15.6.2006 | 16:54
Íbúðin, orkuveitan og Knoll og Tott, eða Sigþór og Bergþór
Þegar ég kom heim var alveg búið að mála og meira en hálfnað að leggja parketið. Það lítur út fyrir að það verði klárað fyrir helgi. Jibbý. Eða, hæ hó og jibbý jei og jibbý jei það er verið að klára íbúðina. Svona í tilefni 17. júni. Vei, húrra, jíbbý........ég gæti haldið endalaust áfram.
En í aðra sálma. Mikið rosalega er ég ósátt við sjónvarpsauglýsinguna sem Orkuveitnan var að senda frá sér. Ég horfði á hana í alla í fyrsta skiptið sem ég sá hana. Var forvitinn hvað væri nú verið að auglýsa. En je minn eini. Úff. Þvílíkur og annar eins horror. Það er nóg að sjá hana einu sinni, nú skipti ég um stöð þegar hún birtist í sjónvarpinu. Til hvers var verið að búa þessa auglýsingu til og hvaðan kemur hugmyndin á bak við hana. Ég fattaði hana ekki. Ég viðukenni það að ég er kannski bara svona fattlaus. En fyrr má nú rota en steindrepa.
Og í en aðra sálma. Ég fór og passaði knoll og tott, eða Sigþór og Bergþór á þriðjudaginn eftir vinnu. Varð nú að hleypa Ragnhildi niður í bæ með tendgó. Við fórum í smá göngutúr, löbbuðum niður að túninu. Réttara sagt hlupu strákarnir og ég á eftir. Það var þvílíkt fjör. Ekki versnaði það þegar við löbbuðum framhjá brunahana. Ég sagði Sigþóri að þetta væri brunahani og þá byrjaði Bergþór, brunahani, brunahani, brunahani...... þið getið ímyndaði ykkur restina. Það var líka erfitt að fá þá til að halda áfram, þeir voru svo hrifnir af hananum. Við fengum okkur pylsur þegar við komum heim. Því er hægt að lýsa svona: Sigþór fékk pylsubrauð með sinnepi og smá tómatsósu á disk. Hann bað um skeið og borðaði tómatsósuna með skeiðinni. Namm. Berbþór fékk pylsu í brauði með tómatsósu. Borðaði bara pylsuna úr brauðinu, fékk tómatsósu á disk og heimtaði skeið svo hann gæti borðað tómatsósuna með henni. Hann borðaði reyndar afhýddar pylsur og var mjög duglegur. Sigþór borðaði hýðið af pylsunum en ekki pylsurnar sjálfar. Þangað til hann sá pylsurnar sem ég var búin að skera niður og setja á disk handa Bergþóri. Hann borðaði þær með bestu lyst, Bergþóri til mikillar skelfingar. Sem betur fer kom mamma við til að athuga hvort ég væri ekki örugglega á lífi þegar ég var að gefa þeim að borða. Ég get ekkert sagt um hvað hefði gerst ef Pálmey amma hefði ekki mætt á svæðið. Það gegnur yfirleitt mikið á hjá strákunum. Annars er hann Sigþór alger snillingur. Hann er Batman óður og var keyptur einhver Batman karl í Hagkaup á mánudaginn, þegar amma hans spurði hvort hann væri ekki með pening heyrist í honum. Gunnhildur er vinur minn. Ekki lengi að koma sér undan. Hann er rúmlega þriggja og hálfsárs. Við erum mikið að spá hvort hann hafi bara verið að skipta um umræðuefni eða viljað að ég yrði rukkuð fyrir Batman. Fyndið. Sigþór og Bergþór eru bara skemmtilegir!
Þangað til næst....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.