16.6.2006 | 14:51
Niagara fossarnir fyrir 10 árum
Vá! Ég var að fatta að fyrir 10 árum helgina 14-16 júní fór ég til Kanada til að skoða Niagara fossana. Það var alveg æðislegt.
Ég var au-pair í Bandaríkjunum og var þessi ferð á vegum au-pair samtakanna. Ég bjó í Massachusetts og var farið með rútu þanað yfir til New York fylkis og keyrt í gegnum N.Y. til Kanada. Ég fór í gegnum vegabréfseftirlit á regnbogabrúnni. Við komum seinnipartin á hótelið sem við gistum á, ég var í herbergi með tveimur sænskum og einni íslenskri stelpu. Þessar sænsku voru algjör partýfrík. Um kvöldið fórum við og kíktum á fossana Kanadameginn. Það var ljósasýning um kvöldið, fossarnir voru lýstir upp með mislitum ljósum. Það fanns mér ansi flott en mér fannst ekki mikið til fossana koma. Ég frá Íslandi landi Gullfoss. Það átti nú samt eftir að breytast. Vá maður.
Á laugardagsmorgni var farið upp í rútu og aftur til Bandaríkjanna. Maður skoðarn nefnilega fossana up close and personal Bandaríkjamegin. Við fengum risa gular regnkápur og einhverskonar sokkaskó sem maður fór eiginlega berfættur í. Svo var farið í lyftu niður að göngunum sem lágu að fossunum. Ef ég hefði ekki verið í þessum sokkaskóm hefði ég flogið á hausinn það er svo hált á timburstígunum sem liggja upp að pallinum undir einum fossanna. Eins og ég var búin að nefna þá fannst mér ekkert merkilegt að sjá Niagara fossana. Það að standa með fossinn í bakið er geðveikt. Það var engin smá upplifun að standa á pallinum með fossinn í bakið. Þvílíkur kraftur. Ég ætlaði aldrei að vilja fara. Þegar þetta var búið fór ég á bát upp að þeim hluta fossanna sem fólk hefur látið sig fara fram af í tunnum og þess háttar til að reyna slá einhver met. Það lifir það sjaldnast af. Þeir sem fóru með bátnum fengu einnota plastregnkápur. Það var nefnilega farið ansi nálægt. Þetta var alveg æðislega gaman og ekki var það nú verra að veðrið var alveg frábært.
Ég skoðaði ýmislegt Kanadameginn, en það sem stendur uppúr þessari ferð 10 árum seinna eru Niagara fossarnir. Á sunnudeginum fór ég þreytt en ánægð upp í rútu og svaf næstum alla leiðina heim.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 21199
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.