Leita í fréttum mbl.is

Ferðasaga frá Nýja Sjálandi. Auckland....

Loksins, loksins. Eftir mikla tilhlökkun var ég komin til Nýja Sjálands. Við vorum ekki mörg sem áttum samleið frá Auckland til Napier. Ég, íslensk stelpa og sænskur strákur. Þegar ég var komin í gegnum útlendingaeftirlitið fór ég að flugfélaginu sem ég flaug með til Napier. Það hét Eagle Air. Hver man ekki eftir Arnarflugi hér heima í den. Mér fannst þetta alveg hrikalega fyndið. Ég var komin hinum megin á hnöttinn en flaug samt sem áður með Arnarflugi. Þar sem ég var nú búin að vera á fótum í tæpa tvo sólahringa var ég orðin svolítið dösuð og ekki bætti skordýraeitrið ástandið. Hehehe!

Ég man óskaplega lítið eftir fluginu til Napier en man þó eftir aðfluginu og lendingunni. Virkilega fallegt útsýnið. Í Napier tóku trúnaðarmenn og fjölskyldurnar sem við 3 áttum að búa hjá á móti okkur. Ferðalagið endaði nú samt ekki hjá mér í Napier. Fjölskyldan sem ég bjó hjá átti nefnilega heima úti í sveit. Það var um eins og hálfs tíma akstur þangað frá Napier. Svona til marks um það hvað ég var orðin hryllilega þreytt þá var ég búin að steingleyma að það er keyrt "vitlausu" megin á veginum á Nýja Sjálandi, þ.e. vinstra megin. Mér brá allsvakalega þegar við mættum bíl í einni beygjunni og ég hélt að hann ætlaði framan á okkur, hann var vitlaus megin á veginum. Ég glaðvaknaði.

Þegar við komum að húsinu var ég ekki í neinu ástandi til að skoða mig um. Allur farangurinn var settur inn í herbergið mitt og mér var sýnt hvar allt var. Síðan var borðaður kvöldmatur og setið smá stund í eldhúsinu og rabbað. Síðan fór ég inn í herbergi til að sofa. Ég gat nú ekki sofnað alveg strax og byrjaði bara að taka upp úr töskum. Ég var með stærsta svefnherbergið í húsinu með tveimur risastórum gluggum og annar þeirra opnaðist alveg. Ég sofnaði loksins og þrátt fyrir lítin svefn undanfarna tvo sólarhringa vaknaði ég klukkan 6 morgunin eftir. Ég var s.s. ansi snögg að jafna mig á tímamismuninum sem var 12 tímar. Ég meina ég var hinum megin á hnettinum. Það er nokkuð augljóst. Það var nú reyndar ástæðan sem ég gaf öllum þegar ég var spurð afhverju ég fór til Nýja Sjálands. Ég komst ekki lengra! Brosandi

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband