Leita í fréttum mbl.is

Mikið gaman.............eða hvað!

Loksins komin í samband. Hef ekki komist í tölvuna.

Ég ætlaði að vera svo duglega og segja frá hvað mér fannst um Da Vinci lykilinn. Fyrirlesturinn á undan myndinni var stuttur og fróðlegur. Myndin fannst mér alveg fín. Mér fannst hárið á honum Tom Hanks bara mjög fínt, viðeigandi fyrir persónuna!!!

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki alveg normal, elti ekki fjöldan. Venjan er að fólk fái sér rakatæki, það á að hreinsa loftið á heimilinu og bæta öndun! Ég er með risastórt þurrktæki inni í eldhúsi hjá mér. Rakatæki er humidifier á ensku, þetta ferlíki er merkt DEHUMIDIFIER, s.s. þurrktæki. Það er búið að vera í gangi frá því á mánudaginn með smá næturhvíld, það er ekki hljóðlátt. Fyrir þá sem hafa ekki komið í sundhöllina í langan tíma endilega komið í heimsókn. Það var eins og að koma í sundhöllina í den að koma inn í íbúð.

Fyrir þá sem ekki skilja þá er eldhúsið í rúst. Það lekur einhverstaðar. Gat í veggjunum þar sem vatnslagnirnar eru og eitthvað stykki úr ferlíkinu ofan í einhverju röri til að þurrka upp raka. Við neituðum að fá hitablásara þar sem þá hefði orðið stórslys. Ég hefði líklega klórað af mér skinnið. Fimmtudag, föstudag og sunnudag var ég alveg friðlaus. Lá upp í rúmi þegar ég var að fara að sofa og klæjaði eins og hundrað manns. Það er skýringin á sundhallarstemmingunni. Strax og tryggingaliðið heyrði af kláðanumá mánudeginum  kom maðurinn sem spreyjaði fyrst og spreyjaði meira, mikið meira en fyrst því lyktin er ekki enn farinn. Tekur þetta engan enda!?

Þar sem ég er búin að koma mér fyrir uppi í bili ákvað ég að horfa aftur á Star Trek: Voyager. Ég er að sauma mér pils og horfi með öðru auganu á Star Trek.

Ég verð nú líka að taka það fram að það er alveg ágætt að búa í tvíbýlishúsi með foreldrum sínum. Það hefur allavega bjargað mér núna. Þau flúðu land, fóru til útlanda í sumarfrí eins og við Íslendingar köllum það, þannig að ég hef sofið í þeirra herbergi. Kláðinn kemur ef ég er of lengi í íbúðinni,  eins og núna.

Best að hætta á meðan eitthvað skinn er eftir...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

út með þig svo að þú klárir ekki skynnið á þér ;)

anna (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:29

2 identicon

út með þig svo að þú klárir ekki skynnið á þér ;)

anna (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband