór hluti af safninu lokaður, ég gat þar af leiðandi ekki skoðað það sem mig langaði til. Það er reyndar ofsalega skemmtileg sýning í sérsal á safninu sem heitir "Taboo and Power in the Pacific". Hún bjargaði ferðinni á safnið. Ég er kannski svona mikið snobb, en mér fannst miklu skemmtilegra að fara á Egypska safnið í Kaíró.
Á mánudeginum fór ég í síðustu ferðina niður á Oxford Street. Fór í HMV til að kaupa Cars og Planet Earth sem voru að koma út. Keypti auðvita nokkrar myndir í viðbót, súperman bol handa Gísla bróðir og Goonies bol handa Rúnari P. Þeir voru ánægðir með þá sem er kannski engin furða. Ég var búin að segjast ætla að kaupa boli með "my sister went to london and all I got was this lousy t-shirt" áprentað. Mér fannst Goonies og súperman mikið flottari og mjög viðeigandi. Heheheh.
Ég eyddi restinni deginum í lobbýinu á hótelinu þar sem flugið heim var ekki fyrr en klukkan níu um kvöldið. Skrapp reyndar út nokkrum sinnum til að kaupa mér að borða. Ég var mjög ánægð með gistinguna. Hótelið er gamalt en snyrtilegt. Sama fjölskyldan er búin að reka þetta í meira en 40 ár. Það var lika gaman að sitja í andyrinu og fylgjast með fólkinu sem var að fara og koma. Það er nóg að gera hjá þeim og meirihlutinn af þeim sem skráðu sig inn á meðan ég beið voru að koma aftur og höfðu gist oft áður. Ég ætla að gista þarna þegar ég fer aftur til London. Um 6 leytið fór ég svo að Paddington til að taka Heathrow Express á völlinn. Það tók enga stund að tékka mig inn, en svo byrjaði ævintýrið!
Vá maður það er alveg gengið út í öfgar eftirlitið við innganginn á fríhöfninni á Heathrow. Ég var með plastpoka með tveimur bókum í og sódavatni, litla ferðatösku og handtöskuna mína. Það voru sem betur fer starfsmenn við inngagninn að aðstoða fólk og dreyfa zip-lock pokum fyrir vökvan í handfarangri. Ég náði í einn og bað hann um að taka sódavatnið og henda því, ekker mál. En þá kom hjá honum að ég væri með þrjár töskur/poka. Ég var ekki alveg samþykk því að ég væri með þrennt þar sem ég taldi að handtaskan væri hverrar konu réttur. Ónei. Ég tók bækurnar úr pokanu og setti svo handtöskuna í litlu ferðatöskuna, það er nefnilega hægt að stækka hana. Æi þið vitið með rennilás í lokinu. Nei, ég kom henni ekki fyrir í mæligrindina. Á endanum stóð ég á töskunni til að minnka hana, þið vitið renna aftur fyrir stækkunina og þá var hún komin í rétta stærð. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var komin inn á fríhafnarsvæðið var að opna litlu ferðatöskuna og taka handtöskuna mína úr henni. Almáttugur. Það fyndasta við þetta allt er að inni í fríhöfninni getur þú keypt ferðatöskur og allt mögulegt þannig að þú gætir farið um borð í vélina með 20 töskur og 15 poka. Þess vegna. Fáránlegt. En auðvita ferlega fyndið eftirá.
Fríhöfnin á Heathrow er dýr. Ég verslaði bara í Swarovski búðinni, lítin sætan kristalfrosk og svo keypti ég mér að borða og drekka. Hálftíma fyrir brottför kom tilkynning um brottfararhliðið. Ég kom mér þangað og svo var hleypt inn í vél. Það var einungis nokkurra mínutna seinkun á brottför, þrátt fyrir það lenti vélin á réttum tíma á Keflavíkurflugvelli. Mikið var gott að koma heim.
Það sem ég hafði ætlað að kaupa í fríhöfninni á Heathrow, en fundist svo dýrt, keypti ég í fríhöfninni heima. Það var töluvert ódýrara en á Heathrow. Mamma og pabbi biðu eftir mér og svo lá leiðin heim. Mikið rosalega elska ég rúmið mitt mikið.
Þangað til næst....
DVD | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2006 | 14:13
Meira af Stargate
Ég kláraði að horfa á 2 síðustu þættina í Stargate Atlantis. Get ekki beðið eftir að sjá framhaldið. Veit reyndar að Sheppard heldur lífi. En hvernig? Verð að segja að þeir sem ekki hafa séð Stargate eru að missa af miklu. Reyndar hefur pabbi sagt að hann geti ómögulega skilið hvernig ég, mamma og bræður mínir nenni að horfa á þetta geimbull. Sem betur fer er smekkur manna misjafn. Það væri ekkert gaman annars. Ég meina þú hneykslast ekki á fólki sem er alveg eins og þú sjáfl/ur.
Ég kláraði líka að horfa á Stargate SG-1 season 8 um daginn. "Aumingja" Daniel Jackson, hann er alltaf að drepast eða við dauðans dyr. Fráhvarfi hans er endalaust dinglað fyrir framan mann eins og einhverri gulrót. Staðan er orðin þannig í þáttunum, sem er reyndar bráðfyndið, að O'Neill neitar að halda minnigarathöfn fyrir Daniel því að hann rísi alltaf upp frá dauðum. Þ.e. persónurnar í þáttunum og áhorfendur (allavega ég) trúa ekki lengur að Daniel hafi drepist, þó svo að maður sjái hann springa í loft upp. Síðast þegar hann kom til baka þá dó hann úr geislun. Greyið bráðnaði eiginlega bara. Daniel getur líka verið svo hryllilega leiðinlegur. Persónan hans er alltaf að koma SG-1 í vandræði. Hann er týpísk "Damsel in distress". Michael Shanks sem leikur Daniel lýsti persónunni snilldarlega. "He's a whiny little bitch" sem er Daniel í hnotskurn. Ég öðlaðist nýja sýn á Daniel eftir að ég heyrði leikarann segja þetta um persónuna. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa látið hann fara í taugarnar á sér.
Það eru líka nokkrir gimsteinar meðal þáttana sem ég get horft á aftur og aftur.
"URGO" með honum Dom DeLuise er alveg æðislegur. Dom er snilld.
"UPPGRADES" þar sem Jack, Samantha og Daniel fá ofurkrafta.
"WINDOW OF OPPORTUNITY" atriðið þar sem Jack og Teal'c eru að spila golf er æðislegt.
"2010" ekta framtíðarþáttur þar sem vondi kallinn er með þolinmæðina í lagi.
"2001" tengist "2010" þættinum framhald, en samt ekki framhald.
"WORMHOLE X-TREME!" Þessi þáttur er algjört æði. Michael DeLuise sem leikur leikarann sem leikur persónuna sem er byggð á Jack O'Neill, frábær. Mér fannst endirinn æðislegur þar sem Michael DeLuise er hann sjálfur röflandi "what do you mean this is not a real show. This is not a real show! Do I still get paid!" Skemmtilegt.
"THE OTHER GUYS" nördarnir fá að njóta sín.
"SMOKE AND MIRRORS" þangað til maður kemst að því að Kinsey er ekki dauður. Bömmer.
"PARADISE LOST" Maybourne og O'Neill einir saman. Gaman, gaman. Híhíhí.
"FRAGILE BALANCE" Jack O'Neill klóninn. Strákurinn sem leikur hann nær honum mjög vel.
"AVENGER 2.0" Dr. Mckay þarf að redda málunum. Neistar á milli hans og S. Carter!
"IT'S GOOD TO BE KING" enn einn Maybourne þáttur. Það er alltaf gaman að honum.
Það eru reyndar margir fleiri góðir þættir, ég bara nenni ekki að telja þá upp. Fólk má hafa sitt álit á þessum þáttum, ég vil alveg heyra það álit og hvort það þoli Stargete eða eigi uppáhaldsþætti.
DVD | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2006 | 14:44
Stargate Atlantis
Er búin að vera horfa á Season 1 í Stargate Atlantis, á eftir 2 síðustu þættina og verð svo að bíða einhvern tíma eftir að sjá númer 2.
Þættirnir eru auðvita misskemmtilegir, en engin af þeim er neitt hræðilegur. Með skemmtilegri þáttunum er "Hide and Seek" þar sem Dr. Mckay fær "Ancient" genið og gerir persónulegan hlífðarskjöld virkan (lítið tæki sem festis á brjóstkassan á honum). Mckay og Sheppard prófa hvernig skjöldurinn virkar með því að Sheppard hendir Mckay niður af svölum. Alveg frábært. Svo biður Mckay einhvern um að kýla sig. Viðkomandi hikaði ekki, sem segir margt um Mckay, en meiðir sig auðvita þar sem skjöldurinn ver Mckay. Mckay þykir mikið til þess koma þar til hann reynir að slökkva á honum. Mikið af "Ancient" tækjunum er stjórnað með hugsunum. Hann Mckay er svo hræddur að hann bara getur ekki slökkt á honum. Verðu ennþá hræddari þegar hann reynir að fá sér kaffi, sem hellist bara utan á skjöldin. Hehehe. Hann getur ekki borðað eða neitt. Það er ekki fyrr en sagt er við hann það sé best að hann ýti á takkan á einhverri gildru sem á að fanga einhverja skuggaveru sem Atlantis liðið er að berjast við að skjöldurinn hættir að virka og tækið dettur af honum.
Flestar aðalpersónurnar í Stargate eru mjög skemmtilegar. Þeir sem skrifa fyrir þættina hafa hugmyndaflugið í lagi. Sem betur fer hafa leikararnir einnig haft smávegis að segja um persónusköpun. Það er auðvita ekkert til að bera saman við eins og var í Stargate SG1. Þar voru persónurnar í myndinni til hliðsjónar.
DVD | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði