6.7.2007 | 18:54
Leti og Snúður....
Aldeilis hvað ég hef verið hryllilega löt við að skrifa. Ég hef varla farið inn á bloggið mitt síðan það þurfti að breyta lykilorðinu hjá notendum. Hmm. Eins og áður kemur fram, leti.
Annars er það að frétta að ég er komin með kisu. Hann heitir Snúður og er nýorðin þriggja mánaða, er fæddur 30.mars. Mamma hans hún Músmús dó þannig að ég fékk hann frekar ungan, ekki nema tæplega 7 vikna. Pínulítill og svakaleg dúlla. Hann stækkar ört en er ekkert minni dúlla.
Hann var bólusettur um daginn og varð ekkert smá veikur. Hann lá bara, hreyfði sig lítið og gat varla lyft höfði. Eymdarmjálmið sem kom frá honum var frekar erfitt að hlusta á. Ég gerði lítið annað en að strjúka honum. Ég veit ekki hvort það hafði einhver áhrif á Snúð, en það róaði mig allavega.
Ég hugsa að sumir haldi mig hálfskrítna (ekki það að ég mótmæli því eitthvað) en þegar Snúður var um 9 vikna þá var hann alltaf hnerrandi. Eitt kvöldið hnerraði hann 15-20 sinnum og morgunin eftir hringdi ég í Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti og spurði ráða. Ég mæti með Snúð eftir vinnu og fékk að vita að ekki væri hægt að bólusetja svona lítil kríli. Dýralæknirinn sprautaði hann með einhverju sýklalyfi og B-vítamíni. Sýklalyfið fékk hann því að það er til eitthvað kattakvef sem er frekar þrálátt ef kisurnar fá það áður en þær eru bólusettar. Sem betur fer hætti hann að hnerra. Annað hvort virkaði sprautan sem hann fékk, eða hann var með ofnæmi fyrir kattasandinum sem ég keypti. Ég nefnilega keypti aðra tegund hjá dýralækninum sem er alveg frábær, hvítir steinar og bláir kristallar. Þetta dregur í sig hlandið og er alveg lyktarlaust.
Snúður er reyndar algjör hetja, kippti sér ekki upp við að vera sprautaður. Það kom svo annað á daginn þegar honum var gefin ormahreinsitaflan. Dýralæknirinn gerði þrjár tilraunir við að koma töflunni upp í hann en alltaf kom hún út aftur. Á endanum fékk hann bara ormasprautu og var alveg hæstánægður með það. Þvílíkt hvað við vorum vondar við hann (ég og dýralæknirinn) að troða ógeðslegri töflu upp í hann.
Þangað til næst....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.