Leita í fréttum mbl.is

Skrítinn kettlingur....fyrir okkur kattavini

FlatmagaðÞað er svo fyndið að sjá Snúð þegar hann flatmagar svona, hann virkar þrefalt stærri en hann er. Algjör klessukettlingur. Smile Þetta er líka ein af uppáhaldsstellingum hans þegar hann liggur á parket, dúk eða flísalögðu gólfi.

Núna skil ég afhverju Tommi og Jenni spóla þegar þeir eru að hlaupa af stað.

Snúður spólar nefnilega á parketinu hjá mér þegar hann hleypur af stað, ekki nóg með það heldur nær hann oft ekki að stoppa almennilega, heldur rennur bara áfram á næsta vegg eða húsgagn. LoL

 

Vatnsdropi

Honum finnst vatnið sem ég gef honum greinilega ekki nógu ferskt. Frown  Hann hefur samt ekki áhuga á krananum nema þegar ég er nýbúin að láta renna.

Hann er alveg stórundarlegur Halo sem betur fer því annars gæti hann ekki verið kisinn minn. Ég vil heldur ekki hafa það á samviskunni að gera Snúð ruglaðan því ég er svolítið skrítin  og það er víst mjög smitandi.

Ekki má heldur gleyma að hann er algjör dekurrófa og ótrúlega sérvitur kettlingur.

 

Gaman, gaman. Blómapottur

Honum þykir svo gaman að leika sér í pottinum með drekatrénu. Devil Eins og sést eru greinarnar frekar grannar. Hann klifrar í þeim og hangir svo á þeim þannig að þær bogna og hann endar á gólfinu.

Ég er nú samt vonandi að verða búin að venja hann af þessum ósið. GetLost Ég fékk ágætis ráð hjá dýralækninum sem sprautaði hann í gær.

Ég á að nota vatnsúða. Ég er með úðabrúsa og er búin að þurfa sprauta á hann þrisvar í dag. Ég varð ekki vinsæl við það og ekki lagaðist það þegar ég fór að ryksuga moldina upp eftir hann. Whistling

Mig langaði svo að setja inn eitthvað léttmeti. Þetta er nú líka gert fyrir Sigþór og Bergþór svo þeir geti fylgst með vitleysunni í honum Lightning McSnúð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur köttur...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.7.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Takk Gunnar.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 28.7.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sætar myndir og skemmtilegur köttur. Ég man annars eftir því fyrir mörgum árum að hundur nágrannans kom inn og á parketið  hjá mömmu og pabba. Þegar hann uppgötvaði að gólfið var sleipt fyrir hund þá læsti hann klónum í parkettið og stórskemmdi það. Pabbi varð auðvitað alveg brjálaður. Hundurinn fékk ekki að koma inn aftur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æðislegur kisi. Ég er með 3 kettlinga hérna núna og náttúrlega mömmuna. Takk fyrir ábendinguna um úðarann. Mun sko nýta mér það.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband