Leita í fréttum mbl.is

Það sem á daga mína hefur drifið.

Mikið er ég orðin langþreytt á þessu drasli sem er í íbúðinni. Það fer nú samt vonandi eitthvað að gerast þar sem ég hef ekki séð litla rakablettinn sem var alltaf í horninu í tvo daga. Það geta verið tvær ástæður fyrir því. Það er hætt að leka og þurrktækið er búið að þurrka upp allan rakan eða það er svo lítil notkun á vatni uppi að þurrktækið nær að þurrka nóg. Blablabla. Það kemur víst allt í ljós. Ég er ekkert hrikalega bjartsýn.

Ég er líka í pilskasti. Alltaf að sauma pils. Það er nú líka komið sumar, þrátt fyrir kuldakast og leiðindarveður. Ég keypti efni í rúmfatalagernum sem lítur út eins og flauel eða rúskinn, er enn að sníða það. Ég er nefnilega ennþá að hugsa hvernig pilsið á að vera. Ég er eiginlega búin að ákveða hvernig ég geng frá mittinu. Það verður líklega svona "one size fits all" dæmi bundið í mittið. Ef það kemur ekki nógu vel út þá verður bara sett teygja.

Frænka mín kom með myndirnar sem ég lánaði henni einhverntíman í mars í gær. Hún hafði þó getað horft á þær allar. Þetta voru 11 bíómyndir og öll Sex and the City serían. Þegar hún var farinn dreif ég mig og kaus. Ég var nú samt eiginlega búin að ákveða að kjósa ekki. Sumir ættu að vera ánægðir yfir því að ég lét mig hafa það að kjósa.

Best að hætta þessu þvaðri. Halda áfram að sníða og sauma.

P.S.   Mamma þið verðir bara að flytja niður þegar þið komið heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Birna Björnsdóttir

jamm og jæja bara komið í fréttir að ég skyli myndunum.. :) Sorri hvað þær koma seint.. það er svona að vera pestargemlingur gott að hafa góða mynd að horfa á þá ;).. er ekki heimsendingarþjónusta næst þegar að ég veikist..

Anna Birna Björnsdóttir, 30.5.2006 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband