Leita í fréttum mbl.is

Afmælið hans Bergþór....Snúður ekki sáttur

Hann varð þriggja ára í gær hann Bergþór frændi og var haldin hamborgaraveisla í tilefni þess.

Það var nánast allur maturinn kominn á borðið þegar ég kom. Alveg svakalega girnilegt. Afmælisbarnið var týnt, bara einhverstaðar úti að leika sér með stóra bróðir sínum honum Sigþóri. Þegar þeir komu inn hafði hann Sigþór meiri áhuga á afmælisgjöfinni hans Bergþórs en hann sjálfur. Þetta var ekki dót þannig að það er ekki furða.

Það voru humarhalar í forrétt og þegar þeir voru tilbúnir var boðið til borðs. Nammi, namm. Humarhalar með hvítlaukssmjöri og snittubrauð. Æðislegt. Afmælisbarnið settist við hliðina á mér þar sem hann vildi spiderman disk. Ég gaf honum fisk (humar) og fannst honum hann bara góður, borðaði reyndar helling af snittubrauði með bræddu hvítlaukssmjöri.

Síðan skellti maður sér í hamborgarann. Það var ógrynni af meðlæti. Grænmeti, svissaður laukur, sveppir og beikon. Já og líka ofnbakaðir kartöflubátar. Maður fékk sko nóg að borða. Bergþór vildi nú bara hálfan hamborgara með tómatsósu og hamborgarasósu, endaði á því að borða hálfan hálfan hamborgara. Fyrir þá sem ekki skilja s.s. fjórðung af hamborgara. Smile 

Hann Bergþór er sko næturugla, reynir allt til að halda sér vakandi á kvöldin.

Þegar maturinn var búin fórum við kvenfólkið, ég, mamma, Anna og Ragnhildur að taka af borðunum. Á meðan dreifði karlpeningurinn sér um húsið og slappaði af. Nema reyndar Óli því hann fór með Sigþór í bað og var á leið til að svæfa hann. Ég reyndi mikið til að fá Bergþór til að fara upp í bað. Nei alltof mikið fjör niðri til þess.

Að lokum tókst það þó og ég henti honum í bað. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef sett hann í bað og hann beðið um að fá að fara uppúr. Hann var nú líka uppgefinn. Eftir baðið var farið í hrein nærföt, auðvita og svo í spiderman bol og stuttbuxur. Svo var farið upp í hjónarúm og lesið Herra Afmælisdagur. Eins og áður kemur fram reynir hann allt til að halda sér vakandi. Að lokum bað hann mig um að koma með sér inn í koju og liggja hjá sér. Sigþór var alveg steinsofandi og eftir mikla baráttu við sjálfan sig, sofnaði Bergþór.

Eftir að hafa setið smástund niðri í eldhúsi með mömmu, Önnu og Ragnhildi var haldið heim.

Snúður var sko ekki sáttur við að hafa verið einn heima nánast allan daginn, og fékk ég að finna fyrir því. Það var stokkið á mig og reynt að klifra upp með mér. Hann réðst á hendurnar á mér og reyndi að bíta mig, þegar það tókst beit hann virkilega fast. Fanturinn. Hann er auðvita bara með CKS á háu stigi. Ég hugsa að ég lifi það alveg af ef hann lagast með aldrinum. Wink

Kisi var greinilega ekki búin að jafna sig í morgun. Hann reyndi að klifra upp með mér þegar ég var að fara í vinnuna og náði að gera lykkjufall í nælonsokkana í gegnum buxurnar.

Ég reyni að þrauka.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband