15.7.2007 | 20:53
Sumar og sól....
Mikið hafði ég það rosalega gott í dag. Skrapp í Nóatún og keypti hamborgara í hádeginu og voru þeir grillaðir og hafðir í hádegismat.
Eftir matinn lagðist ég bara út á verönd, bar á mig sólvörn og fór að lesa Ísfólkið. Sneri mér reglulega og bar á mig sólvörn svo ég brynni ekki. Mikið ofboðslega var ég bjartsýn. Ég þarf sólvörn með súperstyrk. Ég brann s.s. á bakinu. Svíður pínu. Annars er ég fín, kannski smá rauð í framan. Þetta kemur af því að vera rauðhærður. Ég verð alltaf að passa mig rosalega vel í sólinni. Hef reyndar ekki lagst út í sólbað í mörg ár. En maður freistast í þessu yndislega veðri sem hefur verið í dag og undanfarna daga.
Ekki má heldur gleyma honum Snúð. Hann fékk að fara út, fer reyndar bara út á verönd þar sem hann er svo lítill ennþá og hann á eftir að fá seinni bólusetninguna. Það var alveg rosalega erfitt fyrir hann að vera úti. Allar þessar flugur sem hann náði ekki í. Eymdarmjálmið í honum var bara fyndið. Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar hann fór að eltast við býflugu, en býflugan hafði sem betur fer vit fyrir honum og forðaði sér.
Þegar leið á daginn fór að hægjast á Snúð, á endanum kom hann sér bara fyrir í skugga og fékk sér að drekka einstöku sinnum. Því auðvita var skál með vatni handa honum út á verönd. Ekki annað hægt í þessum hita. Þegar þetta er skrifað liggur hann bara og sefur. Alltof erfitt að vera allan daginn úti.
Það er svo gaman þegar veðrið leikur við okkur.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.