Leita í fréttum mbl.is

Sumar og sól....

Mikið hafði ég það rosalega gott í dag. Skrapp í Nóatún og keypti hamborgara í hádeginu og voru þeir grillaðir og hafðir í hádegismat.

Eftir matinn lagðist ég bara út á verönd, bar á mig sólvörn og fór að lesa Ísfólkið. Sneri mér reglulega og bar á mig sólvörn svo ég brynni ekki. Mikið ofboðslega var ég bjartsýn. Ég þarf sólvörn með súperstyrk. Ég brann s.s. á bakinu. Svíður pínu. Annars er ég fín, kannski smá rauð í framan. Þetta kemur af því að vera rauðhærður. Ég verð alltaf að passa mig rosalega vel í sólinni. Hef reyndar ekki lagst út í sólbað í mörg ár. En maður freistast í þessu yndislega veðri sem hefur verið í dag og undanfarna daga.

Ekki má heldur gleyma honum Snúð. Hann fékk að fara út, fer reyndar bara út á verönd þar sem hann er svo lítill ennþá og hann á eftir að fá seinni bólusetninguna. Það var alveg rosalega erfitt fyrir hann að vera úti. Allar þessar flugur sem hann náði ekki í. Eymdarmjálmið í honum var bara fyndið. Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar hann fór að eltast við býflugu, en býflugan hafði sem betur fer vit fyrir honum og forðaði sér.

Þegar leið á daginn fór að hægjast á Snúð, á endanum kom hann sér bara fyrir í skugga og fékk sér að drekka einstöku sinnum. Því auðvita var skál með vatni handa honum út á verönd. Ekki annað hægt í þessum hita. Þegar þetta er skrifað liggur hann bara og sefur. Alltof erfitt að vera allan daginn úti.

Það er svo gaman þegar veðrið leikur við okkur.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband