Leita í fréttum mbl.is

Meira af Stargate

Ég kláraði að horfa á 2 síðustu þættina í Stargate Atlantis. Get ekki beðið eftir að sjá framhaldið. Veit reyndar að Sheppard heldur lífi. En hvernig? Verð að segja að þeir sem ekki hafa séð Stargate eru að missa af miklu. Reyndar hefur pabbi sagt að hann geti ómögulega skilið hvernig ég, mamma og bræður mínir nenni að horfa á þetta geimbull. Sem betur fer er smekkur manna misjafn. Það væri ekkert gaman annars. Ég meina þú hneykslast ekki á fólki sem er alveg eins og þú sjáfl/ur.

Ég kláraði líka að horfa á Stargate SG-1 season 8 um daginn. "Aumingja" Daniel Jackson, hann er alltaf að drepast eða við dauðans dyr. Fráhvarfi hans er endalaust dinglað fyrir framan mann eins og einhverri gulrót. Staðan er orðin þannig í þáttunum, sem er reyndar bráðfyndið, að O'Neill neitar að halda minnigarathöfn fyrir Daniel því að hann rísi alltaf upp frá dauðum. Þ.e. persónurnar í þáttunum og áhorfendur (allavega ég) trúa ekki lengur að Daniel hafi drepist, þó svo að maður sjái hann springa í loft upp. Síðast þegar hann kom til baka þá dó hann úr geislun. Greyið bráðnaði eiginlega bara. Daniel getur líka verið svo hryllilega leiðinlegur. Persónan hans er alltaf að koma  SG-1 í vandræði. Hann er týpísk "Damsel in distress". Michael Shanks sem leikur Daniel lýsti persónunni snilldarlega. "He's a whiny little bitch" sem er Daniel í hnotskurn. Ég öðlaðist nýja sýn á Daniel eftir að ég heyrði leikarann segja þetta um persónuna. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa látið hann fara í taugarnar á sér.

Það eru líka nokkrir gimsteinar meðal þáttana sem ég get horft á aftur og aftur.

"URGO" með honum Dom DeLuise er alveg æðislegur. Dom er snilld. 

"UPPGRADES" þar sem Jack, Samantha og Daniel fá ofurkrafta.

"WINDOW OF OPPORTUNITY" atriðið þar sem Jack og Teal'c eru að spila golf er æðislegt.

"2010" ekta framtíðarþáttur þar sem vondi kallinn er með þolinmæðina í lagi.

"2001" tengist "2010" þættinum framhald, en samt ekki framhald. 

"WORMHOLE X-TREME!" Þessi þáttur er algjört æði. Michael DeLuise sem leikur leikarann sem leikur persónuna sem er byggð á Jack O'Neill, frábær. Mér fannst endirinn æðislegur þar sem Michael DeLuise er  hann sjálfur röflandi "what do you mean this is not a real show. This is not a real show! Do I still get paid!" Skemmtilegt.

"THE OTHER GUYS" nördarnir fá að njóta sín.

"SMOKE AND MIRRORS" þangað til maður kemst að því að Kinsey er ekki dauður. Bömmer.

"PARADISE LOST" Maybourne og O'Neill einir saman. Gaman, gaman. Híhíhí.

"FRAGILE BALANCE" Jack O'Neill klóninn. Strákurinn sem leikur hann nær honum mjög vel.

"AVENGER 2.0" Dr. Mckay þarf að redda málunum. Neistar á milli hans og S. Carter!

"IT'S GOOD TO BE KING" enn einn Maybourne þáttur. Það er alltaf gaman að honum.

Það eru reyndar margir fleiri góðir þættir, ég bara nenni ekki að telja þá upp. Fólk má hafa sitt álit á þessum þáttum, ég vil alveg heyra það álit og hvort það þoli Stargete eða eigi uppáhaldsþætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvar fékstu season8

Hjörtur (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 20:04

2 identicon

hvar fékstu season8 af SG1

Hjörtur (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband