Leita í fréttum mbl.is

Fór í klippingu....

Já ég fór í klippingu í síðustu viku. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema ég lét klippa mig stutt og sú sem átti að klippa mig fékk aðra til þess. Ég er nefnilega með svo liðaða hár að það er meira en að segja það að klippa mig. Stúlkan sem átti að klippa mig sagðist ekki treysta sér til þess og spurði hvort mér væri sama þó hún fengi eina sem kynni að klippa liðað hár til þess að klippa mig. Ég sagði auðvita endilega og varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var á Höfuðlausnum í Grafarvoginum og sú sem klippti mig heitir Kristín Egilsdóttir. Ekkert smá klár. Ég hef nefnilega lent í klippurum sem spá greinilega ekkert í klippinguna. Frekar metnaðarlaust fólk það. Ég er alveg rosalega ánægð með klippinguna. Mamma og Co. voru frekar fegin að ég lét ekki raka á mér hausinn eins og síðast þegar ég var með stutt hár. En mikið rosalega var það þægilegt. Hmm, ætli það verði næst.

 Þangað til næst.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband