Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Verður maður ekki stundum að leika sér....

Ég rakst á mjög skemmtilega síðu fyrir nokkru sem heitir Tickle.

Þar er hægt að taka próf sem segja manni allt milli himins og jarðar um mann sjálfan. Alveg frá því hvort maður hugsi nógu vel um heilsuna til þess hvert partý þemað þitt er. Það þarf að skrá sig sem notanda, en þá kemst maður í öll þessi próf. Ég hef staðið mig að því að gleyma mér og taka próf eftir próf eftir próf.

Hún er að mestu til gamans þessi síða, en það er margt áhugavert sem kemur í ljós ef maður svara sannleikanum samkvæmt.

Þangað til næst....


Afmælið hans Sigþórs....

Já það var fjör í afmælinu hans Sigþórs. Við gáfum honum stafaspilið og svo fékk Bergþór bróðir hans spiderman sokka og Við lesum. Þá getur Ragnhildur farið að kenna strákunum stafina og lesið bókina með þeim. Sigþór á nefnilega svo mikið af dóti að okkur fannst alger óþarfi að gefa honum dót.

Það var auðvita nammi gott að borða. Heitur brauðréttur, súkkulaði kökur, pönnukökur, salat og kex og kókosbolluterta. Mmmmmm. Það eina sem skyggði á afmælið var að Bergþór greyið var veikur og leið frekar illa. Hann vildi að mamma sín gengi um gólf með sig, hann var svo pirraður. Svo mátti ég reyndar halda á honum. Við enduðum svo í Lazy-boy að lesa. Bergþór hafði greinilega ekki orku í afmælishasar.

Annars var helgin ekki öðrvísi en venjulega. Sofa, borða, horfa á sjónvarpið, sauma, slappa af o.s.frv.

Þangaði til næst....


Hann á afmæli í dag....

Já Óli pabbi skæruliðanna á afmæli í dag. Ragnhildur hringdi í mig rétt fyrir fjögur og bauð mér í mat í gær, ég þurfti ekki að koma með gjöf en gerði það nú samt. Ég var mætt rúmlega 6 og ilmurinn sem kom á móti mér var æðislegur. Ragnhildur var á fullu í eldhúsinu að undirbúa allt meðlætið og kjúklingar í ofninum. Mmmm. Ég fór upp og mætti Sigþóri nýkomnum úr baði. Hann var sko ekki tilbúin að fara í föt, hvað þá Bergþór bróðir hans.

Óli var mjög glaður yfir því sem ég gaf honum, en okkur var ekki alveg sama þegar Sigþór tók blaðið (Hustler Humor) og ætlaði að skoða það. Ég tilkynnti honum að hann mætti ekki skoða þetta blað fyrr en eftir 10 ár. Hann virtist alveg sáttur við það þannig að ég geri ráð fyrir því að hann biðji pabba sinn um blaðið eftir 10 ár.

Eftir mikil hopp og læti tókst loks að koma skæruliðunum í náttföt og fá þá niður. Svo mættu Anna og Egill með Birtu. Þegar Sigga og Baddi komu þá stóðu strákarnir í náttfötunum í útidyrahurðinni og görguðu til skiptis "sigga, baddi, amma, afi". Ég geri ráð fyrir að hálft hverfið hafi heyrt að Sigga amma og Baddi afi væru mætt á svæðið. Svo var púslað og leikið sér þangað til maturinn var tilbúin.

Við matarborðið ákvað ég að vera voða lúmsk og spyrja Sigþór hvað hann vildi í afmælisgjöf. Hann var fljótur að svara. Íþróttaálfakarl. Ragnhildur tilkynnt mér á ensku að það væri eitt svoleiðis stykki inni í skáp. Þannig að ég spurði hvað annað honum langaði í. Stærri íþróttaálfsbúning var svarið. Það eru allir sammála að það megi bíða fram á næsta ár. Annað langaði Sigþóri greinilega ekki í, því að hann svaraði mér ekki þegar ég spurði hvað meira honum langaði í. Ég enda örugglega á því að fara í Skólavörubúðina og kaupi eitthvað til stafakennslu því að nóg á hann Sigþór af dóti.

Þegar búið var að borða æðislegan mat (ef ég hefði komist upp með það þá hefði ég bara borðað húðina af kjúklingum, hún var svo góð) og kökur í eftirrétt var farið með strákana í rúmið og tekið af borðinu. Ég fór upp á eftir Óla og Ragnhildi, kom Sigþóri í hrein náttföt, híhíhí, og hjálpaði honum svo upp í kojuna. Þegar Ragnhildur kom svo með Bergþór bauð ég góða nótt. Bergþór sagði bless og góða nótt, en Sigþór sagði eitthvað sem hvorki ég né Ragnhildur skildum. Gerðum bara ráð fyrir að væri einhver stytting á ´bless og góða nótt´.

Það verður fjör á laugardaginn.

Þangað til næst....


Afmæli næstu helgi....

Hann Sigþór á afmæli þann 10. október. Við fengum boðskortið í gær með stórri mynd af íþróttaálfinum, auðvita. Það er mæting kl.15 á laugardaginn 7.okt. Eitt er víst að það verður eitthvað nammigott á boðstólnum eins og venjulega. Þá er bara að drífa sig og kaupa afmælisgjöf og spurning hvort ég reyni að sortera myndirnar sem ég á af þeim bræðrunum og brenna á disk handa Ragnhildi og Óla. Það kemur í ljós. Þær eru svo margar.

Þangað til næst....


Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband