17.7.2007 | 17:54
Snúður....ofdekraður kettlingur
Ég er að slást við hann Snúð. Hann er nú þegar búin að eyða út einni færslu áður en ég gat vistað hana. Getur ekki látið tölvuna í friði. Eins og sést. Hafði mikið fyrir því að tæla hann í burtu af tölvunni. Hann er mjög áhugasamur einmitt núna. Heyrir hljóðið í lyklaborðinu þegar ég pikka þetta inn.
Snúður er líka frekar sérvitur. Borðar ekki matinn sinn nema að það séu tvær skálar með mat. Skrítið en satt. Um leið og ég tek aðra skálina til að reyna að venja hann af þessu hættir hann að líta við matnum.
Snúður er snyrtipinni. Finnst ég ekki nógu þrifinn þannig að hann rótar reglulega moldinni upp úr pottinum með drekatrénu svo ég ryksugi nú örugglega.Snúður fær bara að fara út á verönd þar sem hann er enn svo lítill. Ég er enn að ákveða mig hvort hann verður inni eða úti kisa. Ég hallast að hann verði inni kisa. Kemur bara í ljós þegar hann verður eldri.
Eins og fólk veit þá eru kettir næturdýr. Ég hef fundið fyrir því. Snúður sefur og sefur, sem er ekki óeðlilegt fyrir kettlinga, nema á næturnar. Ég hef þurft að hafa lokað inn til mín þar sem hendurnar og fæturnir á mér eru uppáhaldsleikföngin hans, að minnsta kosti þegar ég er að reyna sofa. Það dugar reyndar ekki að loka á hann, hann krafsar í hurðina og mjálmar eymdarlega þangað til ég vakna.Snúður er mjög hrifinn af blómum. Hann lyktar af öllum blómunum úti á verönd og reyndir svo að éta þau sem honum líst best á. Það er ekki alslæmt.
Því miður hrífst hann jafn mikið af plöntunum hjá mér. Það grynnkar á moldinni í pottinum hjá drekatrénu og hann Snúður reynir að klifra í því. Það er rúmlega tveggja metra hátt í. Mér þykir svo erfitt að skamma hann fyrir þetta, þó ég geri það, því hann verður alveg miður sín og rífur bara kjaft. Æi þið vitið sem eigið kisur hvernig þær mjálma þegar þær bara skilja ekki af hverju er verið að skamma þær og eru sakleysið uppmálað.
Hann reyndar skammast sín pínu þegar ég er að reka hann frá drekatrén því hann skríður út í horn og horfir á mig svo ég fæ samviskubit. Ég reyndi að setja friðarlilju á skrifborðið hjá mér. Ónei. Snúður lét hana ekki í friði. Réðst á blöðin braut þau af og japlaði svo bara á þeim.
Snúður er nú bara kettlingur ennþá. Ekki einu sinni orðin fjögurra mánaða. Hann er góður til heilsunar og stækkar jafnt og þétt. Ég er búin að fara með hann tvisvar til dýralæknis. Fór með hann á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti og lét bólusetja hann fyrir nokkrum vikum. Hann fær svo seinni sprautuna á föstudaginn í næstu viku. Ætla láta gera þetta fyrir helgina svo ég geti hugsað um ef hann veikist eins mikið og hann veiktist af fyrri sprautunni. Svo þarf að gelda hann eftir nokkra mánuði. Hann verður örmerktur um leið og hann verður geldur. Steinunn dýralæknir sagði að það væri best að gera þetta saman.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
ji hvað hann er sætur
halkatla, 17.7.2007 kl. 18:25
Já hann er svakalegt krútt og er ekki lengi að bræða fólk.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.