17.7.2007 | 15:58
Sumar og sólbruni....
Ég stóð mig að því að vera óvenju pirruð út í samstarfsfólk mitt í gær. Ég veit að ég var ekki eins brosmild og glaðleg og venjulega.
Þetta var nú samt betur fer ekkert háalvarlegt. Var farin að brosa svona uppúr hádegi. Geri ráð fyrir að pirringurinn stafi nú bara af sólbrunanum síðan á sunnudaginn. Mig sveið svo í bakið eftir að ég var búin að fara í sturtu á sunnudaginn að það hálfa væri nóg. Mér leið líka hálfilla í gærmorgun, með sviða í bakinu og heljarinnar hausverk.
Ég vona að vinnufélagarnir hafi nú ekki hlotið varanlega skaða af pirringnum í mér.
Ekki er ég mikið skárri í dag, að minnsta kosti ekki í bakinu. Langar bara að fara heim, leggjast upp í rúm með þunnt lak á bakinu. Aumingja ég. Hefði kannski ekki átt að skamma hana mömmu svona mikið fyrir að brenna um daginn. Mér er að hefnast fyrir það.
Mömmu þykir greinilega mjög gaman að þjáningum mínum, hún reynir að halda í sér hlátrinum þegar ég er að aumka mér og heldur að ég sjái það ekki. Enga samúð þar.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.