10.8.2006 | 15:21
Rockstar vitleysan.
Já verður maður ekki að láta í sér heyra. Ég get hneykslast endalaust yfir henni Zayru. Hún á heima á sviði í Vegas, ekki í Rockstar Supernova. Ef að manneskjan gæti sungið þá gæti hún alveg frontað bandið. En ég er bara ég og klæðnaðurinn á henni hafði greinilega einhver áhrif á liðið. Varla er fólk að kjósa hana vegna söng"hæfileika". Nóg um Zayru.
Ég varð nú ekki hissa á því að bæði Jill og Josh væru látin fara í gær. Söng-öskrin í Jill fóru greinilega ekki vel í Gilby og Co. og það var augljóst að söngstíll Josh passaði ekki við bandið. Annars var ég mjög hissa á laginu sem hann tók. Gagnrýnin sem hann fékk var sú að þeir vildu sjá hann hreyfa sig meira, en hann stóð bara með gítarinn og söng. Hann var kannski bara búin að fá nóg.
Magni rokkar feitt í þættinum. Hann er æðislegur. Maðurinn getur sungið. Annað en sumir, nefni enginn nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu er Zayra.
Dilana er, æi ég veit það ekki, ég er allavega ekki nógu hrifin af því sem hún hefur verið að gera síðustu 2 vikurnar. Ég hafði það á tilfinningunni að hún hefði hringt í 50 Cents eða einhvern rappara og fengið lánaðan texta hjá þeim fyrir áskorunina sem þau fengu í þessari viku. Virkilega hallærislegur texti.
Lukas og Storm hafa vaxið í áliti hjá mér. Hann Lukas var alveg ágætur og Storm verður bara betri og betri.
Toby, Toby, Toby. Kangorilla! Það voru górillutaktarnir enn og aftur. Ég sé hann bara engan vegin fronta bandið. Alls ekki.
Ryan var vel ýktur og átti ekki skilið að lenda í einu af þremur neðstu sætunum.
Patrice er bara Patrice. Mín skoðun er sú að hún þurfi aðeins að breyta um stíl.
Svo er liðið auðvita á leiðinni til Vegas. Það verður gaman að sjá hvernig þau standa sig við breyttar aðstæður.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér fannst Dilana einmitt ekki vera að standa sig eins vel núna eins og áður. Skrítið hvað söngvararnir koma illa út með Supernova gaurunum... hum? Það var bara Phil sem fékk Jason með sér sem fékk fína dóma þau hin eru að lenda í botn þremur eftir að hafa tekið lag með SN gaur nema auðviað Dilana sem á stóran og tryggan aðdáendahóp. Ég var einmitt að pæla í því hvað hefði orðið um Magna ef hann hefði ekki náð að hafa áhrif á fólk úti í heimi. Við erum svo fá hér heima og kosningarnar vægast sægt á óheppilegum tíma;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.8.2006 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.