Leita í fréttum mbl.is

Harðangurs hrakfarir

Ég byrjaði um verslunarmannahelgina að sauma harðangur aftur eftir smá pásu. Er að sauma tvo dúka og ætla að byrja á þeim þriðja í kvöld eða um helgina, hann er frekar stór. Ég á nefnilega heilmikið efni og hélt að ég ætti nóg í þriðja dúkinn. Er búin að kaupa allt garnið, þangað til annað kemur í ljós. Í fyrrakvöld ætlaði ég að byrja á dúknum en þá kom í ljós eftir mikla talningu að efnið dugði ekki. Bömmer. Ég fór í gær í Skólavörubúðina til að kaupa efni í dúkinn. Þegar heim var komið byrjaði ég að telja á lengdina og klippti efnið til. Svo taldi ég á breiddina. Öskrandi Ónei, ég keypti ekki nóg efni. Arg, garg o.s.frv. Ég hélt að ég væri að tapa glórunni, þeirri litlu sem er eftir, svo ég skoðaði leiðbeiningarnar með munstrinu enn eina ferðina. Alveg týpískt. Það er gefið upp 8,5 spor á cm á öllum dúkunum í blaðinu, ég er með efni sem er 8,7 spor á cm sem þýðir minna efni, nema á þessum eina. Þar er stærðin á efninu sem þarf í dúkinn miðuð við 10 spor á cm. Gráta Ekkert smá fínt efni. Nú á ég fullt af efni þannig að það verður nóg að gera hjá mér að sauma úr því öllu.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband