Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Garðálfur á ferðalagi....

Ég fann þessa skemmtilegu frétt inni á boston.com. Njótið vel.

Man's lost gnome attends Steelers game

MORGANTOWN, W.Va. --Allen Snyder's garden gnome is apparently out of jail and now traveling the country. The 14-inch tall red-and-white statue disappeared from Snyder's Morgantown yard in the spring, and Snyder has since received three letters claiming to have been written by "Gnomey."

The latest letter, which Snyder received this week, included photos of the gnome in the company of Steelers fans attending Pittsburgh's football home opener.

"You never took me to any games," the note said. The letter ended: "Have to go now. Boarding a plane. Now, finally, broadening my travels."

An earlier letter included a request for bail money and included what appeared to be booking photos of Gnomey and another of the gnome in the back seat of a police car.

Snyder has no idea who's pulling this prank but said his short list of suspects includes several gag-loving friends.

The plight of his gnome has gotten a lot of attention. Snyder says people are always asking if he's heard from Gnomey.

"I never thought it would go this far," he said.

The story has even caught the attention of officials at Travelocity, which uses a roaming gnome in the online travel agency's advertising.

"While we know that your dear friend, Gnomey, can never be replaced, we're sending the enclosed Roaming Gnome to keep you company in his absence," wrote Michelle Peluso, president and chief executive officer of Travelocity, based in Southlake, Texas. "Hopefully your friend will find his way out of trouble and back to your front yard soon, although we can't help but admire his sense of adventure and love of travel."

Þangað til næst....


Ferðasaga frá Nýja Sjálandi. Auckland....

Loksins, loksins. Eftir mikla tilhlökkun var ég komin til Nýja Sjálands. Við vorum ekki mörg sem áttum samleið frá Auckland til Napier. Ég, íslensk stelpa og sænskur strákur. Þegar ég var komin í gegnum útlendingaeftirlitið fór ég að flugfélaginu sem ég flaug með til Napier. Það hét Eagle Air. Hver man ekki eftir Arnarflugi hér heima í den. Mér fannst þetta alveg hrikalega fyndið. Ég var komin hinum megin á hnöttinn en flaug samt sem áður með Arnarflugi. Þar sem ég var nú búin að vera á fótum í tæpa tvo sólahringa var ég orðin svolítið dösuð og ekki bætti skordýraeitrið ástandið. Hehehe!

Ég man óskaplega lítið eftir fluginu til Napier en man þó eftir aðfluginu og lendingunni. Virkilega fallegt útsýnið. Í Napier tóku trúnaðarmenn og fjölskyldurnar sem við 3 áttum að búa hjá á móti okkur. Ferðalagið endaði nú samt ekki hjá mér í Napier. Fjölskyldan sem ég bjó hjá átti nefnilega heima úti í sveit. Það var um eins og hálfs tíma akstur þangað frá Napier. Svona til marks um það hvað ég var orðin hryllilega þreytt þá var ég búin að steingleyma að það er keyrt "vitlausu" megin á veginum á Nýja Sjálandi, þ.e. vinstra megin. Mér brá allsvakalega þegar við mættum bíl í einni beygjunni og ég hélt að hann ætlaði framan á okkur, hann var vitlaus megin á veginum. Ég glaðvaknaði.

Þegar við komum að húsinu var ég ekki í neinu ástandi til að skoða mig um. Allur farangurinn var settur inn í herbergið mitt og mér var sýnt hvar allt var. Síðan var borðaður kvöldmatur og setið smá stund í eldhúsinu og rabbað. Síðan fór ég inn í herbergi til að sofa. Ég gat nú ekki sofnað alveg strax og byrjaði bara að taka upp úr töskum. Ég var með stærsta svefnherbergið í húsinu með tveimur risastórum gluggum og annar þeirra opnaðist alveg. Ég sofnaði loksins og þrátt fyrir lítin svefn undanfarna tvo sólarhringa vaknaði ég klukkan 6 morgunin eftir. Ég var s.s. ansi snögg að jafna mig á tímamismuninum sem var 12 tímar. Ég meina ég var hinum megin á hnettinum. Það er nokkuð augljóst. Það var nú reyndar ástæðan sem ég gaf öllum þegar ég var spurð afhverju ég fór til Nýja Sjálands. Ég komst ekki lengra! Brosandi

Þangað til næst....


Ferðasaga frá Nýja Sjálandi. Á leiðinni....

Flugið frá Danmörku til Austurríkis var mjög stutt, um einn og hálfan tíma. Flugfreyjurnar og þjónarnir voru á hlaupum allan tíman því að það var borin fram létt máltíð í fluginu. Frá Austurríki var haldið til Singapore og það flug var töluvert lengra.

Miðað við hvað ég hafði verið hrædd í fluginu frá Íslandi til Danmerkur þá var ég furðulega róleg í þessum hluta flugsins. Fannst algert æði þegar flugvélin var að taka á loft og lenda. Krafturinn alveg rosalegur. Ég er nú samt viss um að aðalástæðan fyrir því hvað ég var laus við alla flughræðslu var stærð vélarinnar. Mér fannst ég alls ekki vera í flugvél. Flugið til Singapore var 12-13 tímar. Það var nóg að gera um borð. Við fengum nánast allt sem við báðum um hjá flugfreyjunum og þjónunum. Ein af íslensku stelpunum átti afmæli. Við fórum og töluðum við yfirflugþjóninn og fengum kampavín og súkkulaðiköku. Það var mjög skemmtilegt og kakan algjört æði. Það var svo spilað, fengum spilastokka í flugvélinni. Ég á minn ennþá. Sofið, ekki mikið þó. Fengum svo tvær máltíðir í viðbót. Kvöldmat og morgunmat. Ég rölti líka um vélaina og reyndi aðeins að kynnast öllum hinum skiptinemunum. Þrátt fyrir lengd flugsins var það fljótt að líða. Þegar við komum svo til Singapore fengum við að vita að flugið til Nýja Sjálands hafði seinkað um 5 tíma. Það var því 7 tíma stopp en ekki tveggja á Changi flugvellinum í Singapore.

Hvað gerir maður eiginlega á risastórum alþjóðlegum flugvelli í 7 tíma? Ég fór og fann örugglega einu opnu verslunina í nýja hlutanum á Changi. Það var verslun sem seldi ljósmyndavörur. Þar keypti ég Canon EOS1000. Hafði lengi langað í hana, en vélin var svo fáránlega dýr heima á Íslandi að ég hafði ekki haft efni á henni. Myndavélin, linsa, taska og ýmislegt annað var meira en helmingi ódýrara á flugvellinum en heima. Ég var himinlifandi með þessi góðu kaup og keypti mér ekki aðra vél fyrr en 11 árum seinna. Ég á ekki nóg af myndavélum nefnilega. Ég skoðaði minjagripabúðirnar, fylgdist með vopnuðu vörðunum útundan mér. Saklaus íslensk stúlka ekki von því að mæta vopnuðum vörðum. Sem betur fer þá útvegaði fararstjórinn mat handa okkur þar sem fluginu seinkaði svo mikið. Þegar við gátum loksins farið í brottfararsalinn þurftum við að fara í gegnum málmleytarhlið. Strákar verða og eru alltaf strákar er það eina sem ég get sagt. Þeir léku sér nefnilega á því að fá hliðið til að pípa á sig með því að setja eins mikið af málmhlutum á sig eins og þeir gátu. Klink, lykla og margt annað. Ég ásamt fleirum hristi bara hausinn yfir vitleysisganginum í þeim. Flogið var með eins vél til Nýja Sjálands ég man nú samt ekki hvort það var sama vélin. Flugið var álíka langt og til Singapore. Alveg nóg að gera um borð. Kynnast krökkunum betur og bara hafa það gaman. Ég svaf nánast ekkert á leiðinni og var því orðin ansi þreytt þegar komið var til Nýja Sjálands. Mér fannst það óskaplega gaman, enda búin að bíða eftir þessu síðan í september. Það fyrsta sem var gert þegar vélin var opnuð, var að það komu flugvallarstarfsmenn og spreyjuðu alla vélina. Við gerðum auðvita ráð fyrir að það væri bara svona vond lykt af okkur útlendingunum að þetta væri nauðsynlegt. Hehehe! Nei þeir voru að spreyja með skordýraeitri. Það fyrsta sem maður andaði að sér á Nýja Sjálandi var sem sagt skordýraeitur. Er það furða að maður sé skrítinn.


Ferðasaga frá Nýja Sjálandi. Lagt af stað....

Fyrir rúmlega 15 árum lá leið mín til Nýja Sjálands sem skiptinemi. Þetta var mín fyrsta ferð til útlanda þannig að ég var mjög spennt. Það var reyndar mikil óvissa um hvort skiptinemarnir fengju að fara vegna ástandsins við Persaflóa. Það stoppaði okkur ekki, þannig að í janúar 1991 fór ég og 7 aðrir skiptinemar til Nýja Sjálands 6 stelpur og 2 strákar, ég man ekki hvað þau heita öll þarf að kíkja í myndaalbúmið. Flogið var Ísland - Danmörk, Danmörk - Austurríki, Austurríki - Singapore, Singapore - Nýja Sjáland og innanlands á Nýja Sjálandi, Auckland - Napier. Þetta ferðalag tók 48 tíma, þar af voru 26-28 tímar í flug og hvergi gist á leiðinni.

Flugið til Danmerkur var mér mjög eftirminnilegt og tók um þrjá tíma. Ég var alveg skíthrædd við flugtak, sönglaði í hausnum á mér "við hröpum, ég dey" mest alla leiðina og leið nú ekki betur þegar að lendingu kom. Ég var auðvita himinlifandi þegar ég lenti í Danmörku heil á húfi. Á Kastrup fórum við í gegnum tolleftirlit. Annar íslensku strákanna var hávaxinn með sítt ljóst hár og var hann stoppaður. Aumingja hann. Mamma hans hafði keypt handa honum tannkrem sem var enn í kassanum óopnuð. Tollararnir höfðu mikin áhuga á tannkremstúpunni, og ekki minnkaði hann þegar ég og 3 af stelpunum forðuðum okkur, kíktum svo fyrir horn og hlógum eins og vitleysingar. Greyið stráknum fannst þetta ekkert fyndið.  

Í Danmörku þurftum við að bíða í nokkra tíma eftir næsta flugi. Það var með Singapore Airlines sem er besta flugfélag sem ég hef flogið með. Á meðan ég beið eftir fluginu rölti ég um Kastrup með ferðafélögum mínum. Það sem mér fannst skrítnast við Kastrup, alþjóðlegur flugvöllur, að starfsfólkið í búðunum virtist tala litla sem enga ensku. Danir eru Danir, en samt! Þegar þotan sem flogið var með til Singapore með stuttu stoppi í Austurríki var komin að hliðinu sátum við bara og biðum. Mér fannst mikið til vélarinnar koma því að hún var alveg ótrúlega stór og tók þvílíkan fjölda farþega. Mig minnir yfir 600. Fljótlega fór fólk að týnast inn í brottfararsalinn. Þar á meðal Gunnar fararstjóri sem var sænskur ef ég man rétt og skiptinemar frá hinum norðurlöndunum. Greiðlega gekk að koma farþegum inn í vélina og þegar ég var sest gat ég nú virt fyrir mér þessa stærðarinnar þotu. Það var mikil stemming í hópnum enda allir spenntir fyrir ævintýrinu framundan.

 


Niagara fossarnir fyrir 10 árum

Vá! Ég var að fatta að fyrir 10 árum helgina 14-16 júní fór ég til Kanada til að skoða Niagara fossana. Það var alveg æðislegt.

Ég var au-pair í Bandaríkjunum og var þessi ferð á vegum au-pair samtakanna. Ég bjó í Massachusetts og var farið með rútu þanað yfir til New York fylkis og keyrt í gegnum N.Y. til Kanada. Ég fór í gegnum vegabréfseftirlit á regnbogabrúnni. Við komum seinnipartin á hótelið sem við gistum á, ég var í herbergi með tveimur sænskum og einni íslenskri stelpu. Þessar sænsku voru algjör partýfrík. Um kvöldið fórum við og kíktum á fossana Kanadameginn. Það var ljósasýning um kvöldið, fossarnir voru lýstir upp með mislitum ljósum. Það fanns mér ansi flott en mér fannst ekki mikið til fossana koma. Ég frá Íslandi landi Gullfoss. Það átti nú samt eftir að breytast. Vá maður.

Á laugardagsmorgni var farið upp í rútu og aftur til Bandaríkjanna. Maður skoðarn nefnilega fossana up close and personal Bandaríkjamegin. Við fengum risa gular regnkápur og einhverskonar sokkaskó sem maður fór eiginlega berfættur í. Svo var farið í lyftu niður að göngunum sem lágu að fossunum. Ef ég hefði ekki verið í þessum sokkaskóm hefði ég flogið á hausinn það er svo hált á timburstígunum sem liggja upp að pallinum undir einum fossanna. Eins og ég var búin að nefna þá fannst mér ekkert merkilegt að sjá Niagara fossana. Það að standa með fossinn í bakið er geðveikt. Það var engin smá upplifun að standa á pallinum með fossinn í bakið. Þvílíkur kraftur. Ég ætlaði aldrei að vilja fara. Þegar þetta var búið fór ég á bát upp að þeim hluta fossanna sem fólk hefur látið sig fara fram af í tunnum og þess háttar til að reyna slá einhver met. Það lifir það sjaldnast af. Þeir sem fóru með bátnum fengu einnota plastregnkápur. Það var nefnilega farið ansi nálægt. Þetta var alveg æðislega gaman og ekki var það nú verra að veðrið var alveg frábært.

Ég skoðaði ýmislegt Kanadameginn, en það sem stendur uppúr þessari ferð 10 árum seinna eru Niagara fossarnir. Á sunnudeginum fór ég þreytt en ánægð upp í rútu og svaf næstum alla leiðina heim.

http://www.infoniagara.com/

Þangað til næst....


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband