21.6.2006 | 15:40
Húsgagnaleiðangur....
Meira rausið var nú í mér í gær. Neyddist til að fara og athuga með húsgögn. Nennti ekki neitt þannig að ég fór í Odda og Húsgagnahöllina. Ekki var nú þjónustan góð hjá Odda. Það var engin við sem gat gefið upplýsingar um skrifstofustóla. Hann fer klukkan 16 var mér tilkynnt og ekki vissi starfsmaðurinn sem var að vinna verð eða nokkuð annað um stólana. Ég sem ætlaði að fá mér alveg eins stól í staðinn fyrir þann sem ég þarf að henda. Ég labbaði út með þeim orðum að ég ætlaði að versla annarstaðar. Alveg hryllilega pirruð. Ég nennti þessu heldur varla.
Það var nú skárra að koma í húsgagnahöllina. Ég fór í fyrradag aðeins til að skoða og ákvað að ég nennti ekki að fara neitt annað. Það tók mig rúmlega 1 1/2 tíma að skoða og velja, talaði við stúlku sem heitir Þórey í fyrradag og hún kom aksvaðandi þegar hún sá okkur og fylgdi mér um alla búð athugaði hvort húsgögnin sem voru valin væru ekki til og talaði svo við verslunarstjóran til að athuga hvað hún gæti veitt mér mikin umfram afslátt. Fékk tveggja sæta sófa, 2 stóla og skemil. Sófinn og annar stóllinn voru á útsölu á 70 og 60 þúsund krónur, hinn stólinn og skemilinn voru nýkomnir í búðina og kostuðu 110 þúsund krónur að fullu verði. Ég fékk reyndar afslátt af þeim þar sem ég var að versla svo mikið. Við þetta bættust svo 2 lazy-boy stólar handa mömmu og pabbi og sófi fyrir bróðir minn. Þetta allt saman nálgaðist 400 þúsund krónur og kostar eiginlega það sem kemur úr tryggingunum. Þetta hljómar kannski eins og draumur fyrir einhverja, að kaupa svona mikið af húsgögnum. Ekki alveg. Það bjargaði mér að ég gat keypt þetta allt á einum stað.
Þegar búið er að fjarlægja ónýtu húsgögnin og smádótið þá verð ég að fara að kaupa dúka, teppi, púða og svoleiðis. Ég veit ekki hvert ég fer til að kaupa það. Mjög flottir púðar í Húsgagnahöllinni. Ætli ég fari svo ekki í IKEA.
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.