Leita í fréttum mbl.is

Mamma best....

Húsgögnin komu um 7 leytið á föstudagskvöldið. Ég spurði bílstjórann hvort það væri örugglega allt með. Jú, jú allt komið sem þið áttuð að fá. Ég hefði betur verið frekari við blessaðan bílstjóran, því að það vantaði skrúfurnar sem fylgdu skemlinum og rörið sem stólinn fór á. Ég varð svo pirruð að það var ekki hægt að tala við mig án þess að ég urraði. Sem betur fer þurfti ekki að gera neitt við svarta leðurstólinn nema taka utan af honum. Alveg tilbúin. Jibbý. Það þurfti krafta í að skrúfa fæturnar undir leðursófan en mikið helv.... er hann flottur komin inn í íbúð. Þegar mesti pirringurinn var farinn úr mér á föstudagskvöldið fór ég að koma fyrir hillum og skápum og ganga frá.

Svo er hún mamma alveg ótrúleg. Hún fær köst reglulega. Þá meina ég þrifköst. Hún var nefnilega búin að þrífa hjá mér þegar ég kom heim á föstudaginn þar sem við fengum ekki þrif frá tryggingunum. Ekki það að tryggingarnar hafið ekki staðið sig frábærlega í alla staði.

Á laugardagsmorgun var farið út eldsnemma. Byrjaði á Græna markaðinum við hliðina á Rekstrarvörum. Ég var að leyta að potti fyrir drekatréð mitt. Fann ekki pott en keypti 10 hvítar rósir handa mömmu. Svo var farið inn í RV. Þaðan lá leið í Húsgagnahöllina út af þessu veseni og Þórey og einhver annar starfsmaður ætluðu að ganga í þetta á meðan ég og mamma kláruðum bæjarrúntin. Ég kíkti reyndar á púðana sem voru til í Húsgagnahöllinni en fannst þeir aðeins of dýrir. Þeir sem mér leyst á voru ný vara, ekki á útsölu. Svo var það Skífan í Kringlunni. Næst á dagskrá var IKEA. Þó svo að mér hafi ekki litist á nein húsgögn þar þá var ég að vona að ég gæti keypt teppi og púða þar. Jú, jú. Ég keypti 2 teppi, 3 púða og eitthvað smádót. Fórum svo í Gripið og Greitt þar sem ég hafði boðið fullt af fólki í mat um kvöldið og vantaði svona ýmislegt sem fæst bara í Gripið og Greitt. Í Blómaval fann ég svo pott fyrir tréð mitt. Það er hægt að drepa mann með honum hann er svo þungur. Svo varð ég að fara í 2001 á Hverfisgötu og verslaði auðvita allt of mikið Sigga til mikillar ánægju. Ég varð aftur frekar pirruð þegar við komum í Húsgagnahöllina þar sem það var ekki hægt að redda þessu eins og ég vildi. Ég sagði Þórey að ég ætlaði að hringja þegar ég væri búin að hugsa málið. Fékk snilldarhugmynd og var búin að fá stólinn og skemilinn samansettan seinnipartinn.

Matarboðið heppnaðist ágætlega. Var með flögur og ídýfur handa liðinu þegar það kom svo ég hefði nú tíma til að elda kalkúnaborgarana. Þeir voru nammi. Var með kál, gúrkur, tómata, lauk, grænmetissósu og pítusósu til að setja á borgarana. Nammi.

Á sunnudeginum kom svo Sigga systir hennar mömmu með Sigþór og Bergþór. Ragnhildur mamma þeirra var orðin fárveik. Sigþór fór svo til Önnu systir hennar og Bergþór var hjá okkur. Um kvöldið fór ég til Ragnhildar frænku og gisti þar. Öllum fannst öruggara að hún væri ekki ein.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband