17.7.2007 | 21:10
The Monster Squad og fleiri góðar 'monster' myndir....
Ég var að fá tilkynningu frá amazon.com að ' The Monster Squad' væri að koma út á DVD í 20 ára afmælisútgáfu, fulla af aukaefni. Jibbý. Hún kemur út 24. júlí og ég ætla að biðja hann Sigga í 2001 að panta hana fyrir mig. Sá hana einhvern tíman á síðustu öld mjög skemmtileg mynd.
Á þessum árum komu fullt af skemmtilegum 'Monster' myndum í léttum dúr. Critters, Gremlins, Ghostbusters, Beetlejuice, Goonies og The Lost Boys.
Ég á Goonies 25 ára afmælisútgáfuna á DVD. Það var alveg æðislegt að horfa á myndina með 'Commentary' þar sem leikstjórinn Richard Donner og leikararnir Sean Astin, Josh Brolin, Jeff Cohen, Corey Feldman, Kerri Green, Martha Plimpton og Jonathan Ke Quan tala um gerð myndarinnar, segja skoðanir sínar á sumum atriðanna og segja frá þeim breytingum sem gerðar voru á meðan tökum stóð.
The Lost Boys klassísk. Blóðsugur og skrímsli. Corey Feldman, Corey Haim, Jason Patrick Dianne Wiest, Jamie Gertz, Barnard Hughes, Edward Herrman og Kiefer Sutherland. Leikstýrð af Joel Schumacher. Mæli sko alltaf með henni.
Beetlejuice æðisleg. Hann Alec Baldwin er svo ungur í henni. Úps, er ég orðin svona gömul.
Ghostbusters. Bill Murray, Dan Akroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis og Rick Moranis. Klassísk.
Gremlins. Alltaf góð. Átti auðvita Gremlins brúðu og man eftir að kisa sem ég átti tók ástfóstri við brúðuna og sleikti hana alla.
Critters. Ég sá hana fyrir mörgum árum og fannst hún skemmtileg. Ekki þó það að ég yrði að sjá hana aftur og aftur og aftur og aftur.
Þangað til næst....
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.