Leita í fréttum mbl.is

Rockstar....

Náði nú ekki að horfa á flutninginn hjá liðinu á netinu í gær þar sem ég fór í afmælismat hjá Önnu B frænku minni. Það var svo gott í matinn hjá henni að ég fæ vatn í munninn við að hugsa um það.Mmmmm. Nóg um það.

Horfði á þáttinn í gærkvöldi og fannst þau misminnisstæð. Var líka nokkuð viss um að Magni fengi ekki nóg af atkvæðum til að sleppa úr þremur neðstu. Við erum svo fá, þátturinn var sýndur allt of seint og svo eru ákveðnir aðilar í þættinum með stóran hóp af aðdáendum á bak við sig sem passa að sitt fólk lendir ekki í botninum.

Patrice fannst mér bara eins og venjulega. Ekki hissa á því að hún lenti í þremur neðstu og var auðvita látinn fara.

Magni var góður að venju. Fannst hann ekkert þurfa á gítarnum að halda, hvað þá að fá kast á sviðinu og brjóta eitt stykki gítar. Hann átti ekki skilið að lenda í einu af þremur neðstu. Fannst hann bjarga sér frábærlega.

Ryan var bara helv... góður. Þetta var það besta sem ég hef séð hann gera, sé hann alveg fyrir mér fronta bandið. Hann nýtti sér líka athugasemdina sem Magni fékk frá Tommy Lee um að rústa eins og einum gítar þó að hann hafi ekki gengið svo langt, bara hent gítarnum aftur fyrir sig. 

Storm vinnur á hjá mér. Mér fannst hún alveg frábær. Crying er auðvita klassískt og ég held að ég hafi aldrei heyrt það í annarri útgáfu en original fyrr en hjá Storm. Hún er með alveg svakalega rödd og getur sko sungið hvað sem er. Æðisleg! Fegin að hún var ekki í þremur neðstu.

Toby er ekki að virka fyrir mig. Hreyfingarnar hjá honum voru samt með skárra móti. Ég missti alveg af því þegar hann vippaði sér úr að ofan og fannst það bara alger óþarfi. Var nú alveg ágætur í elimination þættinum, hefði samt mátt standa með Patrice og svitna aðeins meira.

Dilana var frekar hræðileg. Mér fannst hún fara mjög illa með lagið. Svona svipað og hún Storm gerði í síðustu viku. Þarna heyrði ég hvað hún hefur takmarkað raddsvið. Hún á bara að endurtaka Ring of Fire. Það var toppurinn og hún hefur ekki náð honum aftur. Hún fór kom líka frekar illu út úr fjölmiðla"prófinu" og fékk að heyra það í elimination þættinum, átti það líka alveg skilið. Hún var að sína sitt rétta andlit, fannst tárinn sem hún hefur látið falla fyrir hina keppendurnar í þáttunum líta út fyrir að vera frekar fölsk. Allavega eftir þessa framkomu. Það er munur að eiga hardcore aðdáendur.

Lukas vex alltaf í augunum á mér. Yrði alveg sátt við að hann frontaði Supernova ef Magni gerir það ekki. Miðað við það sem ég hef séð af honum fannst mér hann komast í gegnum fjölmiðla"prófið" mjög fagmannlega.

Svo er það Supernovalagið. Ég stóð mig að því í morgun að reyna muna hver söng með þeim. Ó já, Toby. Það var ekki minnistæðara en það. Þegar ég er búin að hugsa aðeins meira um það þá man ég að það minnti mig á eitthvað annað lag. Þeir eru ekki frumlegir fyrir fimm aura. Það er mitt álit.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 21199

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband