Leita í fréttum mbl.is

Nýmálað

Málararnir voru komnir ansi langt þegar ég kom heim í gær. Það eina sem er eftir er stóri græni veggurinn. Verður reyndar ekki grænn áfram. Það er marmarahvítt á öllu nema stóra veggnum sem verður ljósljósbrúnn, liturinn heitir City og er mjög flottur. Það er rosalegur munur á íbúðinni. Hún er svo björt að hvíti liturinn sem var á henni stakk í augun. Ég tók reyndar ekki eftir því fyrr en hinn liturinn var komin á.

Svo er það bara parketið. Ég er að vona að það verði farið í það á morgun og klárað eins hratt og mögulega. Draumurinn er auðvita að komast til að ganga frá um helgina. Reyndar þarf að rakamæla gólfið því að eitthvað af vatninu sem lak fór örugglega í grunninn. Þannig að ef rakinn í gólfinu er of mikill verður ekki hægt að parketlegga strax. Ég er með krosslegða fingur, hendur, fætur og allt sem hægt er að krossleggja.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 21199

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband