17.8.2006 | 10:41
Rockstar....Magni
Þrátt fyrir að það tæki mjög á taugarnar að sjá Magna í þremur neðstu og ég hefði misst alla trú á Supernova ef hann hefði verið látin pakka þá var alveg æðislegt að sjá hann taka Creep. Ég er búin að vera raulandi það í allan morgun. Og það er nú ekki slæmt að hafa þetta lag á heilanum.
Mér fannst Zayra alveg æðisleg í gær. Lagið sem hún tók er með því besta sem ég hef séð hana gera og ég tek það til baka að hún eigi bara að syngja á spænsku. En hún þarf greinilega að kunna lagið almennilega svo hún geti komið því frá sér.
Mig minnir endilega að hún Patrice hafi eitthvað verið að tala um að hún hafi ætlað að taka ballöðu en svo hætt við það og ákveðið að taka alvöru rokklag! Leiðréttið mig ef það er vitleysa hjá mér. Hún var bara jafn ömurleg og venjulega og ég hefði alls ekki verið hissa á því ef hún hefði verið látin fara en ekki Zayra. Ég skildi heldur ekki alveg pælinguna á bak við það þegar Gilby sagði að hún gæti alveg frontað þá. En það er kannski bara ég.
Ég var ekki hissa yfir því að Toby og Storm hefðu verið meðal þeirra þriggja neðstu á meðan kosningu stóð, en ég varð fyrir vonbrigðum að annað hvort þeirra hefði ekki lent í þremur neðstu þegar kosningu lauk. Magni var svo miklu betri en þau bæði til samans að hann átti það alls ekki skilið að lenda í þremur neðstu en þetta sýndi mér hvað munar að koma frá fjölmennu landi. Ég meina við erum svo fá hérna á klakanum og ekki er þátturinn sýndur á besta tíma.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 21199
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ekki hefði ég fílað það að sjá gulldrenginn okkar fara heim núna en þó hann færi fljótlega er hann búinn að gera góða hluti og vekja vel á sér athygli.
Birna M, 17.8.2006 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.