6.7.2007 | 18:59
Snúður, Sigþór, Bergþór og afbrýðissemi....
Það var mikil spenna sem myndaðist þegar Sigþór og Bergþór vissu að ég væri komin með kisu. Þeir komu í heimsókn og urðu alveg dolfallnir af Snúð. Þeir eiga reyndar líka kisu sem heitir Skuggi, en þeir fengu hann ekki fyrr en hann var orðin 7 mánaða og verður hann þriggja ára nú í Júlí (að ég held). Þau voru því ekki skrítin viðbrögðin sem þeir sýndu við að sjá þetta littla kríli, rétt 7 vikna. Bergþóri fannst hann algjört krútt og Sigþór sagði að Skuggi gæti nú alveg verið pabbi hans. Þeir eru svo skemmtilegir bræðurnir.
Þeir vildu auðvita leika sér með Snúð en hann var ekkert hrifinn af því. Þeir eru vanir mikið stærri ketti og kunna ekki að meðhöndla svona lítið kríli.
Þarsíðustu helgi komu bræðurnir í heimsókn á meðan Ragnhildur og Óli fóru eitthvað að snúast. Við vorum auðvita úti á verönd þar til við fukum inn. Þá var farið niður til að horfa á Latabæ, Snúður var ekki par hrifinn af athyglinni sem strákarnir fengu, varð ofboðslega afbrýðissamur og lá inni á baði fyrir framan sturtuna á uppáhaldsbaðmottunni sinni og hreyfði sig ekki fyrr en seint um kvöldið þegar strákarnir voru löngu farnir. Hann tók mig ekki í sátt fyrr en daginn eftir.
Mér leiðist ekki á meðan ég hef Snúð.
Þangað til næst....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.