21.8.2006 | 17:09
Íþróttaálfarnir....Sigþór og Bergþór
Ég ákvað að fara með Sigþóri, Bergþóri og foreldrum í Latabæjarhlaupið svo ég gæti nú tekið myndir, var líka vel undir það búin. Tók með mér 2 linsur, aukarafhlöður og aukaminniskort, ekki veitti af! Ég var komin niður í bæ um hálf tólf. Fór með mömmu og pabba, skildi þau eftir og skrapp niður í 2001 á Hverfisgötu. Hringdi svo í Ragnhildi til að vita hvar ég ætti að hitta liðið. Viti menn, mamma, Sigga og Ragnhildur voru í Tösku og hanskabúðinni. Kom mér mjög á óvart eða þannig. Svo var rölt niður Skólavörðuholtið að Laugavegi þar sem Íþróttaálfarnir Sigþór og Bergþór voru að kaupa candyfloss með pabba sínum. Um að gera að safna orku fyrir Latabæjarhlaupið. Það var nú líka nammidagur.
Það var rölt í rólegheitum niður að Lækjartorgi og svo að sviðinu fyrir framan Glitnir. Það var ferlega gaman að sjá hlauparana úr maraþoninu koma að markinu. Það skemmtilegasta var þó að sjá tvo fullskeggjaða Indverja (að ég held) koma hlaupandi, annar þeirra leit út fyrir að vera eldri en sólin. Ég náði því miður ekki mynd af þeim. Það var einhver útlendingur að skemmta fólki á stultum við Lækjartorg og þegar hann stökk niður dreifðist úr hópnum. Ég, Óli og Bergþór fórum í smá göngutúr og fundum auðvita brunahana, nema hvað. Þegar við komum svo að hátölurunum hjá sviðinu hrökkluðumst við til baka því að þar var svo gífurlegur hávaði, Í svörtum fötum voru að spila.
Ég dró mannskapinn upp á tún hjá MR. Þar sátum við þar til að við skelltum okkur í upphitunina fyrir Latabæjarhlaupið. Jónsi byrjaði á að hita upp mannskapinn og láta krakkana og foreldra vita að það væri sko ekki hægt að hlaupa af stað þar sem við værum svo mörg. Svo kom Solla Stirða á svið og fékk Jónsa til að fara í Latabæjarbol við mikinn fögnuð kvenfólksins í hópnum. Hann fór nefnilega úr að ofan. Hann er flottur. Svo kynnti Solla Íþróttaálfinn á svið við mikin fögnuð barnanna. Hann Magnús fékk einhverja hlaupara í lið við sig til að hjálpa við að hita umm fyrir hlaupið og svo var lagt af stað. Mannfjöldinn var svo mikill að þegar ég, Baddi og Sigþór vorum rétt að koma að brúnni þá voru þeir sem höfðu verið fremst að koma í mark. Hlaupið var nú ekki nema 1,5 km en það tók um 30-45 mín fyrir Sigþór, Bergþór, Ragnhildi og Óla að komast í mark og fá verðlaunapeningana sína. Það voru ansi margir Latabæjaraðdáendur sem komu þreyttir í mark, eða hálfsofnandi á öxlinni á mömmu eða pabba.
Til að komast upp á Laugarveginn, fóru ég, mamma og Sigga upp fyrir Lækjargötuna og biðum svo eftir liðinu á móts við Hans Pedersen. Svo var farið í að hringja í mannskapinn. Hvar eruð þið, við erum hér o.s.frv. Þegar allir voru komnir til baka heldum við af stað heim, og um kvöldið mættu allir í humar og læri heima hjá Ragnhildi og Óla. Ekki nema von þar sem við áttum svo sannarlega skilið að fá góðan mat, svöng og þreytt eftir ævintýri dagsins.
Ég læt nokkrar myndir frá atburðum dagsins fylgja.
Þangað til næst....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.